Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1915, Síða 9

Heimilisblaðið - 01.12.1915, Síða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 93 vetur, og fanst ekki fyr en löngu síðar, og var þá alt dautt. Sonur hans uppkominn fórst nokkru síðar voveiflega og sjálfur misti hann heilsuna, og lifði svo mörg ár bilaður á sál og líkama. Fóru þá efni hans óðum þverrandi svo að hann dó loks sem niðursetningur hjá Jóni á Felli. Þorst. Finnbogason. Irisiindómslaus menning. Ýmsir vitna í það nú, að það komi aldrei og hafi aldrei komið áþreifanlega í Ijós, en einmitt á þessum siðustu og verstu tímum, hversu kristnar þjóðir beri litið af hinum heiðnu, jafnvel séu heiðingjarnir eftirbreytnisverðari. Þegar um styrjöldina miklu er talað, þá er sagt: Þetta eru nú kristnu þjóðirnar, o. s. frv., og svo bæta þeir við, að nú sé sýnt, hve lítið kristindómurinn megni að bæta og göfga heim- inn. En, — hún verður ekki kristindóminum að falli styrjöldin, heldur kristindómslausu sið- menningunni sem einmitt sat í öndvegi með- al mentaþjóðanna i Evrópu fyrir styrjöldina. Hún þurfti ekki á guðdómi Krists að halda. Hann var aðeins einn af mikilmennum heimsins, — máské sá mesti og bezti — og kenningar hans voru mannkyninu nauðsynlegar, — siðmenning- in þurfti að grundvallast á þeim, svona að nokkru leyti. — En sá Jesús Kristur, sem Nýja testamentið og postularnir boða mannkyninu, — sá Jesús gal ekki samrýmst „kröfum tím- ans“. Kjarni jólaboðskaparins fór fyrir ofan garð og neðan, en hjómið sat eftir. Hinn auð- nijúki lítilláti, sem fæddist í jötu fjárhirðaranna átti ekki samleið með þeim, sem fullir voru hroka og sjálfbyrgingsskapur. Hinn saklausi og hreini gat ekki samrýmst hrekkvísi og slægð heimsmenningar nútímans. — Nei, — hin guð- dómlega kærleiks- og réttlætiskenning Jesú Krists var vikin úr hjörtum mannanna, en taum- laus hroki, eigingirni og andvaraleysi komið þar í staðinn. Ekki vantaði það, að menningar- löndin svokölluðu, áttu margar og fagrar kirkj- ur, — en áratug eftir áratug höfðu þær staðið því nær tómar. Um annað var að hugsa. — En Guð lætur ekki að sér hæða. þegar hroki og ofmetnaður heimsmenningarinnar hafði náð sínu hámarki, þá komu syndagjöldin, og nú stynur allur heimurinn undan syndahegningunni þungu, sem hlaut að koma. En hinn eilífi kærleiki, sem kom í heiminn, mun sigra. Sú heimsmenning, sem gengið hef- ir undir fölsku nafni, er nú hrunin, og í sárri neyð munu mennirnir aftur snúa sér til höfundar lífsins, sem englarnir sungu um fyrir utan múra Jerúsalemsborgar nóttina helgu: „Friður á jörðu og velþóknun Guðs yíir mönnunum“. fíGir áttræðir öldungar. Á þessu hausti hafa tveir merkismenn þjóð- ar vorrar náð áttræðisaldri. Fyrverandi bankastjóri Tryggvi Gunnars- son varð 80 ára hinn 18. október. Var hon- um í tilefni af því haldið fjölment samsæti hér i Reykjavík og var yfirleitt mikið um dýrðir, en þó ekki um of, því alls góðs er Tryggvi maklegur og geta landar hans aldrei sýnt hon- um of rnikinn vott þakklætis og virðingar. Auk þess, sem hann í verklegum framkvæmdum hefir unnið Iandinu meira gagn en samtíðar- menn hans alment og af meiri ósérplægni, þá hefir hann unnið að því með sama dugnaðin- um og álruganum að glæða og göfga siðferðis- tilfinningu þjóðar sinnar, lyfta henni á hærra menningarstig. Uuga kynslóðin sem heimsækir höfuðstaðinn, ætti að skoða alþingishúsgarðinn. Hann er verk Tryggva. Þar sér hún hvernig hún fær prýtt íslenzku sveitaheimilin. Unga fólkið á að lesa Þjóðvinafélagsbækurnar, t. d. Almanökin og Dýravininn. Þar birtist göfug- leiki Tryggva í meðaumkvun með málleysingjum og ýmsum frumsömdum eða þýddum gullkorn- um eftir merkustu menn heimsins. Og það gleður Tryggva sjálfsagt mest af öllu efhin uppvaxandi kynslóð vildi taka hann til fyrirmyndar i öllu sem gott er og fagurt. Hann getur tileinkað sér orðin: „íslandi alt“.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.