Heimilisblaðið - 01.05.1916, Qupperneq 4
68
HEIMILISBLAÐIÐ.
dögum. Þó hirða bændur oft þurt hey undan
regni á helgum. Þarf það í sjálfu sér ekki að
rýra helgidagshaldið á neinn hátt.
Að mínu áliti á æskulýðurinn hér verstan
málstað að verja; og þó undarlegt sé, hafa ung-
mennafélögin lítið hvatt til að halda vel hina
helgu daga, gott ef þau hafa ekki neinstaðar
stefnt að því gagnstæða.
Þá ber að minnast þess, að með uppbyggi-
legum málfundum hafa félögin máské eflt and-
legan fjársjóð meðlima sinna. En að vinna í
samlögum á helgum dögum ættu félögin alls
ekki að gera, nema um sérstakt mannúðar eða
kærleiksverk væri að ræða.
Að vísu get ég vel skiiið það, að með þvi
að gera það að meginreglu, að vinna ekkert
verklegt á helgum, sé að miklu leiti loku
skotið fyrir verklegar framkvæmdir félaganna.
Þau verði því ekki annað en málfunda og
íþróttafélög. Og það er líka það eina sem þau
geta verið; þar sem þau samanstanda mestpart
af ungmennum, sem að öllu leiti eru öðrum
háð. Og með því geta félögin, ef vel er áhald-
ið, hjálpað ungmennum til að menta andann
og það er þeini ætlað að gera á helgidögum.
Svo er og farið að brydda á því, að ungir
menn vilji nota helgidaga til að afla sér fjár á
ýmsa lund. En sá siður ætti að leggjast niður
hið fyrsta. Að vísu kemur hann ekki óvirðing-
arblæ á friðhelgi hvíldardagsins á meðan tilfell-
in eru fá. En ef þeim fjölgaði að mun og hjú-
in færu alment^að reka atvinnu á helgum dög-
um, þó ekki væri nema vissa tíma ársins, myndi
helgi hvíldardagsins flekkast til muna.
Það er gamall og góður siður að láta lík-
amann hvílast á helgidögunum, að svo miklu
leiti sem unt er. En nota þá til að auka víð-
sýni andans, með því að lesa góðar bækur, að
skoða náttúruna og æfa andlega krafta sína í
því, sem er nytsamt, gott og fagurt. — Höldum
þeim sið!
Bergsteinn Kristjánsson.
porboðinn.
Berðu á ljósörmum hreinskilni í sérhverja sál,
rektu sundrung á brott, þýddu hjartnanna mál,
legðu eyðimörk blómucn við ylgeisla bál,
vefðu ábreiðu úr kyrð, hafsins viðfeðma ál.
Komdu og friðlýstu’ og treystu vort fóstbræðralag,
svo að framtíðin vonbjarta snúist í hag.
Láttu titra hvern streng við þinn blíðheima brag,
sem að braut kveður nóttina og vor lengir dag,
Jón S. Bergmann.
gínbannlög í j|Janitobatfglki.
Yínsölubannlög eru nú samþykt með meirf
hluta atkvæða í Manitobafylki i Vesturheimi.
Meiri hluti allra landa þar vestra voru fylgjandi1
vínhanninu, enda hafa þeir þar marga ötula
bindindismenn og bannvini. Sigurður Júl. Jó-
hannesson, ritstjóri Lögbergs, er stórtemplar
þeirra þar. Fara þeir nærri um það hér heima,
sem þekka dugnað Sigurðar og áhuga í bind-
indismálinu, að um liðsinni hans muni hafa
drjúgum munað, i þessari baráttu þeirra þar
vestra, sem nú er nýafstaðin með svo glæsileg-
um sigri.
Það er öllum hugsandi mönnum gleðiefni,
hvaðan sem fréttir koma um það, að afengis-
nautninni er útrýmt, því hún veldur svo ómet-
anlega miklu tjóni, kemur svo miklu illu af
stað, og ýfir sár og veitir sár.
Margir mætir menn og vel metnir eru mót-
fallnir bindindi og banni á áfengum drykkjum,
Slíkt kemur af því, að þeir halda of fast við
kenningu Kains; „á ég að gæta bróður míns?“'
— Hvað kemur það mér við, þó meðbræður
mínir hnigi í valinn í kringum mig af afleið-
ingurn ofdrykkjunnar, hvað kemur það mér við
þó mæður gráti unga efnilega — syni, syni, sem
orðið hafa úti á áfengisharðsporanum. Hvað
kemur mér við tár og tregi annara, lífsófarsæld