Heimilisblaðið - 01.06.1918, Page 15
95
HEIMILISBLAÐIÐ
af þér. Eg held líka að mamma þin verðí
góð við hana þin vegna upp frá þessu, þvi
eins og þú veizt, elsku frænka, þá opua
sjúkdómur og dauði talsvert augu vor«.
»Já, vist er það, eg sé það alt nú«.
Þegar Sally kom aftur með svarið frá
presti, þá var hún ógn skömmustuleg og þó
að hún vissi, að engum tíma mætti eyða,
þá dvaldist henni þó við hurðina.
Séra Finch féll þungt, að hann skyldi
eiga svona annríkt; en hann vonaði, að
ekki yrði sent eftir honum oftar, fyrst hann
gat ekki komið.
»Það hefði máske verið betra að senda
einhvern annan«, sagði Sally með tárin í
augunum við Mariu. »Getur verið að hann
kæmi, ef þér senduð annan«.
»Ekki held eg það, Sally. Þó skal eg fara
sjálf, ef þú vilt vera hérna á meðan. Eg
fæst ekkert um, hvað hann hugsar um mig,
aðkomandi stúllcu í þessu þorpi, og það
getur verið, að enginn i söfnuði hans geti
sagt honum það eins og eg, að þetta sé
skylda, sem hann geti ekki neitað að
gegna«.
María hafði ekki gengið á götum úti
vikum saman, þvi þó að allir hefðu orðið
þess varir í nágrenninu við Johnson frænku
hennar, að hún hefði breytt út frá sér
þrifnað, hreint loft, gleði og von, þá sáu
menn hana þó aldrei ganga annað en úr
einu sjúkraherberginu i annað í næstu hús-
nnum. Hún hugði að það kæmi til af því,
að hún væri svo óvön útigöngum, að alt
kom henni nú svo ókunnuglega fyrir sjón-
lr; en undarlega brá henni við það, að hún
var nærri tilfinningarlaus i fótunum og
hús og menn komu henni fyrir sjónir líkt
°g i draumi. Samt fann hún ekki til nokk-
Ul's lasleika og sagði með sjálfri sér, að ef
hún bara fengi lóm til að sofa reglulega
góðan dúr, þá mundi hún sjá alt og hafa
iilfinningu fyrir öllu, eins og hún væri vön
að hafa.
Þegar hún gekk eftir götunni, hlupu
hörnin frá leikjum sínum til að segja frá
ÞVl» að »góða stúlkan« kæmi gangandi og
allir, bæði heilbrigðir og þeir, sem voru í
afturbata, komu út á dyraþrepið til að
biðja Guð að blessa hana, og sjúklingarnir,
sem höfðu nóga rænu til að skynja, hvað
um væri að vera, báðu Guð í rúminu að
blessa hana.
Hverjum ráðum »góða stúlkan« beilti
við prestinn, það veit enginn, því enginn
hefir nokkurntima sagt frá viðtali þeirra,
en hún kom fljótt aftur blíð og glöð í
bragði og sagði að séra Finch kæmi innan
stundar. Á leiðinni leit hún inn til War-
renders og bað hann koma með dóttur
sinni til að neyta kvöldmáltíðarinnar með
hinni deyjandi konu. Þau tóku því fúslega
og var viss um, að Sally mundi vera fús
á að koma í stað Önnu við þvotlabalann,
því það voru svo margir sjúklingar, sem
þurftu á hreinu líni að halda fyrir kvöldið.
Veslings Sally fór grátandi leiðar sinnar.
Iiún skyldi, að »góðu stúlkunni« hafði ekki
gengið annað en gott til að senda hána
burtu til að gegna nytsömu starfi, fyrst hún
gat, þvi miður, ekki neytt kvöldmáltíðar-
innar með hinum. Hún lifði í synd, og þar
sem tveir eða þrír eru saman komnir í
Jesú nafni, hlaut henni þess vegna að vera
vísað frá. (Frh.).
^ldhúsxáÚ.
Finkur.
25 gr. smjör er brúnað í potti og bakað
saman við 30 gr. af hveiti, sem svo er þynt
út með l/a pt. af góðu kjötsoði, 250 gr. soðið
kjöt, 2 epli, 1 meðalstór gulrófa hrá og tvær
vænar hráar kartöflur; þetta er alt skorið í
ekki mjög smáa ferhyrnda bita og látið út í
jafninginn og látið sjóða í 20 mínútur, þá er
það kryddað með 1 matskeið af ediki, 1
matskeið af sykri og pipar, og salt eftir vild.
Síðast má láta ofurlítinn sósulit í jafninginn.