Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1918, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.02.1918, Síða 6
 HÉIMILISBLAÐlfí hungruðu og nöktu, já, fyrir öllum þeim þús- undum og miljónum, sem nú eiga bágt, — þúsund sinnum bágara en nokkur hér, og heitum á al- máttuga miskun Guðs, að stytta nú þenna þunga þrautatíma, og láta nú þetta nýár gera skjótan og góðan enda hörmungastríðsins meS sigri sannleikans og réttlætisins, og kærleikans, sem græði sárin og afþerri tárin, sem nú svíðn og brenna. — Já, biðjum án afláts fyrir sjálfum oss og öðrum, og fyrir lífs og liðnnm, að þelta nýár megi verða frelsunarár frá sem flestu illu og aumiegu frá fyrri tíma, og hjálpræðisár til fullkomnunar og farsældar á komandi tíma hér hjá oss, og alstaðar annarsstaðar. Og gleymum aú ekki að þakka, vér, sem höfum svo margt og mikið að þakka, fram yfir svo ótal marga aðra, bæði nær og fjær, enda þótt margt hafi amað að, og margs og mikils sé að biðja, — þakka fyrir líf og heilsu, nægi- legt daglegt brauð til þessa, hlífð og varðveizlu frá voða öllum, vondum dauða og slysaföllum. — Kveðjum svo gamla árið, og heilsum nýja árinu, með því trausti, að allar góðar bænir vorar og annara verði á þessu ári heyrðar og veittar í Jesú nafni. — Kvöidbæn. ÍPar vel, þú dagur, nú skal nótt mér náðir lúnum veita. Svefn á augu sigur skjótt, sorg er gleymd og þreytu! Tak mig, Guð, i gœslu þina. Geisla send i drauma minal í trú og von þér, fuðir. fel eg framtið mina alla. Því þig eg md, eg veit það Vet, minn vininn beeta kalla! Þú elskar mig, og likn þin lcetur Ijós mér skina — daga' og ncetur! — Gr. Úf, Barnið hermannsins. í sumar sem leiS sá eg oft ungan mann og lítinn dreng í Lúxemborgar-garðinum, þegar tók að rökkva. Þeir héldu alt af saman. Ungi maðurinn var svo nauðalíkur Hinriki konungi fjórða. Hann hafði bogið nef og upp- strokið, strítt skegg, eins og hann, og góðlegan og gletnislegan svip eins og hann. Hann var haltur litið eitt, en annars var hann vel vaxinn, grannur og liðlegur og alt bar vott um að hann væri frábærlega þolinn. Drengurinn litli var alt öðruvísi í hátt. Ilann var mjúkur, hvítur og rjóður á hörund, blá- eygur og hárið ljóst og silkimjúkt. Hann var ekki fullra fjögra ára. Það mátti sjá af öllum viðvikum hins unga manns, að hann hafði hina mestu ást á drengn- um og drengurinn unni honum í móti með inni- legustu blíðu og vildi aldrei við hann skilja. Við sátum allir á sama bekknum í garðinum eitt kvöldið og horfðum á sólina, þegar hún var að ganga til viðar í allri sinni dýrð og brá gull- rauðum bjarma yfir sjóndeildarhringinn. Þá fór- um við að tala saman. Hann sagöi mér, að hann hefði verið í stríðinu, kúla hefði komið í fótinn á sér, svo að hann hefði ekki verið fær til herþjónustu. „Og í hjálparliðinu var engin þörf á mér, þar voru nógir fyrir!“ sagði hann. „Mér mundi hafa fundist mér ofaukið. Eg vildi því heldur fást við að smíða og bæta skó handa hermönnunum, — góða, trausta skó, vatnshelda skó, sem þeir yrðu ekki sárfættir af að ganga á á þjóðvegunum. Mér fanst eg gera meira gagn með því, og svo hefi eg þá ofan í hann, dreng-hnokkann þarna, og sjálfan inig, með því.“ „Er það sonur yðar?“ „Nei, því miður! Eg vildí, að svo væri, en það er hann reyndar ekki. Nei, eg rakst á hann í sorphaug í þorpi einu og þar var svo mikill ódaun, að eg skil ekki, að hann skyldi ekki hafa kafnað. Já, hvað átti eg að gera? Eg tólc hann og hafði hann hjá mér. Hvort mér þykir eklci vænt um drenginn!“ .

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.