Heimilisblaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
37
Loks var komið að steinhliði klaustursins, sem
þorpið Stangate bar nafn af. Mannfjöldinn tvístr-
aðist nú, því Godvin og Wulf ásamt nokkrum
riddurum og skjaldsveinum einum héldu til
klaustursins, en hinir gengu inn í kirkjuna eða
staðiiæmdust úti fyrir. [Framh].
I.
Nokkurum sinnum hefi eg séð í blöðunum,
sérstaklega í Vísi og Morgunblaðinu, auglýsing-
ar frá lögreglunni hér um óskilahunda, sem vitja
beri innan þriggja daga. — Þetta er nú gott og
blessað. — I góðu skyni er það gert, að aug-
lýsa hundana, og þakkarvert, ef eitthvað er
hugsað um þessa viðskila vesalinga.
Samt sem áður er þetta ærið ónógt. Segj-
um að enginn hafi gefið sig fram eftir 3 daga
til að hirða seppana. Hvað er þá gert við
greyin ?
Það, að eigendurnir hafa ekki gefið sig fram
innan þessara þriggja daga, getur verið ósköp eðli-
legt. Þeir eru vanalegast sveitamenn, oft lengra að,
hafa tapað hundinum sinum einhvers staðar á
leiðinni, vita ekki fyrir víst hvar, og sjá ekki
dagblöðin héðan fyr en seint og síðar meir, ef
þeir sjá þau nokkurn tíma. Hefðu auglýsing-
arnar verið birtar i einhverju vikublaðinu og
fresturinn verið lengri, væru meiri líkur til, að
þær hefðu borið árangur.
Á þessu þyrfti nauðsynlega að ráða bót.
Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess, að
lögreglan geti, vikum og mánuðum saman, ann-
ast alla óskilahunda í bænum. — Þarna er verk-
efni fyrir Dýraverndunarfélagið.
Mig minnir að það sé lögboðið, að allir
hundar skuli vera merktir, en það er með þau
lög, eins og svo mörg önnur, að þeim er ekki
hlýtt sem skyldi, og eftirlitið með þeim lítið.
Nú, þegar skattur er greiddur af öllum hund-
um ætti það ekki að vera sérlegum erfiðleikum
bundið, að skrásetja alla hunda.
Hver sýsla hefði sitt merki og hver hreppur
sína tölu og hver hundur sitt númer. Skyldu
þessi merki svo letruð á hálsband hundsins.
Fyrst öllum hundaeigendum er skylt að hafa
hunda sína merkta, ætti þetta fyrirkomulag ekki
að vera til mikils kostnaðarauka, en er aftur á.
móti til mikilla bóta, og miklu meiri líkur til,
að hundarnir kæmust þó til skila, þótt þeir
töpuðust.
Sem betur fer, er mörgum svo ant um hund-
inn sinn, að hann vill ógjarnan að hann iendi
á ílæking, eða eiga það á hættu, að missa hann
alveg. Þvi ættu menn að gera alt, sem í þeirra
valdi stendur, til að vernda þessa tryggu og vin-
gjarnlegu förunauta
Hér í Reykjavík þyrfti að veratil eitthvert skýli
fyrir aðkomuhunda og óskilahunda undir vernd
einhvers dýravinar, því þótt Dýraverndunarfé-
lagið sæi fyrir skýli, þyrfti einhver að annast
þessa aumingja hunda, sem oft eru svangir,
þreyttir og sárfættir og úrvinda af leiðindum.
Ferðamenn! Þið sem lesa kunnið linur
þessar. Reynið að gæta hundanna ykkar, þeg-
ar þið komið hér til bæjarins. — Ef mögulegt
er, þá látið þá ekki verða viðskila við ykkur.
Fáið ykkur hálsband á þá, ef þið hafið það
ekki, og látið merkja það vel og greinilega, og
æskilegast væri, að sem fyrst yrði tekin upp sú
aðferð, er eg drap á hér að framan, um sýslu-
og hreppamerki.
Þið vitið flestir, hvers virði góðir hundar eru.
Látið þeim því líða svo vel, sem kostur er á,
og látið ykkur enga læging þykja, þótt þið sé-
uð staddir í höfuðstað landsins, að bera ná-
kvæma umönnun fyrir hundunum ykkar. Þeir
bera ykkur líka þegjandi vitni um afstöðu ykk-
ar gagnvart dýrunum og um heimilið ykkar.
Horaðir og ljótir hundar koma sjaldan frá góðu
heimili. K.
Grein þessi birtist nýlega í „Vísir“. Enda
þótt hún sé aðallega stíluð upp á Reykjavík og
nágrenni hennar. Þá má þó öllum landsmönn-
um verða sama gagn að að lesa hana og er hún
því birt hér.