Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
39
Jesú, er vakti og örvaði slíka óvináttu gegn
honum, þá koma brált í ljós þrír höfuð-
drættir í skýringunni.
Sterkust mótmæli og beiskasta gremju vakti
a't það í ráði hans og ræðu, er að því laut,
»hann gerði sjálfan sig að Guðs syni«;
enda var það að lokum eitt aðal-kæruatriðið
(J- 19, 7).
En það sem gerði ræðu hans um guðdóm-
^egan myndugleika enn hneykslanlegri í eyrum
Earíseanna og hinna skriftlærðu, var sá
öiælikvarði, sem hann í orði og verki lagði
a öll andleg mál; ytri alhafnir og háttsemi
^’irti hann einungis eftir þeim hvötum, er tíl
grundvallar lágu, og þeim hug er fylgdi máli.
Af þessum gagngerða stefnumun er það
anðskilið — enda auðsælt í guðspjöllunum
að hin sívaxandi áhrif Jesú juku gremj-
u&a og óvináttuna gegn honum. —
Hér höfum vér þá þrjú megin-atriði hat-
ars-orsakanna: 1) Fullyrðing Jesú um að
hann og Guð væru eitt og að hann hefði
guðlegt vald; 2) hans óvinsæla mat á orð-
um og athöfnum manna, eftir hugarfari þeirra
°g hvötum; 3) sívaxandi áhrif hans.
1. Guðlegt vald.
Þegar Jesús sagði við lama manuinn:
sJ'ndir þínar eru þér fyrirgefnar, báru fræði-
mennirnir og Farísearnir honum á brýn, að
að hann færi með guðlastanir (L. 5, 20—24,
sbr- 7, 49).
f>að er auðsætt, að hér er um það atriði að
rseða, er miklu hlaut að ráða um afstöðu manna
b' Jesú, — atriði, sem jafnan hlýtur að
reynast þungt á metum. Hún verður sem sé
ekki véfengd, þessi grundvallar-setning, sem
%ðingarnir bygðu á andmæli sín: »Hver
8etur fyrirgefið syndir, nema Guð einn?« Það
er Því ómótmælanlegt, að með því, að fyrir-
gefa syndir, tjáði Jesús sig liafa guðlegt vald.
Hinsvegar líta þó sumir svo á, að þetta
^egi skilja á annan veg; Jesús hafi alls ekki
tjáð sig fyrirgefa syndir í sínu eigin nafni,
neldur að hann með þar að lútandi ummæl-
sínum hafi viljað fullvissa hlutaðeigendur
Uln> að Guð væri reiðubúinn að fyrirgefa þeim.
En ef þetta hefði verið meining Jesú, þá
er augljóst að hann hefði gefið þá skýringu,
þegar er hann varð þess var, að andstæðing-
arnir misskildu orð hans og hneyksluðust á
þeim. En því fór svo fjarri, að hann viki
orðum í þá átt, svo sem til að hnekkja guð-
löstunar-ámælinu. Andstæðingarnir hugðu það
því að sjálfsögðu fyllilega réltmætt, að trúar-
meðvitund þeirra risi öndverð gegn orðum
hans. — Að vekja bneyksli, það taldi Jesú
vera svo hræðilegt og há-alvarlegt, að hann
hefði sannarlega aldrei viljað vera þess vald-
ur. En e/ önnur merking var fólgin í orðum
hans en sú, sem æsti Gyðingana og sparn
þeim frá honum, þá var þar að ræða um
misskilning, sem olli hneykslaninni. Slíkan
misskilning mundi Jesús umsvifalaust hafa
fjarlægt, með viðeigandi skýringu. En í stað
slíkrar skýringar gaf hann þeim það, sem hann
sjálfur nefndi sönnun þess, að hann hefði guð-
legt vald til að fyrirgefa syndir, sbr. orðin
þessi: »En til þess að þér vitið, að manns-
sonnrinn hefir vald á jörðn til að fyrirgefa
syndir, — þá sagði hann við lama manninn:
— eq seqi þér, statt upp, tak rekkju þina oq
jar heim til þína (L. 5, 24).
Með þessum hætti hélt Jesús því fram, að
hann og Guð væru eitt, — að hann hefði
bæði vald og rétt til að gera það, sem eng-
inn getur gert, nema Guð einn. Þegar al-
vörugefnir trúmenn risu á móti, endurtók
hann fullyrðingu sína og áréttaði hana með
kraftaverki, því til sönnunar, að hann segði
ekki um of. Skýlaus meining Jesú var því
sú hin sama, sem Gyðingarnir lögðu í orð
hans. Og hann hlýtur að hafa talið þetta
miklu máli skifta; annars hefði það verið
fjarslæða, að halda fullyrðingunni fram, er
hann sá, hve mjög hún gerði menn honum
fráhverfa og hneykslaði þá.
Og það var ekki aðeins í þetla skifti, að
hann lagði áherzlu á guðdóms-vald sitt. Slíkt
hið sama gerði hann eftir að hafa læknað
sjúklinginn við Betesda-laugina (J. 5, 17-áfr.).
»Fyrir því leituðust Gyöingarnir nú enn
frekar víð að ráða hann af dögum, að hann
ekki einungis braut hvíldardags-helgina, held-