Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 3
Reykjavík í nóvember 1915. jfjatthías skdld Ijfoehumsson. (Kvæði ilutt í samkvæmi, er skáldiuu var kaldið í Iteyk|avík 12. sept. 1915. Lag: Integer vitæ. Heill þér, sem brennir hjörtun eldi ijóða, heiil þér, sem kennir trú á mátt hins góða, — þökk skal þér alla þjóðar ævi gjalla, þjóðskáldið snjalla! Heilagur andi hárrar, bjartrar trúar hjörtun í landi tengir, úthöf brúar, — ■eilífa þrenning: elsku, speki, menning, émar þín kenning. Enn hefir elli ekki glöpum valdið, — vel hefir velli víkingurinn haldið, — enn skín und hvarmi æsku-logans bjarmi, ■ólgar í barmi. Hott er með góðum gleði-kvöld að sitja, — ljós þín í Ijóðum löngum drótta vitja, líða’ yfir arni, lýsa hverju barni Jeið ofar hjarni. Sit þú með brúði sæmdar-ríkri lengi, söngvarinn prúði, enn í frægð og gengi! Hástilta knúði hagar með oss engi hörpunnar strengi. Gtiðm. Guðmundsson. vað helzt er lesið? i. Nú nálgast skamdegið með kvöldunum löngu. í’á hefjast innistörfin og þá jafnframt sá tími, sem fólk helst gefur sér tíma „til að líta í bók“. í sveitunum mun allvíðast sá siður haldast enn, að lesið sé á kvöldin eitthvað til skemtunar og fróðleiks. Enda þótt kannske ekki sé setið eins ósleitilega við lesturinn eins og í gamla daga. En þá kemur spurningin : Hvað er lesið? Vér vitum vel, að allerfitt er að svara þeirri spurningu, því svo mikið berst nú að af alls- konar bókum og blöðum. En eigi að síður er það þess vert, að því sé gaumur gefinn. Það hefir víðtæk áhrif á þjóðina hvað hún les. Eða hefir því ekki ætíð verið haldið fram — og það vissulega með fullum rétti, — að viðhald þjóð- ernis vors og tungu eigum vér að þakka frem- ur flestu öðru einmitt því, að fornsögur vorar hafa verið lesnar vetur eftir vetur og öld eftir öld á vetrarkvöldunum löngu. Islensku sveita- heimilin voru lýðháskólar í smáum stíl, sem sáðu þjóðlegu menningarfræi í hinn andlega akur þjóðarinnar, vöktu hjá hinum ungu áhuga og þrá eftir að þekkja sögu sinnar eigin þjóðar og kynnast hennar ágætismönnum. En þá var lítið um annað en ágætisbækur. Á siðari árum hefir, jafnhliða aukinni menningu runnið inn yfir landið ódæmin öll af útlendu lélegu og siðspillandi skáldsagnarusli, sem þvf miður hefir verið keypt. Það er vegna þess að alstaðar úir og grúir af þessum ófögnuði, að þessi spurning liggur nú hér fyrir til athugunar: Hvað er helzt lesið? Ekki er svo, að hörgull sé á góðum bókum til lestrar. Nei, síður en svo. Fyrst og fremst hefir Sigurður 'bóksali Kristjánsson séð svo um með hinni ódýru alþýðuútgáfu af fornsög- unum að þær gætu verið til á hverju íslensku heimili, auk fleiri ágætra bóka, sem hann hefir gefið út og gefur árlega út. Fróðlegt væri t. d. ef skýrsla væri til um það, hvaða bækur mest eru keyptar og lesnar. Hvort skyldi t. d. í lestrarfélögunum, sem nú

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.