Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1918, Side 12

Heimilisblaðið - 01.02.1918, Side 12
28 HEIMILISBLAÐIÐ hún gœti veriS viS hendina, til þess aS hleypa manni sínum inn, þegar hann kæmi. ÞaS fór hrollur um hana, þegar hún hugsaSi til þess, hvernig hann mundi þá verSa á sig kominn. BrúSkaup dóttur hennar átti aS standa dag- inn eftir. Nú, þegar Anna fór aS hugsa um þaS ait, sern hún hafSi orSiS aS þola, þá breytt- ist sú ást hennar í beiskju og reiSi, sem alt til þessa hafSi streymt svo ríkulega frá hjarta hennar til þess manns, sem hún beiS nú eftir aS kæmi heim aftur, og haíSi vonast eftir aS hún gæti lifaS meS þaS sem eftir var æfinnar, ílekklausu og dygSugu lifi. Anna sat nú svona uppi; en hvaS nóttin varS henni löng og þreytandi; hún hlustaSi á ganginn í klukkunni, heyrSi hana slá hvern tímann af öSrum, þungutn og seinum slögum, þangaS til dagur rann, og hún gáSi út, tii aS vita, hvort Kobbi svæfi enn fyrir utan dyrnar. Já, þar lá hann enn og svaf eins og selur á jaka. Sá yrSi fallega til reika eSa hitt þó held- ur, tii aS ganga í kirkju með syni sínum að morgni. Samt yrði þá runnið af honum að iíkindum, þegar hann vaknaði. í þessum hug- ieiðingum gekk Anna hrygg og lijartasjúk inn í svefnherbergi sitt fleygði sér upp í rúmið við hliðina á dóttur sinni. En hún gat ekki sofnað; henni var svo órótt innanbrjósts, og svo var eyra hennar alt af á verði til aS taka eftir vesalings glataða mann- inum hennar. Spörvarnir fóru nú smám sam- an aS kvaka á húsgaflinum og móvagnar aS renna eftir götunni áleiðis til kaupstaðarins, daglaunamennirnir að þramma á þungum skóm til akurvinnu sinnar; en enginn Georg kom, eng- inn Georg! og loks féll hún í svefn. Þegar hún var búinn að sofa svo sem tvo tima, þá vaknaði hún við það, að Ester kallaði; „Mamma!“ hann pabbi er við hurðina. Þú ættir helzt að ljúka upp fyrir honum sjálf“. „Það vil eg“, sagði Anna og spratt fram úr rúminu í snatri og fleygði einhverju af föt- um yfir sig: — „það vil eg“, sagði hún með beisku bragði og beit á vörina. „Vertu ekki of byrst við hann, mamma“, sagði Ester í bænarrómi, „þetta er nú í sein* asta sinni, Kobbi fer á morgun“. MeSan mamma hennar var að ganga niður stigann, þá fór Ester á fætur; hjarta hennar var fult af ást og hamingjudraumum — hvernig átti hún að geta verið sorgbitin, þar sem hún átti að verða konan hans Hinriks á þessum sama degi? Hún var búin að leggja brúðarskartið alt í kringum sig, ekki var annað effcir en að fara í það, og hún ætlaði að fara að skoða það með hinni saklauslegu glysgirni yngismeyjarinnar, en þá heyrir hún óp í sömu svifunum, og verður óttalega hverft við, svo heyrir hún annað og enn annaö, — það var rödd móður hennar! Ester stóð nú þarna náföl og titrandi af ótla og þrýsti höndunum fast að brjósti sér, til að draga úr hjartslættinum. Hvað gat liafa kom- ið fyrir? Nú heyrði hún mái fleiri manna niðri, karlmanna: hún fór að reyna að klæða sig, til þess að geta komist ofan til að spyrjast fyrir um það, hvað um væri að vera. Alt i einu heyrir hún, að kallað er: „Hvar er Ester, hvar er hún systir mín?“ Þá heyrði hún að gengið var hratt upp stigann og í sömu svifunum snar- aðist Georg bróðir hennar inn i stofuna bleik- ur eins og dauðinn og alveg eins og óður mað- ur í bragði. Nú heyrðist fótatak margra manna niðri, og Ester hljóp til dyra, en Georg þreif hana í arma sér. „Bíddu við!“ sagði hann með ákefð, „eg skal þér alia söguna. Kobbi náði í pabba í gærkveldi og fekk hann til að drekka“. — „Já, við vitum það, en Hinrik! Ó, hvar er hann?“ „Hinrik komst að því og sagði mér það; við gengum svo báðir út til að leita hann uppi; eg leitaði í eina áttina, en hann í aðra. Það eru nú tveir tímar liðnir siðan að mér var sagt, að pabbi væri svo að segja nýgenginn út úr „Plógnum" í Jakobsgötu, og að Hinrik hefði komið þangað svo að segja í sömu svifunum og gengið siðan út til að leita að honum; þetta gerði mig mjög rólegan, svo eg hugsaði, að það væri réttast að eg færi heim til að vita, hvorl hann væri kominn“. Meira gat veslings dreng- urinn ekki sagt fyrir gráti. „Hefir pabba hlekst nokkuð á?“ spurði Ester,

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.