Heimilisblaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 6
38
HEIMILISBLAÐIÐ
[Niður]].
„Maturinn er tilbúinn", sagði Daniell og stóð
bakvið einn stólinn andspænis stól ráðskonunn-
ar og biðu þau eftir að Charles settist að
borðinu. „Það er víst bezt að við borðum með-
an maturinn er heitur . . .“
Charles starði forviða á þau.
„Þið eruð ekki feiminn kalla eg!“
„Við vorum altaf vön að borða með frænda
yðar“, sagði ráðskonan vandræðaleg, „nema
þegar hann hélt stórar veizlur fyrir stórbænd-
urnar hérna í nágrenninu. Við héldum að alt
ætti að vera í sama horfinu. En ef þér óskið
þess heldur, þá skulum við gjarnan fara út í
eldhúsið“.
„Onei, verið þið bara hérna, eg get gert undan-
þágu með ykkur. — Eg vildi annars gjarnan
fá að vita svolítið um verðmæti búsins o. fl. —
Já, skerðubara niður steikina, karl minn! Ekki
svona þykkar sneiðar og hafðu ekki þessa við-
bjóðslegu fitu með ! Osköp ertu klaufalegur! —
Það er auðvitað ekki til vín hérna ?“
„Jú, það er til full flaska af portvíni. Það
er allra bezta vínið, sem frændi yðar átti; við
ætluðum einmitt að bjóða yður velkominn með
þvi“.
Og gamli ráðsmaðurinn leit til ráðskonunnar
með þýðingarmiklu augnaráði.
Charles smakkaði á víninu. „Jæ—ja“, sagði
hann, „það er ekki svo slæmt“.
„Langar yður ekki að sjá búféð, þegar við
erum búin að borða?“ spurði Daniell auðsjáan-
lega mjög óánægður með erfingja búsins.
„Búféð?“
„Já kýrnar okkar og svínin. Búféð okkar
er það bezta hér í grendinni og svínin okkar fá
verðlaun á öllum gripasýningum“,
„Svei, þessar ógeðslegu skepnur“, hreytti
Charles úr sér. „Nei, karl minn, þegar eg sel
búið, verður auðvitað búféð látið fylgja með“.
„Ætlið þér að selja búið!“, hrópaði ráðsmað-
urinn eldrauður í framan, „og hann frændi
yðar, sem hélt að þér ætluðuð að halda bú-
skapnum áfram, gifta yður og lifa hér góðu lífi!
Og hvað á þá að verða um okkur tvö, sem höf-
um nú verið hér i meira en 40 ár“.
„Þið getið sjálfsagt séð fyrir ykkur“, svar-
aði Charles og hló. „Og að gifta mig, dettur
mér ekki í hug! En þegar eg er búinn að selja
þennan kofa, kaupi eg mér hús rétt hjá London
og læt mér líða vel“.
Vínið hans Jakobs frænda, var farið að svifa
á hann.
„Skrambinn hafi það ef eg fer ekki til York
strax á morgun og læt málaflutningsmanninn
sjá um það alt fyrir mig“, öskraði Charles um
leið og hanu tæmdi úr flöskunni.
„Við getum lika farið þangað strax11, stakk
Jeremias upp á. „Hesturinn getur liklega skokk-
að þangað núna, fyrst hann hefir fengið hafr-
ana sína. Við getum held eg rekið svolitið á
eftir honum með svipunni?“
„Það er alveg satt karl minn !“ hrópaði Charl-
es og slagaði þegar hann stóð upp. „Eg held
að bykkjan hafi gott af því að hlaupa dálítið.
Hann fær annars kannske staurfætur!“
Hestinum var beitt fyrir og hann hljóp nú
harðara en nokkurntíma áður áleiðis til bæjar
ins. — — —
„Hæ! hæ! hvert á að fara!“ kallaði Charles.
„Við ætlum til málaflutningsmannsins og þú
stöðvar fyrir frarnan járnbrautarstöðina!“
„Nei, það verður ekki af því“, svaraði
Daniell hæðnislega. „Hérna farið þér nú niður
úr vagninum og farið með lestinni beint til
London. Eg er Jakob frœndi en alls ekki
Jeremias Daniell ráðsmaður. Eg var bara að
reyna yður svolítið, en eg bið yður að fyrir-
gefa óþægindin sem eg hefi gert yður. Nú þekki
eg frænda minn og býst við að eg þurfi að
leiðrétta dálítið í erfðaskránni minni. Hérna
eru 10 pund (o: 180 kr.) í ferðakostnað. Og
svo óska eg yður góðrar ferðar aftur til London.
E. P. Br. þýddi.
Fuglar hafa ekki Ijósleita hluti fyrir bygginga-
efni i hreiðrin sín. Vita líklega að það sem
Ijósleitt er, segir frekar til, hvar hreiðrin þeirra
eru.