Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ. 91 þeim, er við verði áttu að taka niðri í garð- inum, en þeir komu ekki. „Það litur út fyrir að frásögn Masondu sé sönn,“ mælti Godvin, og gekk að dyrun- um, læsti þeim og stakk lyklinum undir dýnu. I?eir tóku sér siðan stöðu við dyrnar í skuggunum af dyratjöldunum, en birtuna frá silfurlampanum lagði fram á gólfið fram und- an þeim. Larna stóðu þeir um stund þegjandi. Loks heyrðu þeir fótatak, og átta „mamelúkar", klæddir gulum búningi utan yfir herklæðin, gengu inn og heilsuðu að hermanna sið. „Stansið!“ sagði Godvin og mennirnir stað- næmdust eina mínútu, en læddust svo áfram. „Stansið!“ hrópuðu báðir bræðurnir aftur, en mennirnir héldu áfram. „Stansið, Sínans synir!“ hrópuðu þeir i þriðja sinn og brugðu sverðum. Fedejarnir réðust nú á þá hvæsandi og organdi af reiði og vonbrigðum. „A d'Arey! A d’Arcy! til lijálpar soldán- inum“, æptu bræðurnir og bardaginn byrjaði. Sex réðust á þá, en tveir komust framhjá þeim að dyrunum og reyndu að opna þær, en þegar þeir sáu að þess var ekki kostur, snérust þeir einnig móti bræðrunum og réð- ust að baki þeirra. I fyrsta áhlaupinu féllu tveir Fedejar fyrir sverðum bræðranna og hikuðu hinir þá við að ganga á móti þeim í öávigi, heldur leituðust sumir þeirra við að ráðast að baki þeirra. Einn þeirra gat kom- ið lagi á öxl Godvins, en hnífurinn hrökk af herklæðum hans. „Hopum aftur á bak!“, hrópaði hann til "Wulfs, „annars ráða þeir niðurlögum okkar“. Þeir hopuðu að dyrunum, svo ekki var hægt að ganga að baki þeirra. Þarna stóðu þeir og hrópuðu á hjálp, en sveifluðu sverð- unum kring um sig, og þorðu Fedejarnir ekki að ganga nærri þeim. í>eir heyrðu hávaða Ati fyrir, og þung högg á útidyrnar, ej morð- iogjarnir höfðu lokað á eftir sér, en fyrir inn- an hurðina, er þeir stóðu upp við, heyrðu þeir rödd soldáns er vildi fá að vita hvað um væri að vera. Fedejarnir heyrðu þetta líka og lásu út úr því dauðadóm sinn. í reiði og örvænting. sinni gleymdu þeir allri varúð og réðust á bræðurna, því þeir vonuðu, að ef þeir gætu drepið þá, myndu þeir geta brotið upp dyrnar og drepið Salah-ed-dín áður en þeir félli. En bræðurnir stóðust áhlaup þeirra og særðu enn tvo af þeim, en voru nær að þrotum komnir, er hurðin var brotin UPP °g Hassan þusti inn með útverð- ina. Eftir fáein augnablik studdust bræðurnir fram á sverð sín, aðframkomnir af ma-ði, en lítið særðir, en Fedejarnir sumir dauðir eða særðir, en aðrir handteknir, lágu á marmara- gólfinu við fætur þeirra. Svefnherbergisdyrnar opnuðust og soldán kom fram á náttklæðum. „Hvað er skeð?“ spurði hann og horfði á þá rannsakandi. „Aðeins þetta, herra“, svaraði Godvin, „þessir menn komu til þess að drepa yður,. og við vörðum þeim þangað til hjálp kom“ „Drepa mig! Minn eiginn lífvörður að drepa mig?“ „I>að er ekki lífvörður yðar. I>að eru Fe- dejar, klæddir sem yðar eiginn lífvörður og sendir af Al-je-bal, eins og hann lofaði“. Saladín náfölnaði, þvi þó hann óttaðist fátt, hafði hann alla æfi óttast launmorðingj- ana, er þrisvar höfðu reynt að myrða hann. „Færið þessa menn úr herklæðunum“, hélt Godvin áfram, „og þér munuð sjá að eg hefi satt að mæla, eða spyrjið þá sem enn eru á lífi“. Þeir hlvddu, og var einn þeirra brenní- merktur á brjóstið, með merki þeirra, rauða rýtingnum. Saladín sá það og benti bræðr- unum að koma. „Hvernig vissuð þér þetta?“ spurði hann. „Masonda, herbergismey Rósamundu prins- essu, aðvaraði okkur, herra, og því vorum við í vegi þeirra. „Hversvegna sögðuð þér mér það ekki?“ „Yegna þess“, svaraði Wulf, „að við vor- um ekki vissir um að það væri satt, og við vildum ekki flytja yður ósannar fregnir og gabba yður. Þar að auki héldum við, að við

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.