Heimilisblaðið - 01.02.1918, Síða 3
HEIMILISBLAÐIÐ
19
meSal til laiidsiiis okkar. Má þar til telja ólta
og kviða og erfitt stríS út af likams nauðsynja-
bresti og dýrleika og svo meetti og ætti líka að
mega gera ráð i'yrir jiví, að vér kristnir menn
væruni ekki tilfinningarlausír fyrir hörmunga-
býsnúnum, sern bræður vorir og systur pinast
nú af og undir i öðrum löndum, heldur væri
einnig hér sorg og samhrygð í landi.
En svo einkenniiega og undarlega hefir nú
og við borið, að sarnhliSa hinu skelfilega heims-
stríði. hefir hér á voru landi víðast hvar, herj-
að annarskonar stríð, að vísu ekki ójiekt eða
nrjög óvanalegt hér, en jió nreð meira og meiu-
legra móti, strið senr sjálf náttúran hefir sagt
þjóð vorri á hendur. Það stríð hefir verið fólg-
ið í óhagstæðum náttúrugangi og eyðileggjandi
veðraföllum. í því stríði hafa ílestir hér á
landi átt í erfiðri baráltu fyrir lífsbjörg sín og
sinna. Og þó að hór hafi engirin maður fallið
af þessum sökum og hér hafi mátt gullöld heita
hjá því sem verið hefir og nú er í hernaðar-
löndunum, þá hefir samt margt annað fallið,
fækkað og rírnað sem til lít'sgæða heyrir og
vellíðan má valda, svo að nú rennur þessi ný-
ársdagur upp yfir allan þorra búandi manna,
einkum hina efnaminni, sem eru veikari fyrir
i eftirkomandi baráttu fyrir líkamslífi sín og
sinna. Og ofan á þetta bætist svo skorturinn
og dýrtíðin, sem heimsvígaferlin valda. Þannig
er nú yfir að líta til baka, og þannig er nú
umhorfs nær og fjær á þessum nýársdegi. En
hvað og hvernig mun þá vera framundan, fram-
sýnin til nýársskeiðsins, sem liggur nú næst
fyrir flestum mönnum, þjóðum og einslakling-
um, nær og fjær? Eftir því undanfarna og yfir-
standandi ástandi og útliti að dæma, þá er út-
litið framundan í meira lagi skuggalegt og ný-
ársskeiðið næsla þyrnum og þistlum vaxið, svo
langt sem augað eygir. En sem betur fer, er
flest á allri framtiðarleið meiri eða minni þoku
vafið, óvissu hjúpi hulið, og óráðin gáta. Þar
getur þvi margt og mikið reynst ýmist betur en
sýnist eða lakara en á horfist. En hvað þetta
upprennandi ár snertir, þá er ekkert líklegra
eða sýnna en það, að alt undanfarna og yfir-
standandi stríðið eigi enn eftir að harðna, og alt
ástandið og útlitið, sem þar með fylgir, eigi
einnig eftir að verða ennþá bágara bæði nær
oss og fjær, en ennþá er orðið. Það má því
segja nú, að hvert sem maður lítur: aftur eða
fram, til hægri eða vinstri, þá sé alsherjar-
ástandið alveg óvenjulega aurnt, og horfurnar
óheillavænlegar. Og óhætt rná fullyrða, aö eng-
inn núlifandi maður hefir lifað annan eins ný-
ársdag og þennan. En nú rísa upp margar
spurningar, og þar á meðal þessar:
Hvaðan kemur alt þelta óáran, og hvert
stefnir það?
llver er orsökin, og hver verður afleiðingin?
Hver er alsherjar tilgangurinn, og hvert og
hvar er endimarkið?
Eða mun þetta alt vera blindur heudinga-
leikur, tilgangslaus, lögmálslaus og takmarka-
laus?
Nei; viss og ákveðin orsök er li! alls, sem
er og verður; og vissu föstu lögmáli fylgir alt,
að settu sérstöku marki.
Og nú skal eg segja sannfæringu mína með
hjálp og tilsögn guðspjallsins, sem nú var hér
upplesið, sem nýárslexía fyrir oss.
Kjarninn í þessu guðspjalli er kenning Jesú
Krists um bænina? bænarnauðsynina, bænar-
aðferðina og bænarefnið, og svo bænafyrirmynd-
in bezta, sem hann gefur jafnframt:
Faðir vorið.
Af því nú er snertir aðalorsök hernaðaróskap-
anna, sem þessi nýárssól verður nú á að horfa,
þá er viss um, að hún er sú: að margir, og.
kanske flestir af þjóðhöfðingjum, eða leiðandi
og ráðandi mönnum landanna, hafa iila kunn-
að, eða illa misskilið, eða hrapalLega vanvirt og
vanbrúkað Faðir vorið sitt: Þótt þeir hafi ákall
að og beðið „föðurinn allra, sem er á himnum“,
og nefnt föður sinn í hverju orði, þá hafa þeir
ekki skilið, hvað það er að vera, og ekki hugs-
að eða hirt um, að vera sjálfir góð og sann-
kölluð Guðs börn. Þeir hafa misskilið, gleymt
eða slept að hugsa og hirða um það, sem helg-
ar nafnið Guðs, en metið meira fánýta og ranga
eigin nafnfræging í þessum heimi. Þeir hafa
hugsað og hirt meira um sitt eigið ríki og vald.