Heimilisblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 12
92
HEIMILISBLAÐIÐ
hafi dregið hana skammarlega á tálar. Eg
veil það, að eí eg má sækja Sally, þá kem-
ur hún og verður þar að auki þakklát
fyrir það, og« —
»Ó, biddu hana að koma og hjálpa mér.
Ef henni hefir orðið á, þá er þvi meiri
ástæða til að leyfa henni að gera það gott,
sem hún getur. Hvernig liður Önnu?«
»Ágætlega. Hún er talsvert þreytt, eins
og við má búast að við öll séum. Hún
hefir aldrei fyrri staðið jafn-lengi við þvotta-
balann á dag, eins og hún má nú gera á
hverjum degi; en, eins og þér segið, þá
var aldrei áður eins mikil ástæða til þess«.
»En hvernig liður yður sjálfum?«
»Þakka yður fyrir, eg hefi það af enn.
Eg þykist nú sjá fram á, að eg muni sjá
fyrir endann á veggjakölkuninni. Nú hafa
þeir sent mér marga skúfa af réttri tegund
frá 0 —; eg vildi nú bara að eg gæti nú
fengið nóg af drengjum til kenslu i þessari
grein. Þeir gætu kalkað veggina i útihús-
unum og í neðstu stofuhæðunum, þar sem
fæstir eru sjúklingarnir, en eg sjálfur í efri
hæðunum; en hvernig sem á þvi stendur,
þá eru allir drengir smeykir við mig. En
maður getur samt orðið þess var, bæði af
sjón og lykt, að hér hefir breyzt til batn-
aðar; en það gæti orðið enn betra, ef eg
gæti bara fengið betri hjálpcc.
»0g eg vona að þér látið yður ant um
það Önnu vegna, að pvotturinn sé fyrst
lagður i vatnsker fyrir utan húsið.
»Já, reyndar. Eg er búinn að fá húskarla
snikkarans til að setja röð af vatnskerum
úti fyrir dyrunum hjá okkur og til að lofa
þvi að hafa vatnaskifti á þeim einusinni á
dag. Eg hló að þeim, þegar þeir spurðu
mig, hvort þeir gætu fengið sýkina við það.
Annars eru þeir hverjum manni fúsari til
að hjálpa þar, sem engin hætta er á ferðum.
Simpson helir boðist til að lita eftir þvotta-
katlinum, þegar hann fer í brauðgerðarhús-
ið, meðan eg og Anna liggjum og sofum,
sætt og vært, eins ' og hann komst að
orði. Eg læt hann gera það og þakka hon-
um fyrir það, en það er ekki mikið, sem
við sofum, eða hugsum til að geta sofið
núna«.
»Þér vinnið sannarlega baki brotnu«,
svaraði María, »og eg er hrædd um, að
þér gerið það kauplaust og endurgjalds-
laust. Eg sá aldrei fyrri svo« —
»Hvað eruð þér að segja«, sagði War-
render, »þér eruð vist fyrsta manneskjan
sem svona hefir talað. En annars er nú
ekki tími til að við stöndum hér og hæl-
um hvort öðru, þegar tákn sést á himnl
og reiði Guðs á jörðunnk.
»Sjáið þér halastjörnuna? En hvað hún
er fögur! Hún er oss til uppörfunar á næt-
urvökunum. Ó, þér sjáið vist, að eg lít ekki
svo á, að halastjarnan sé nein voðaleg
bending um eitt eða annað, heldur á hún
að kenna oss það, að vér þekkjum ekki
alt enn, sem himininn ber í skauti sínu,
þó að við þekkjum talsvert af þvi; til þess
hefir Guð nú leitt þessa nýju stjörnu fram
fyrir augu vor handa oss að undrast og
dáðst að; eins er með farsóttína eftir min-
um skilningi; hún er ekkert reiðitákn frá
Guði. heldur sýnir hún, að fólkið hefir ekki
kunnað að varðveita heilsu sína. Þeir hafa
búið við óþrifnað, raka og molluloft, sumir
við sult og seyru, aðrir lagst i drykkjuskap ;
komi nú óvanaleg veðrátta, votviðrasamt
vor og heitt sumar, þá leggjast þeir i sótt-
inni. Þér skiljið vist, að eg get ekki kallað
það reiði Guðs«.
Warrander vildi ógjarna segja það, sem
hann hugsaði: hversvegna fólkið hefði ver-
ið látið vera svo fávist og þjást svona mik-
ið. María kunni listina þá að vera fljót að
lesa út úr svip manna hugsanir þeirra og
svaraði þvi, sem þeim góða manni bjó i
brjósti, meðan hún var að láta léx-eftabagg-
ann upp. á herðar honum.
»Við skulum nú sjá, Warrender, hvað
fólkið getur lært, þegar Guð fræðir oss
sjálfur. Kenning hans er ljós og lifandi á
þessum dögum«.
Warrender svaraði engu, en lyfti hattin-
um og fór leiðar sinnar.
Frænka Mai’iu var fyi'ir nokkru korain