Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1918, Side 5

Heimilisblaðið - 01.02.1918, Side 5
HfeÍMILISBLAÐÍÐ brenni ekki. Allsherjartilgangur allsherjar böls* ins marga og þunga, sem nú gengur yfir heim þenna, og eins einstaklingabölið sára, hefir því þann gæzkuríka tilgang himnaföðursins að baki sér, í sér og með sér, að láta gervallan mann- heim og hvern einstakan fyr eða siðar ekki leiðast í freistni, heldur freisast frá illu — og færa þá nær og nær, og hærra og hærra til andlegrar og eilífrar betrunar og sælu — sem er endimark allrar sköpunarinnar samkvæmt kenning og auglýsing frelsarans Jesú Krists, og samkvæmt trú og von vor allra um algæzku „föður vors, sem er á himnum“. — En „sann- lega sorgin er ströng“, — sannlega — synda- gjöldin eru 'skelfileg og þung, — og þúsundir, já, miljónir saklausra eða lítið sekra Guðs barna líða og þjást nú sakir hinna seku og með þeim, eins og vant er að vera, og eigi verður um flúið, þegar dómur Drottins gengur yfir sakfall- inn heiminn. — En hinir seku eiga þó bágast. — Og nú stynur öll skepnan, mannskepnan nær því öll, bæði sek og saklaus, og vér sjálfir stynjum með oss, undir ánauð forgengilegleik- ans, — þráandi endurlausn líkams og sálar — með þessu nýja komandi ári. Og allir þurfum vér nú hvíldar eftir gömlu ársgönguna ströngu, og nýja krafta til nýársgöngunnar, sem vér bú- umst við, að verði nokkuð brött og grýtt. — Hvert skal þá horfa, hvert að fara og hvar að leita, og hvernig að fara að því, að fá bæði hvild og nýjan þrótt? Það segir frelsarinn bezt til um i guðspjalli þessa nýársdags. Þar vísar hann oss til himnaföðursins eilífa, algóða og almátt- uga, sem veit, hvers vér við þurfum, áður en vér biðjum hann; og þar kennir hann oss, að vér eigum og þurfum að biðja hann, og hvern- ig vér eigum að biðja. — Að horfa og leita til föðursins, sem er á himnum, og biðja hann þannig, er og verður því eina ráðið nú eins og oftar, og þetta munu nú öll þau börn Guðs gera, sem sjá og skilja, hvilík nú er frelsunar-, hjálpar- og huggunarþörfin í heiminum og nokk- uð finna til sárra meina sjálfra sin og annara, nær og fjær. En til þess nú að bænirnar verði sem fyrst og bezt heyrðar og veittar, þá þarf hver einn að gera alt sitt til, að svo megi verða. Fyrst af öllu skyldum vér því biðja: „Helg- li ist þilt nafn“, og sjálfir gera vort til, að himn- eska föðurnafnið helgist meðal vor. Þar næst: „Tilkomi þitt ríki“ og „Verði þinn vilji svo á jörðu, sem á himnum“, og um leið gera sjálf- ir alt, sem vér höfum vit á og orku til, að „Guðs ríkið drotni og dauðans vald þrotni“, og að vilji hans verði hér á jörðu eins og vér vit- um og trúum að hann er gerður af góðum önd- um og englum, og góðum Guðs barna sálum á himnum uppi. — Þá megum vér líka alveg öruggir biðja hann, að gefa oss í dag og sér- hvern dag vort daglegt brauð, og einnig að „fyrirgefa oss vorar skuldir, sem þá verða líka færri og minni, — því að ef vér „fyrst og fremst leitum Guðs ríkis og hans réttlætis“, þá höfum vér orð og dæmi Drottins vors Je3Ú Krists fyrir því, að alt annað sem vér viðþurf- um, mun veitast oss að auki. — Og þá meg- um vér bæði biðja og treysta því, að „faðir vor, sem er á himni“, muni eigi leiða oss í freistni, — ekki láta oss freistast eða reynast um megn fram, ekki láta oss falla og yfirbug- ast í yfirstandandi af komandi stríði voru, held- ur frelsa oss frá illu, — og vér munum fá að finna og reyna og sanna, að hans „er ríkið, mátturinn og dýrðin“ nú og að eilífu. — Vér megum vita, að þessi nýársdagur er almennur, brennheitur bænadagur um allan kristinn heim; fólkið streymir og safnast saman iil Guðs-hús- anna, og allar kirkjur, sérílagi í hörmungalönd- unum, eru nú meir en fullar af sárt- og heitt- biðjandi mönnum, — og allir biðja þeir nú með blæðandi hjarta og tárbrendum hvörm- um „Faðir vor þú, sem ert á himnum“. — Ó, að nú þessir menn gætu beðið með sönn- um skilningi og lifandi tilfinningu fyrir efninu og andanum í þessari blessuðu bæn — fyrir þetta nýár; og ó, að líka vér hérna gætum átt vorn góða þátt i hinni almennu sambæn þessa nýársdags. Biðjum því, að boði og ráði frelsarans. Biðjum fyrir sjálfum oss og hver öðrum; og biðjum fyrir og með biðjandi bræðrum og systr- um vorum nær og fjær, í þessu landi og öðr- um löndunr, biðjum með og fyrir ekkjunuin forsvarslausu, fyrir börnunum föðurlausu, fyrir foreldrunum sonalausu, fyrir þeim húsviltui

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.