Heimilisblaðið - 01.11.1915, Blaðsíða 6
74
HEIMILISBL AÐIÐ
ert spaug, enda var ég þess fullviss, er ég heyrði
fvrstu línur bréfsins, sem frá upphafi til enda
er ritað í anda Saladíns, hans, sem er, þrátt
fyrir það þó hann sé Serki, mesti maður heims-
ins; það er mér sem eitt sinn var vinur hans,
yel kunnugt um. Og hann hefir rétt að mæla.
Eg syndgaði móti honum ásamt systur hans,
ást okkar knúði okkur til þess. Spaug? Nei,
þvert á móti. Ein eða önnur nætursýn, er
hann hyggur vera að ráðstöfun Guðs, hefir
truflað sál hans; máske hefir ein eða önnur
spásögn vitringa hans leitt hann út í þetta æfin-
týri. Stúlka, veizt þú hvað hann hefir gert þér
til handa. Þær drottningar eru til í Evrópu
sem þættust vel sæmdar af tign þessari og eign-
um þeim er þér eru ætlaðar í hinu auðuga
landi umhverfis Damaskus. Eg þekki bæ þann
og höllina, sem hann netnir.
Það er voldug borg á Litanis og Orontes
bökkum og næst æðstu hershöfðingjunum, því
það vald fengi hann engum kristnum manni í
hendur, gengir þú að metorðum, og yrðir hin
fyrsta er með innsigli Saladíns hlytir þenna titil.
Segðu nú sjálf til; viltu fara þangað og verða
drottning?"
Rósamunda horíði á gimsteinana og bók-
fellið, þetta örlagaþrungna skjal er hóf hana til
konunglegrar tignar; augu hennar leiftruðu og
brjóst hennar bifaðist ótt, eins og í St. Péturs
kirkjunni forðum. Þrisvar leit hún á alla þessa
dýrgripi, en þeir horfðu á hana á meðan. Síð-
an snéri hún sér frá þessari miklu freistni og
sagði aðeins eitt orð:
„Nei“.
„Vel svarað“, sagði faðir hennar er þekti
lund hennar og löngun, „því hefðir þú svarað
„Já“ hefðir þú orðið að fara alein. Godvin,
fáðu mér nú penna og bókfell“. Honum var
nú fært hvortveggja og hann skrifaði:
„Til Saladíns soldáns frá Andrevv d’Arcey
og dóttur hans Rósamundu.
Við höfum meðtekið bréf þitt og svörum því,
að þar sem við nú erum, viljum við og vera
framvegis, í þeirri stöðu er Guð hefir sett okkur
í. Eigi að síður þökkum við þér, þar sem við
í engu efumst um drenglyndi þitt og óskum
þér allrar hamingju í hvívetna, að undanskild-
um hernaði þinum gegn kristnum mönnum.
Hvað ógnunum þínum viðvíkur, munum við
gera það sem í okkar valdi stendur til þess að
gera þær að engu. Þar sem við þekkjum siði
Austurlandabúa, sendum við ekki gjafir þínar
aftur, því með því móðguðum við einn af heims-
ins mestu mönnum, en spyrjir þú eftir þeimr
eru þær þínar en ekki vorar. Um drauma þína
segjum við aðeins það, að þeir séu marklausar
nætursýnir, sem hygginn maður ætti að gleyma.
Þjónn þinn og frænka þín.“
Hann skrifaði síðan undir og Rósamunda á
eftir, og þegar búið var að vefja bréfið saman,
var það vafið siiki og innsiglað. „Geymið þessa
gripi“ sagði Sir Andrew. „Því yrði það lýð-
um ljóst að við hefðum slík auðæfi á þessum
stað, mundu allir þjófar og ræningjar Englands
heimsækja okkur og mundu margir þeirra bera
stór nöfn býst ég við“.
Síðan lögðu þau hin gullsaumuðu föt og
gimsteinum settu dýrgripi ofau í skrinið aítur,
og læstu það svo ofan í stórri. járnbentri kistu
er stóð i svefnherbergi Sir Andrews.
Þegar þvi var lokið sagði Sir Andrew:
„Heyrðu nú. Rósamunda, og þið bróðursyn-
ir mínir. Eg hefi aldrei sagt ykkur til fulls frá
því hvernig Zobeide Ayoubsdóttir, systir Sala-
díns, er seinna var skírð Mary, varð konan
mín. Þið getið haft gott af vita það til þess
að sjá hvernig hið illa hegnir sér sjálft. Eftir
það að Nureddin hinn mikli vann Damaskus,
varð Ayoub þar landstjóri. Þar á eftir kom,
fyrir tuttugu og j>rem—fjórum árum fall Ha-
rencs, þar sem bróðir minn féll og ég var særð-
ur og handtekinn. Eg var fluttur til Dam-
askus, til hallar Ayoubs og var mér þar mjög
vel hjúkrað. Meðan ég lá þar veikur, kyntist
ég hinum unga Saladín, og urðum við brátt
vinir; sömuleiðis kyntist ég Zobeide systur hans,
sem ég hitti leynilega í hallargarðinum og varð
brátt ástfanginn i, þó hún væri helmingi yngri
en ég. Hvernig fór, getið þið getið ykkur til,
því hún elskaði mig eins og ég elskaði hana,
og mín vegna bauðst hún til að skifta um trú og
flýja með mér tii Englands, ef við fengjum tæki-
færi til, sem var mjög miklum erfiðleikum bundið^
. . . ' Frh.