Heimilisblaðið - 01.06.1918, Síða 8
88
HEIMILISBLAÐIÐ
friður læki við. En hvað þessi ónefndi
Drottins þjónn hafði átt í mikilli baráttu,
en hvað hann hafðí líka unnið dásamlegan
og fullkominn sigur!
Sumarnótt.
Við fjallavatnið fríða,
i faðmi grænna hliða,
eg sofna sætt og rótt,
við svanasönginn blíða
um sumars hjarta nólt.
K. II. B.
j|óða stúlkan.
Saga eftir
Charles Dickcns.
(Pýdd úr vikublaðinu »Houschold-\Vords«).
Frh.
»Já, hún var virkilega björt stjarnan, sem
nú skein niður í dalinn. Aldrei höfðu menn
nokkurntíma fyr séð aðra eins stjörnu —
stóra eins og undirskál — eins og sumir
sögðu, og svo hefði hún langan hala, sem
helst væri útlit fyrir að sópa mundi öllum
öðrum stjörnum af himninum! Hljóðin, sem
menn ráku upp af undrun og ótta og berg-
máluðu um alla göluna uppi og niðri,
komu nágrönnunum út i dyrnar hjá sér;
aðrir komust að gluggunum lil að vita
hvað þeir gætu séð út um glugga, sem ekki
var hægt að opna. Maður spurði mann.
hvað i ósköpunum þetta gæli verið, en þeir
urðu allir á einu máli um, að þetta væri
dómstákn, dómur Huðs gengi yfir Bleaburn
og alt rikið, og þá var full úrlausn fengin
á öllu saman: vorinu kalda, slæmri korn-
sprettu, sjúkleika konungs, striðinu og
haustinu með þessum hræðilega sóltarfar-
aldri. Loks kom þeim presturinn i hug og
þá þyrptust þeir kringum hann og báðu
hann að gefa sér skýringu á þessu. Prestur
var skjálfraddaður í meira lagi, eigi siður
en aðrir, og staðfesti það þá í óttanum,
enda þótt hann segði, að þetta hlyti víst
að vera halastjarna; sjálfur hefði hann al-
drei séð halastjörnu, en hann væri hárviss
um, að þetta hlyti að vera ein slik og mundi
vera mjög nærrí jörðu; hann átti ekki við
að hún væri svo nærri, að hún gæti gert
tjón — það væri nú ekki annað en slúður
alt saman sem menn væru að segja um
það, að halastjörnur gerðu skaða.
»Ætli hún láli þá nokkuð gott af sér
leiða, prestur góður«, spurði snikkarinn
ibygginn.
»Ekki veit eg til þess. Hvað svo sem
ætli hún gerði okkur gott?«
»Það er nú einmitt það, sem við erum
að segja, herra, af henni letðir ekkert gott,
það getið þér reilt jrður á. En hvað annað
snertir, þá má sá hezt vita það, sem alt
veit«.
»Eg vona að Neale óðalshóndi sjái hana«,
skaut .einhver að nágranna sínum. Það væri
hörmung íyrir hann, ef hún væri send
honum til viðvörunar gegn allri harð5rðg-
inni i honum við aðra!
»Og þá fyrir læknirinn«, sagði annar i
hljóði »eg vona hún hafi áhrif á hann«.
Einhver lét það berast. »Læknirinn, lækn-
irinn!« hrópuðu þeir þá allir, gláptu á hala-
stjöi’nuna og fóru aftur að pískra.
»Hvað eru þeir að segja um læknirinn«,
sagði séra Finch við veitingamanninnn í
hálfum hljóðum, »hvað er um að vera með
hann?«
Veitingamaðurinn hristi hara höfuðið og
leil fjarska hátíðlega út i gulbleika ljós-
bjarmann, sem stóð út úr opnum dyrun-
hjá honum. Við þetla varð séra Finch enn
þá hljóðari og litlu siðar skauzt hann í
hundahljóði heim til sin. Einhverjir, sem
tekið höfðu eftir honum, sögðu, að hann
væri sýnilega órólegri en hann vildi gjarn-
an láta á bera. Og svo var það líka i raun
og veru. Hann var skelkaðri en hann vildi
við gangast fyrir sjálfum sér. Hann vildi