Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1918, Side 2

Heimilisblaðið - 01.06.1918, Side 2
 frEIMILISBLAÐIÐ þrekið til þess háa og göfuga, og að þeir ennfremur kendu ekki börnum sínum að vera ljósvakin. Oss ber nú samt að dæma þá ekki of hart. Þeir voru, og eru, börn síns tíma. Þeir spunnu lífsþráð sinn að miklu leyti úr þeim lopa, sem mæður þeirra og feður höfðu þeim eftirlátið. En oss hættir of oft við að reikna þeim bláþræðina, sem vér sjálfir spinn- um á lífsþráð vorn. Pegar eg hugsa til forfeðra vorra, einkum á »gullöldinni«, verður mér starsýnt á það, hvað mér finst þeir hafa metið mikils ættar- göfgina. þeir hafa snemma komið auga á þann sannleika, að góðar ættir ala hjá sér sem fæstar illar kendir. Því bregður víða fyrir, að það hafi verið nokkurskonar óðals- eign að vera af góðum ættum og eg tel víst, að hjá tnörgum einstaklingnum liafi ættar- kendin verið vermireitur göfginnar i sál hans. I þessu efni finst mér límarnir mjög breyttir, og er það ef til vill eitt af því, sem hin svo- kallaða mentun vor hefir sléttað yfir. Nú orðið tíðkast því miður of mjög þau »breiðu spjótin« að nota kunnáttuvitið sem vígi, er fanturinn ver sig í. Þegar vér vitkumst svo, að vér finnum til sjálfstæðiskendar vorrar, vaknar þráin. Þá ríður mikið á, að unglingurinn veröi aðnjót- andi hollra áhrifa. Hvað er þá á móti því, að vekja hjá honum göfuga kend fyrir ætt sinni, ef hún á það skilið? Ættarvirðing og ættardramb eru tvö ólík hugtök. En þráin er hljómvakinn í sál unglingsins. Hún hvíslar að honum ýmsum æfintýrum um »gull og græna skóga« og undrahallir i ríki gæfudís- arinnar. En þangað er ferðinni heitið, og þar er oss frá forsjónarinnar hendi ætlað að eiga heimkynni, þó margir nái seint höfn og sumir líði skipbrot á leiðinni. Oss virðist stundum sem gæfudísin dilli sumum börnum sínum en setji önnur í skúmaskot, og einmitt oft þau börnin, sem bezt eru útbúin. það er það einkennilega. En þar sannast hið forn- kveðna: »Sitt hvað er gæfa eða gervileiki«. En mér finst nú annars að gæfudísin sé ekki nærri eins ranglát og mörgum finst, og eg trúi því i mjög mörgum atriðum að »hver sé sinnar gæfu smiður«. Eg trúi því hiklaust, að Guð hafi gefið oss það veganesti, sem oss megi til hamingju verða, ef vér glötuni ekki Guðsmyndinni í oss sjálfum. En hvað er nú sönn hamingja? Margir ætla, að hún sé fólgin i því að eiga auðæfi. Því verður heldur ekki neitað, að auðurinn getur verið sterkur þáttur í gæfu vorri, en einhlýtur verður hann aldrei. Þar er eg fyllilega sammála skáldinu okkar, þar sem það segir: »Enginn skilur hjartað, því áðan sá eg hal, einmana reika í gullskrýddum sal. Féllu tár af augum á fépyngjur títt, fölvan svip og grátþrunginn. Hver getur þýtt?« Sumir telja þann hamingjusaman sem ætíð er glaður og ánægður og óneitanlega er þetta mikið skilyrði. En þrált fyrir þetta finst mér þó að maðurinn geli verið óhamingjusamur, t. d, ef líf hans innra og ytra er kyrstaða! Eugin framför yrðí í manneðlinu og heimin- um, ef allir væru ánægðir með það »sem er«< Eins og eg gat um áður, trúi eg því, að gæfan sé að miklu leyti gefin oss í sjálfsvald, en það sem mestu veldur, að leitin fer svo mjög í handaskolum, eru fylgjurnar. Vér höfum huga vorn fullan af allskonar hégóma og fánýti, er vér tignum og tilbiðjum; það eru illar fylgjur. Búast má við að sum ykkar, kæru ung' mennafélagar, eigið eftir að verða foreldrar. Gerum þá ráð fyrir því, að þið hugsið svo langt fram í tímann, að þið vakið yfir þv> að gefa börnum ykkar góðan heimanmund. Munu þá sum ykkar ætla, að bezta gjöfin se að gera þau »loðin um lófana«, eins og konr- ist er að orði. En dæmin eru mýmörg sem sanna það, að Mammon er hvikull vinm-' Mér finst, að bezti heimanmundurinn muni vera að kenna börnunum að kveða niður illar fylgjur, en eftirláta þeim sem mest af góðum fylgjum. gefa þeim gott uppeldi, inU' ræla þeim Guðsótta og góða siði. Mér koma til hugar skólarnir okkar. Méf hefir ætíð verið ljúfast að mega skoða Þa andlegt heimili vort, sem allir gætu átt ita^ i. Þeim er margt kent, sem þeir eiga ekk*

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.