Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1918, Page 14

Heimilisblaðið - 01.06.1918, Page 14
HEIMILISBLAÐIÐ FIMTI KAPÍTULI. Þetta kvöld naut Maria meira frelsis og næðis en hún hafði notið margar undan- farnar vikur. Ekkert var að gera hjá Bil- liter, nema að sitja hjá henni og snikkar- ann hafði hún beðið um kistur utan um lík lillu drengjanna. Hin sjúka móðir hafði einskis spurt og virtíst vera rænulausari en svo. að hún tæki eftir nokkru, sem gerðist fyrir augum hennar. Nú lá hún kyr og ró- leg og Maríu fanst það vera mikil fró og léttir fyrir sig. Hún var búin að fá sér hressingu — hún mintist oft á það á seinni árum, hvers virði sú hressing hefði verið fyrir sig —, en það var kalt vatn og hrein föt og stykki af lambakjötssteik, sem veit- ingakonan væna í »Plóg og heifk hafði sent henni, ásamt víni, sem hún geymdi handa þeim, sem voru í afturbata. Nú sat hún þarna og hallaði sér aftur á bak í stólinn, við opinn gluggann; iun um hann brá gulum glampa; það var endurskin af sólskininu í hlíðinni gegnt glugganum. Alt var kyrt og hljótt. Þegar hún var búin að friða samvizku sína út afþví, að hún saum- aði ekki, með því að henni væri ilt í aug- unum af svefnleysi, þá sökti hún sér alveg niður í að njóta þess, sem fyrir augun bar — því að henni var það gefið að geta haft yndi af öllu að einhverju leyti —; hún fór nú að virða fyrir sér fjallshliðina, sem við henni blasti: skuggarnir læddust upp eftir henni mislangir; henni fanst ljallsbrúnin bjartari af sólunni en áður; svölurnar skut- ust fram hjá holunum sínum og svifu enn þá einu sinni niður yfir dalinn, áður en nóttin dytli á. Loks tók hana að furða á hinni óvanalegu kyrð; hún sneri höfðinu við og varð steinhissa á þeirri breytingu sem orðin var. Billiter frænka hennar lá grafkyr og var eins bjart yfir henni og sjálfu sólarlaginu; það glampaði úr stóru svörtu augunum hennar, þau glöptust ekk- ert af skinandi birtunni úr glugganum; löngu, svörfu lokkarnir hennar liðuðust niður mcð kinnfiskasognu andlitinu beggja vegna, alt niður á hendurnar snjóhvítar, sem lágu útbreiddar ofan á ábreiðunni. — Þær horfðust i augu; augu Billiters voru nú svo skýr og lýstu fullu ráði. »Nú sé eg alt«, sagðí dej'jandi móðirin bliðlega. »Hvað sérðu, elsku frænka?« »Eg sé nú ástæðuna til alls, sem eg skildi ekki áður«. Hún för að tala um æfi sína og æfiatvik og sagði frá því með krafti, skýrleik og eðlilegri mælsku — eða réttara sagt: með einföldum guðsótta — og sagði María sjálf frá því síðar, að það hefði ver- ið hin fegursta opinberun göfugrar sálar, sem hún hefði nokkurntíma að óvæntu hitt fyrir. Bilitter vissi, að litlu drengirnir hennar voru dánir; einhvernveginn hafði hún feng- ið vitneskju um þá skelfingu, sem um- kringdi hana; hún vissi, að hún mundi bráðum deyja sjálf og þó var fullkominn gleðiblær yfir samtali þeirra. Þær voru báðar brosandi, inndæll hreimur í málrómi þeirra beggja. endn þótt málrómur sjúklings- ins væri veikur. Þegar hún var búin að rekja alt, sem liún hafði reynt um æfina og sagt, hvað hún vonaði að fram við sig mundi koma, og þegar hún var búin að biðja fyrir kveðju til móður sinnar, þá sagði hún, að ekki væri nema eitt eftir —, »sig langaði til að neyta kvöldmáltíðar Drottins«. María skrifaði nú óðara með blýanti skeyti til séra Finch og sendi Sallý með það, því að Sally hafði verið þar allan daginn til að biða eftir því, að hún kynni, ef til vill að fá að gera einhvern greiða; nú var henni hugfró, að geta komist burtu og svalað sér til fulls i tárum, þvi að hún sá, að nú var rétt að því komið, að hún misti eina vininn, sem henni hafði sýnt ástarhót, siðan Simpson brá hjúskaparheiti við hana. »Hún er hrygg af því að verða að skilja við mig«, sagði nú hin deyjandi vinkona hennar. »María frænka, þú hugsar þó víst ekki eins og mamma, að eg hafi gert rangt í þvi að taka Sally að mér, gerir þúþað?« »Nei, eg held að það hafi verið rétt gert

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.