Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 41 varir við gremju og hatur Gyðinganna gegn Jesú, í fyrstu lofuðu þeir hann og undruðust þau yndislegu orð, sem fram gengu af munni hans (L. 4, 22). Hvað var það þá, sem olli þeirri afskap- legu breytingu, að stundu síðar fýsti þá að lífláta hann? ( Ráðningin felst í ummælum hans um ekkjuna í Sarepta og Sýrlendinginn Naaman (L. 4, 23—27). Þar var kveðinn upp dómur um þjóðar-yíirlæti og sjálfs-þótta Gyðinganna. Það sveið og verkjaði undan orðum hans, af því að hann sló því föstu, að ytri trúar- venjur og siðgæðis-yfirburðir skapa engum óhultleik, heldur skyldur. Það er sama megin-áherzlan á hinu innra trúarlífi, i mótsetningu við ytri venju-bundnar siða-reglur, sem um er að ræða í hirtingar- ræðu Jesú í L. 11, 39—54, þar sem hann hefir að viðkvæði: »Vei yður, þér Farísear« og »Vei yður, þér lögvitringar«, og vítir þá harðlega fyrir yfirskin þeirra og ásælni, — enda urðu þeir honum þá afar-reiðir. Á laufskála-hátíðinni kvað Jesús svo að orði, að Gyðingum væri þess full þörf, eigi síður en öðrum, að þeir væru »gjörðir frjálsir«, og að ekki væru þeir allir »Abrahams börn« — síður en svo, þótt þeir væru »niðjar Abrahams«. Þetta var sérgóðum þjóðar-metn- aði þeirra og handhægri yfirskins-guðrækni svo viðkvæmt mál, að Gyðingar þeir, er á hlýddu, urðu æfir og sögðu, að í honum væri illur andi (J. 8, 33—48). í dæmisögunni, sem Jesús sagði um ótrúu vinyrkjana, var það enn sama atriðið, sem saerði og hneykslaði leiðtoga Gyðinganna, svo að þeir ætluðu að taka hann höndum (Mt. 21, 43—46). Jesús sagði það beint við þá, að þeir hefðu verið Guði ótrúir, sem þjóð hans, og því mættu þeir vera við því búnir að missa þau forréttindi, sem Guð hafði gef- ið þeim. Pví að slíkum forréttindum fylgir ekki óhultleiki, heldur auknar skyldur. b) í annan stað sjáum vér hina miklu niakræðis-truflun, sem af því leiddi, að Jesús hélt því fram i orði og verki, að fullnæging ytri fyrirmæla og helgisiða er síður en ekki höfuðatriði trúarinnar. Hvað eftir annað sætti hann aðfinslum og óvild fyrir það, að hann læknaði á hvíldar- degi, svo sem þegar hann læknaði sjúkling- inn við Betesda-laugina (J. 5, 16), manninn með visnu hendina (L. 6, 6—11), manninn, sem verið hafði blindur frá fæðingu (J. 9, 16) og kreftu konuna, sein verið hafði veik í átján ár (L. 13, 14). Sömuleiðis fundu Gyð- ingar sér það til, að hann héldi ekki fyrir- mælin um föstuhald (L. 5, 33) og um hand- laugar og hreinsanir (Mt. 15, 2; L. 11, 39). Það, sem hér egndi til mótþróa, var ekki að eins það, að framkoma Jesú var með öðrum hætti, en Gyðingarnir áttu að venj- ast og töldu rétt vera, heldur fanst þeim einnig í henni vera fólgin einhver samvizku- ertni, er olli truflun á venjulegu jafnvægi trúarlifsins. c) Að þetta síðast-nefnda atriði hafi með- fram verið orsök til gremju Gyðinganna út af trúar-afbrigðum Jesú, sést ef til vill ljós- ast á umkvörtunum þeirra um það, að hann hefði of mikil mök við tollheimtumenn og syndara. Slíkum aðfinslum sætti hann Övað eftir annað, svo sem þegar hann tók boði Levís tollheimtumanns og sat veizlu í húsi hans (L. 5, 30); þegar kona nokkur í húsi Símonar Farísea, miður vel látin, vætti fætur Jesú með tárum sínum, þerraði með höfuð- hári sinu og smurði með smyrslum (L. 7, 38—9); þegar Jesús sagði hinar óviðjafnan- legu dæmisögur um sauðinn, silfurpeninginn og soninn, sem týndir voru — en fundust aftur (L. 15, 1—2); og loks þegar Jesús fór inn í hús Zakkeusar yfirtollheimtumanns og dvaldi þar (L. 19, 7). Hvað var í þessu, það er valdið gæti van- þóknun? í hæsta lagi mátti um það segja, að það væri undarlegt atferli. Ekki var nokkurt það boðorð i lögbók Gyðinga, er Jesús bryti með því, að hafa mök við synd- ara. En »heldra« fólkið — sem vænta mátti að Jesús mundi helzt leita vinfengis við — gat ekki annað fundið, en að einhver mis- virðing væri fólgin í þessu atferli hans. Var

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.