Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 6
HEIMILISBLAÐIÐ 70 Thomas Edison. x Heimskunni uppfyndinga- maðurinn ameríski Thomas Edison er nú nær sjötugur (f. 1847), þó starfar hann sem ungur væri á vinnu- stofu sinni. Hér flytur Heimilisblaðið mynd af Edi- son, iyrir utan dyrnar á efna rann sókn ar-vinnustofu sinni. Við hlið hans stend- ur aðstoðarmaður hans, sem lengst hefir hjá honum unnið og heitir sá John Ott. Edi- son var, sem kunnugt er, bláfátækur drengur, sem fyrst vann fyrir sér tneð því að selja dagblöð, en hann varði þeim aurum, sem hann innvann sér vel. Hann er nú fyrir löngu við- urkendur einn hinn heims- ins fremsti uppfyndinga- maður, — og uppfyndingar hans orðnar fyrir löngu heimskunnar, — svo sem margar og mikilsverðar end-- urbætur á ritsímakerfinu. Hann hefir fundið upp tal- simann, hljóðritann, smásjána og fjöldamargar uppfyndingar til endurbóta hinum margvíslegu raf- magnsvélum, seni nú eru notaðar til iðnaðar, vísinda og hernaðar. Margir ætla, að Edison hafi fundið upp hræðilegar hernaðarmorðvélar, og höfðu Amer-- íkublöðin jafnvel eitthvað í þá átt eftir honum sjálfum. En jafnframt, að hann ntundi ekki opin^ hera þær uppfyndingar nema ráðist yrði á Bandaríkin, þvi hann vildi síst af öllu smíða morðvélar handa heiminum. Mikið hefir verið um Edison skrifað, í bækur og blöð. Og allir rithöfundar, sem um hann skrifa, muna eftir frásögunni um fátæka drenginn, sem byrjaði iifsstarf sitt á því að selja blöðr umkomulaus og óþektur. Hefði Edison á þeim árum haft það að sið, að kaupa sælgæti fyrir aurana, sem hann vann sér inn, reykja vindlinga, sækja kvikmyndaleikhús (bio) og þvíuml., þá hefði hann ekki komist áfram, þá hefðu fýsnirnar og vondur félagsskapur fljótt fengið vald yfir honum og andans sáðkornið, sem Guð lagði í sálu hans, hefði þá smávisnað og kulnað. En hann tók strax þá stefnu, að ávaxta vel það pund, sem honum hafði verið lánað. Það var stórt og þess meiri vandi að ávaxta það vel. — — — En, hversu margir eru ekki gæddir góð^ um hæfileikum frá Guðs hendi? En fara illa með þá, vannola og ávaxta illa það pund, sen> Droltinn fól þeim að ávaxta, mönnunum til blessunar, en sjálfum honum til dýrðar.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.