Heimilisblaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 1
,Iig langar að íljúga1.
Mig langar að fljúga, eitthvað langt út í geim,
mér leiðist á þessum slóðum;
eg heyri hér engan unaðshreim
á ísnum hjá kulnuðum glóðum.
ín alt af þrái eg yl og sól
og indœla vorsins hljóma,
er segja frá ást, er aldrei kól
og eilífum dýrðar-ljóma.
Mig langar — mig langar að hefja mig liátt
frá heimsku og slysum og tárum.
Drottinn minn góði, ó gef mér þann mátt
að geta á Ijósvakans bárum
svifið til landa þar sólin ce skín
og sannleikans Ijóshaflð bjarta,
og þar sem að altaf ncer ylur til mín
frá eilifa kcerleikans-hjarta.
Sulitttt.
itríðið og trúarbrögðin.
Eftir Gudmund Hjaltason.
VI.
Land vort er ncer því eina friðarlandið
á jörðunni.
MikiS megum við íslendingar þakka Guði að
hafa fengið að lifa í friði i mörg hundruð ár.
Og það eins á þessum miklu ófriðartímum. Já,
mikið er oss þar lánað. En mikið er líka
af oss heimtað. Heimtað að vér séum þeim
mun betri öðrum þjóðum sem vér höfum not-
ið meiri friðar! En erum vér nú öðrum þjóð-
um betri? Hefir friðurinn gert oss friðsamari
og yfirleitt mannelskuríkari en aðrar þjóðir?
Ef friðarvinirnir útlendu fara að heim-
sækja oss og leita hjá oss að þessum ávöxtum
friðarins, til þess að sýna þá ófriðarvinunum,
ætli þeir gætu þá sagt: „Sjáið nú, hvað friður-
inn gerir mennina góða! Hvergi er svipað því
eins mikil samúð og mannelska eins og á Is-
landi ?“
Eða þá að hernaðarvinirnir kæmu hingað
til að skoða dýrðina i friðar Eden vorri. — En
niðurstaðan af skoðun þeirri yrði þessi: „Hvergi
svipað því eins mikil sundrung og eigingirni eins
og á íslandi; — en samt enginn hermenskuandi.
Ekki batnar mannkynið þótt bardagarnir hætti.
Það þolir ekki tómann frið; þetta sjáum vér á Is-
lendingum, sem þó að upplagi eru myndarþjóð.“
Eg var í Noregi, þegar öll þjóðin logaði af
vígahug 1905. Eg var í Danmörku, þegar mikil
stríð máttu heita ný afstaðin, og allmikið var
þá haldið uppá hermensku.
Vóru menn nú ófriðsamari, harðgerðari og
mannelskusnauðari þá í þessum löndum en hér?
Nei, nei, nei!
En vér œttum að geta skarað langt fram
úr öllum liernaðarþjóðum í mannelskunni.
En það gerum vér ekki ennþá, og þetta er vor
ábyrgðarhluti. Vér erum þjóða minstir. En
samt er það og verður köllun vor, að sýna
heiminum hina góðu ávexti varanlegs friðar. —
Ef vér gerum það, þá hjálpum vér mikið til að
efla friðinn á jörðinni.
VII.
„Allir erum vér réttlátiru!
Þýzkir kirkju- og kristindómsfulltrúar, prest-