Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 4
82 HEIMILISBLAÐIÐ eru mjög víða um nlt land, vera betri mark- aður fyrir útlenda skáldsagnaruslið, eða inn- lendu ágætisbækurnar, sem árlega eru gefnar út, t. d. bækur Bókmentafélagsins og Þjóðvina- félagsins, Sögufélagsins og hins Islenska fræða- félags í Khöfn. En þessi félög gefa út hverja bókina annari nytsamari og fróðlegri; þá má ekki t’gleyma Fjallkonufélaginu, sem er að gefa Lögbók íslands og sögu íslands (eftir Jón Jóns- son sagnfræðing) — hvorttveggja bækur, sem helst -ættu að vera til á hverju heimili Lestr- arfélögin ættu að geta gefið upplýsingar um það, hvaða bækur helzt eru lesnar og t. d. hvað unga fólkið er fíknast í. Það ættu þeir að geta skrá- sett, sem afhenda hækurnar, — bókaverðirnir. |il Islands. Heill þér Island, œttjörð dœtra og sona er elska þig og blessa jafnan lieitt! Já, þú ert móðir allra vorra vona og vorum túrum fekkst i gleði breytt. Og borið oss sem börn frá fyrstu stundwn og breytt við okkur likt og móðir góð. I faðmi þinum oft vér glaðir unáum við óma fossa: sólrik vögguljóð. Og þvi er von vér þetta launa viljum og „þreytum skeiðið“ fyrir móður jörð. Þvi þótt liún bœri — það við fidlvel skiljum — oss þrautir oft við frost og élin hörð. Ilún vildi krufta vora stæla og reyna og veita okkur þannig meiri dug. En oft vér fengum uppbót vetrar meina við ylinn vors er lyftir vorum hug. Vér elskum þig með háa hamra sali og hvitum sigurkransi búin fjöll. Vér elskum liverja lílið og heiðardali, með liljómdýpt fossa þinna og blómin öll. Vér elskum geisla livern er sólin sendir og signir krystal þina fögru brá. Vér elskum sérhvern sem þér liœrra bendir, og sýna dugnað þér til gengis má. Eu heitum þá að vinna þér og verja og víkja aldrei skyldubrautum frá. i huga föstum sannan eið að sverja: þér sérhvað gott og fagurt rœkta hjá. Að lifa þér og láta sjást í verki, þá löngun sem að birtir tunga vor: Að bera fram til sigurs sœmdarmerki svo sólbjart verði þinnar œfi spor. Somao |cenheyrslan. Árið 1834, þegar kóleran geisaði á Norður- löndum, var málari nokkur i Stokkhólmi, sem lagðist í þessari hræðilegu veiki. Hann lifði hana þó af og þegar hann kom til sjálfs sín aftur þvingaðist hann mjög af hungri. En hjúkrunarkonan og læknirinn sáust ekki, þam höfðu fallið fyrir hinum óttalega sjúkdómi. Hann var yfirgefinn. Þareð hann gat hvorki kallað eða komist á fætur, bað hann Guð, sem fæðir fuglana og dýrin á mörkinni, að hjálpa sér, því á mannlega hjálp gat hann ekki reitt sig. og Guð heyrði bæn hans. Næsta dag gekk göm- ul kona inn í herbergið að rúmi hans og án þess að mæla orð, dró hún lítið borð að þvr og setti þar á mat og drykk, þannig, að hann gat náð í alt sem á því var. Þar eftir gekk hún út úr herberginn án þess að niæla við hann. Málarinn spurði sjálfan sig hvort þetta væri draumur, eða það væri i raun og veru; en maturinn var góður og hann fann að hann hrestist mikið. Að vörmu spori kom- gamla konan aftur, og bað mikillega afsökunar. Hún hafði átt að færa matinn sjúkum hermanni sem bjó einni hæð ofar í húsinu, en hún hafði vilst á dyrum. „Þér hafið ekki vilst á dyrum,“ sagði málarinn „það hefir verið Guð sjálfur sem sendi yður til mín, því hefðuð þér eigi komið, væri eg vissulega dauður úr hungri“. Hann skýrði nú frá hvernig hann hefði verið staddur, og konan bað ekki lengur afsökunar á því að hafa tekið dyra vilt. Frá þeirri stundu' var séð um málarann þar til hann var alger- lega heilbrigður. Guð hefir marga vegi, og hans ráðstöfun’er órannsakanleg.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.