Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 2
34
HÉIMILISBLAÐÍÐ
an er að ræða, kemur engum til hugar að
setja út á eða finna að — segja menn; gagn-
vart honum, sem gekk í kring og gerði öllum
gott, — honum, sem til hinstu stundar lét
leiðast af kærleikanum einum, án minstu
eigingirni, — gagnvart honum, getur enginn
fundið til annars en aðdáunar, lotningar og
kærleika. — Slíkur er hinn algengi hugsun-
arháttur.
Og í fyrsta áliti virðist þetta hið eina eðli-
lega. Þeir, sem kyntust Jesú, meðan hann
gekk um kring meðal Gyðinganna, sem
»manns-sonur«, urðu gagnteknir af einhverju
alveg einstæðu í ræðum hans: »Aldrei höf-
um vér heyrt nokkurn mann tala eins og
þessi maður talar«, sögðu þeir. Og slíkt hið
sama verður enn hverjum þeim, er með
gaumgæfni les æfisögu Jesú í guðspjöllunum.
Hann var y>fullur náðar og sannleikaa. Það
var einmitt það, sem gerðí líf hans svo óvið-
jafnanlega dýrðlegt og olli því, að lærisvein-
ar hans, er verið höfðu strangir eingyðis-
trúarmenn, festa sjón á dýrð hans, »dýrð
sem hins eingetna sonar föðursins«, eins og
segiríJ. 1, 14. Og af þessu lífi, fullu náðar og
sannleika, leggur enn í dag hinn sama verm-
andi dýrðarljóma um sérhvern þann, sem af
alúð leitar í guðspjöllunum náinnar viðkynn-
ingar við Jesúm frá Nazaret. Að slíkri per-
sónu œttu ekki að komast aðrar tilfinningar
en aðdáun, lotning og kærleikur!
Og þó er það svo, að af öllu sem vér vit-
um um líf Jesú, er ekkert áreiðanlegra en
það, að þeir, sem kyntust honum, voru síður
en ekki samdóma um hann. — Það var
mælt um hann þegar i barnæsku, að hann
væri seltur til tákns, sem móti yrði mælt
(J. 2, 34.), og öll æfisaga hans staðfestir þau
ummæli. Hvað eftir annað rekum vér oss á
skiftar skoðanir meðal þeirra, er kynni höfðu
af honum. Og þeir lögðu ekki neinar
hömlur á óvildar-hugsanir sinar, svo sem að-
eins væri um að ræða lítilsháttar aðfinslur
við einstök atriði í kenningu hans eða starfs-
aðferð. Nei, óvildin varð brátt að þvi hatri,
er ekki lét sér annað lynda en það, að Jesús
væri ráðinn.af dögum. — Hann, sem sjálfur
var svo óviðjafnanlega huglaðandi, átti svo
heiftrækna óvini, að þeir fengu hann dæmd-
an til dauða, enda þótt dómarinn fyndi enga
sök hjá honum og leitaðist við — að svo
miklu lej'ti, sem það ekki stofnaði bonuBi
sjálfum i hættu — að fá hann látinn lausau-
Allir á einu máli um Jesú! Nei, hann
vakti hjá einstökum mönnum þá óvild, er
endaði í hinu afskaplegasta ofstækis-hatri.
Og þessir óvinir Jesú voru ekki nein oln-
bogabörn, né heldur dáðlaus varmenni, er
væri uppsigað við alla og því lítils um vert.
hvort þeir væru með eða móti. Nei, þa®
voru guðræknir menn og mikilsmetnir, mátti
ætla að þeir væru öðrum fremur bærir að skilj3
Jesú og meta að verðleikum. Því að það, sem
hannhelgaði líf silt, sem sé stofnun Guðsríkis a
jörðu, það var einnig þungamiðja þeirra eigiJJ
lífsstarfs, — að minsta kosli að því er bæði
þeir og aðrir álitu.
Hvað var það þá í fari Jesú, er hratt slík'
um mönnum svo sviplega frá honum ?
En spurningin er víðtækari. Jesús benti
lærisveinum sinum oftsinnis á það, að Þejr
yrðu að vera við því búnir, að sæta batri
fgrir hans nafns sakir. Þetta er einn dráttur
þeirrar myndar af Guðsríki, sem Jesús dró
upp í fjallræðunni, þar sem hann segir með'
al annars: »Sælir eruð þér, þá er menn at'
yrða yður og ofsækja og tala ljúgandi alt i*1
um yður min vegnaa. (Mt. 5, 11). Hann vék
og að þessu, er hann sendi frá sér postulana
og sagði þeim fyrir, hverra kjara þeir mættu
vænta: að þeir mundu hans vegna verða
»hataðir af öllum« (Mt. 10, 22). Og hið sama
kemur fram í skilnaðarræðu hans til p°st’
ulanna: »Ef heimurinn hatar yður«, niæU1
hann, »þá vitið, að hann hefir hatað mJé
fyrri en yður« .... »Hafi þeir ofsólt mJl>
þá munu þeir líka ofsækja yður. En a^
þetta tnunu þeir gera við yður vegna nafnf
mins, af því að þeir þekkja ekki þann, er
mig sendi« (J. 15, 18—21). Og í fyrirbæn-
inni fyrir postulunum, siðasta kvöldið sem
hann var með þeim, sagði hann við föður
sinn: »Eg hefi gefið þeim orð þitt, og hein1
urinn hefir hatað þá, af því að þeir beýríl