Heimilisblaðið - 01.12.1915, Page 7
HÉIMILISBLAÐIÐ
91
Veturinn 1784—5 gekk hallæri oiikið yfir
megin hluta íslands. Fólk dó hrönnum saman
af matvælaskorti, og öðrum afleiðingum hinna
hræðilegu jarðelda er komu upp í Varmárdal upp
undan Síðu í Skaftafellss. um hvítasunnu 1783.
Fénaður var viða gereyddur af heyskorti
og sjúkdómum, því sumstaðar féll hann þó hey
væru nóg, því jörðin var öll svo óholl orðin
að fénaður sýktist og dó þó í fullum holdum væri.
Var því bágt til bjargar hjá þeim fátækari
enda höfðu þeir, sem gátu, yfirgefið héruð þau
er verstum búsitjum sættu, þegar þeir sáu hvað
í vændum var. En margir hinna fátækustu
komust ekki í burtu, en urðu að láta fyrirberast.
Hrundu þeir því niður þegar harðna tók, þvi
þó ílestir ríkustu mennirnir sætu heima á jörð-
um sínum, var lítillar hjálpar af þeim að vænta.
Það reyndist þar sem oftar, að hjálpfýsi er
minst þar sem efnin eru mest, þá voru og eru
ætíð heiðarlegar undantekningar, hvað það
snertir. Það voru líka svo margir sem hjálpar
þörfnuðust að erfitt var að fullnægja þörfunum
Menn þorðu heldur ekki að láta rnikið af mörk-
um, þvi þeir óttuðust skort hjá sjálfum sér.
Meðal þeirra sem áttu við bág kjör að búa,
var bóndi einn, Árni að nafni. Fénaður hans
hafði að mestu fallið um vorið, svo litið Yar tíl
að kaupa fyrir forða til vetrarins. Varð hann
og fjölskylda hans að leggja sér margt það til
munns, sem ekki þætti nothæft nú á dögum,
svo sem jurtarætur, skófir af steinum og loks
gömul skinn og skóbætur. Veturinn lagðist
að sveitunum með frosti og fönn, sýktust þá
margir, sem lítilfjörlegt viðurværi höfðu haft
um sumarið, þar á meðal börn Árna, þau veikt-
ust og dóu eitt eftir annað. Loks lagðist hann
sjálfur í rúmið. Fann hann það brált, að hann
myndi ekki komast á fætur aftur, þó kona hans,
sem enn þá var á tótum ásamt einum dreng
er þau áttu, hjúkraði honum af fremsta megni,
því holla og nærandi fæðu, sem hann þarfnaðist
framar öllu öðru, var ekki unt að veita honum.
Hann dó við jólaföstubyrjun, varð þá hrepps-
nefndin að skerast í leikinn, en það var um
seinan, því sama daginn sem hann var kistu-
lagður, lagðist kona hans, sem orðin var ör-
magna af skorti, þreytu og vökum, var þá að
eins einn drengur eftir, tólf ára að aldri, sem
ekki hafði fengið veikina.
Húsfreyja lá aðeins skamma stund, því þrek
hennar og mótstöðuaíl var gersamlega þrotið.
Hún andaðist á þriðja degi. Var hún þvi lögð
i gröf með manni sínum.
Drengurinn, sem hét Jón, var nú aleinn eftir.
Faðir, móðir og systkini — alt var dáið á stuttum
tíma.
Sveitastjórnin sá honum ekki fyrir neinum
sama stað, hún kvað sig ekki hafa vald til
að skylda neinn til að taka drenginn. Hann varð
þvi að ganga manna á milli og betla Varð
honum misjafnlega til beina þar sem hann
kom, því viða var vistaskortur, en hinir ríkari
margir ófúsir að hýsa slíka gesli. Var honum
þó viðast veitt húsaskjól, eu matskamtar þeir er
honnm voru ætlaðir voru oft smáir. Þó hélt
hann að mestu fullu fjöri, því hann var hraust-
bygður að upplagi.
Þannig leið veturinn fram að jólum. Hafði
Iiann þá farið víða um sveitina, en sjaldan
dvalið nema eina eða tvær nætur á hverjum
bæ. Á aðfangadagskvöld jóla barði hann að
dyrum eins auðugasta bóndans þar í sveitinni.
Var hann jafnframt einn aðalmaðurinn í sveit-
arstjórninni. Bóndi kom sjálfur til dyra, en
þegar Jón hafði borið upp erindið, svaraði hann
bistur: „Það væri nú alt of mikið ef maður
fengi að vera i friði fyrir þessum flækingum á
sjálfa jólanóttina. Eg er hræddur um að fólki
mínu væri lítil ánægja að því að hafa þig með
í kvöld, enda hef ég ekkert rúm handa þér
til að liggja í. Þér er því bezt að fara eitthvað
annað, því hjá mér verðurðu ekki í nótt“. Skelti
hann síðan aftur dyrunum. Drengurinn lagði
af stað grátandi. Hann var orðinn örmagna
af þreytu, og hafði svo innilega óskað þess að
þurfa ekki að fara lengra, og treysti því að
ríkasti bóndinn í sveitinni mundi varla láta sig
muna um það að hýsa hann eina nótt, eða