Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 2
34 HEIMILISBLAÐIÐ ar, prófessorar, kirkjuhöfðingjar og trúboðar, 29 alls, hafa nýlega sent „evangeliskum kristnum í útlöndunum“ og svo um leið óbeinlínis Englend- ingum, mikið bréf, sem réttlætir allar gerðir Þjóðverja i stríðinu, og það einnig meðferðina á Belgíu. Enskir kirkju- og kristindómsfulltrúar, prest- ar, prófessorar, biskupar og trúboðar, 42 alls, hafa svarað og auðvitað réttlæta allar sínar gerð- ir í stríði þessu. — Þýzkir segjast, meðal annars, vera að vernda heimsmenninguna með stríðinu, og enskir meðal annars segjast vera að bjarga Belgíu. Harðastur í garð Englendinga er Harnack, guðfræðingakonungurinn þýzki sjálfur. Hann segir nú svo: „Til er neyðarréttur sem brýtur járn, hvað þá samninga“. — Þetta er voðalegttal! Mergur málsins i þessum bréfaskiftum mestu menningarþjóðanna fmst mér vera þetta: „Allir erum vér réttlátir! “ Dálítið minnir þetta á flokkadeilurnar hérna heiina, þar sem allir þykjast á sama hátt rétt- látir vera. „Eg og minn flokkur höfum alveg rétt í öllu; þú og þinn flokkur alveg rangt í öllu“. Þetta er nú hugsunarhátturinn! Meðan þessu fer fram, þarf enginn að vænta friðar á jörðu, hvorki hér né annarsstaðar í stóru eða smáu. Vér þurfum að læra að játa yfirsjónir vorar hver fyrir öðrum. En bæði mig og aðra vant- ar nógan dug og drengskap til þess. Þeir sem ekki eru orðnir siðferðislega gjaldþrota, þeir standast við að kannast við yfirsjónir sínar. Þeir verða meiri hetjur við það. (f e i 1 r œ ð i. (Málshœttir). „Rek burt hrygð úr hjartabygð", hýs þar trygð og gleði, varast stygð og ljóta lygð, lærðu dygð í geði. Guðm. lorfinn vinur. Til ÞORSTEINS sál. ERLINGSSONAR. Óðum liður œfin manns. — Okkar hverfur sjónum Ijóða dýra harpan hans, er hreyfði mjúkum tónum. Hann, sem úti’ i hriðarbyl hafði nóg að vinna: að lífga krafta, Ijós og yl litlu vina sinna Hver á að syngja’ 'um yl og ást aumingjanna hröktu? — Hann, sem vinur livergi brást hinum köldu, nöktu. Því að óma þessa lands þú hefur stilt i kvœði, af þvi raddir aumingjans áttu hjá þér nœði. Þó við eigum sumarsól og söng á grœnum lilyni, finst oss mörgum missast skjól með þeim liorfna vini. Hér um kalda klákastorð kvaðstu dýrstan braginn. Þigðu, vinur, þákkarorð þessi, fyrir daginn. Þegar sól i suðri skin svif eg yfir móa og syng um mœta minning þin meðan heiti LÓA. Dýrayerndarinn heitir nýtt blað, sem Dýra- verndunarfélag íslands er farið að gefa út. Fyrsta blaðið er komið. I því eru margar góðar hug- vekjur. Á fyrstu blaðsiðu er fallegt kvæði eftir Guðm. skáld Guðmundsson. Vonandi er, að landsmenn taki vel þessu blaði, og yfirleitt telji það helga skyldu sína, bæði í orði og verki, að styðja Dýraverndunarfélag íslands. — Blaðið kemur út einu sinni á ársfjórðung og kostar um árið 50 aura. —

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.