Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1918, Page 9

Heimilisblaðið - 01.06.1918, Page 9
HEIMILISBLAÐIÐ 89 ekki láta á sannast, að hann, lærður mað- urinn, gæti orðið hræddur við halastjörnu; en af þvi að hann var búinn að æsa taug- arnar undii', sumpart með því að drekka heldur meira af brennivíni og vatni, heldur en hann hafði ætlað sér, þá var hann svo berskjaldaður fyrir öllum áhrifum, eins og þegar hræðslugæði hans var sem mest á bernskuárum hans. Þegar haun var nú seztur í lestrarstofu sina, þá var eins og honum fyndist stjarnan bjarta, kyrra og rólega, skína i öllum sinum ljóma á hjarta hans og enni og enn stæði gatan i myrkr- inu með heilum skara af áhorfendum sér fyrir augum og hljóðin í dauðhrædda fólk- inu, dimm og kveinandi, hljómuðu sér fyrir eyrum. Hann brá höndum fyrir augu sér og íór að hugsa um að hann lifði á ólta- legum tima. Hann vildi að hann gæti alt af sofið, en viti menn — þrjár jarðarfarir áttu að verða daginn eftir! Hann var hrædd- ur um að hann gæti ekki sofnað, þó að hann færi að hátta; þó væri enn verra að vera alt af á fótum; ekki gæti hann heldur lesið neitt þessa nóttina, en ekkert veiklaði taugarnar meira en andvakan. Hann stóð þvi upp og gekk að skápnum sinum. Ef ookkurn tíma væri ástæða til að fá sér hjartastyrkingu, þá væri það nú, þvi að hvernig ætti hann að geta gegnt embættis- skyldu sinni, ef honum kæmi ekki dúr á auga, þar sem svo margar jarðarfarir lægju fyrir daginn eftir? Fyrst helti hann á glas at meðalinu sfnu, sem hann kallaði, siðan ^ró hann upp ílösku með svefnjurtar-safa (ópium) og hné svo i það dá og dvala, sem er bezla huggun ónytjunganna. FJÓRÐI KAPÍTULJ. í’eir menn voru til í þorpinu, sem lilu ah öðrum augum á himintáknið nýja. — Kvöldið hið sama, sem fólkið þyrptist sam- an á götunum til þess að masa um þessa undrasjón, halastjörnuna, þá var Maria stödd i húsi Jóns Billiters, og hefði hún e verið þar, þá hefði ástandið þar verið svo, að ekki hefði getað aumara verið. Ivona Jóns lá alt kvöldið með óráði og var alt að tala einhverja endaleysu og María gat ekkert gert annað íyrir hana en að ganga við og við að rúminu hennar og tala dálítið við hana, hagræða koddanum og leggja kalda hönd á ennið á henni; eitt af börnunum, sem var að deyja, hékk á hinni öxlinni á Maríu. Og þar kom, að auðsjá- anlegt var, að veslingurinn litli var kominn að dauða; hefði hún hreyft sig einhverja vitund, þá hefði það getað sloknað út eins og kulnað skar. Höfðinu hallaði það að öxl hennar, hendurnar mögru hengu niður aflvana og fæturnir litlu lágu í kross i skauti hennar, ekki annað en skinin bein- th; Maria gat þvi fundið hvert sárt og þungt andtak, sem barnið tók. Nú bar svo undir, að hún settist gagnvart glugga og úr þeirn glugga mátti sjá upp yfir fells- brúnina á löngu svæði; glugginn stóð af hendingu opinn. Nú var hægt að opna alla glugga, þar sem »góða stúlkan« hafði verið og væri þeim lokað, þá voru þeir svo hrein- ir og skærir, að sól og tungl gátu skinið inn um þá i fullum ljóma. Haustið var komið. Fað var næsta þurt og heitt veður þetta kvöld, sjúklingarnir voru þrír þarna inni og þurftu á öllu þvi ferska lofti að halda. sem hægt var að veita sér. Maria sat nú þarna hreyfingarlaus og einblindi á fjallsbrúnina og sá hverja stjörn- una renna upp af annari. En við og við ávarpaði hún bliðlega vesalings sjúklinginn, sem lá í óráðinu i hinu herberginu til þess að hún skyldi ekki lialda að hún væri ein- mana, eða ef unt væri, beina hugsunum hennar að einhverju verulegu; en svo var Játvarður litli á þriðja leitinu; hún þurfti að friða hann. Hann lá i litlu hefilspóna- íleti i einu stofuhorninu, vanstiltur, óþolin- móður og sárbað um hjálp, sem hún gat ekki veitt. Hverjum manni öðrum en Maríu mundi hafa fallist hugur við kveinstafi hans; en menn vissu aldrei til að Maria týndi jafnvægi lundar sinnar, enda þótt fáum konum hafi borið hryllilegri ástand

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.