Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 43 vald Jesú Krists, né heldur unað því, að hugarfars-mælikvarði hans sé lagður á líf þeirra og breytni, þá er ekki við öðru að bú- ast, en að sérhvert tákn um vald hans og á- hrif haldi áfram að vekja óvild og mótþróa. ]Erindiö nær ekki lengra. — Okkur er það kunnugt, hvernig ofsóknum Gyðinganna lauk; og um það fáum við væntanlega að heyra nánar á morgun.1) En við vitum það líka, að enn þann dag i dag eru bornar brigður á guðlegan upp- runa Jesú Krists, sannarlegan guðdóm hans og guðlegt vald. — Að því leyti er ofsókn- unum enn haldið áfram. Leitumst við að þekkja hann sem bezt, og að tileinka okkur þá þekkingu i trú og auð- mijkt. Pað er eilífa lifið. Og þá munu allar efasemdir og véfengingar eyðast og hverfa, og við munum þá taka undir og segja af hjarta: Sannarlega hefir þessi maður verið Guðs sonurl] Árni Jóhannsson. Rís af blund með létta lund, lífið alla vekur. Út við skundum inn í sund áð’ren halla tekur. Blikar skæran bjarmalind blessun færir víða. Laugar kæra landsins mynd ljósið mæra, blíða. 9• x. t) Erindi þetta var flutt í barnaskólasal Eski- fjarðar á Skírdag 1919. Lára. Saga ungrar stúlku. Eftir Vilhelm Dankau. Bjarni Jónsson þýddi. Og enn söng hún nokkur lög. Hann stóð þá upp og sagði: Söngröddin er ágæt, en þér kunnið ekki að beita henni; yður skortir mentun í þeirri grein; hennar verðið þér að afla yður; en til þess verðið þér að sýna dáð og dug; að öðrum kosti verður ekkert úr þessum hæíileika yðar«. Regar Lára var á heimleið, þá ómuðu orð kennarans: »mentun« og »dugur« slöðugt í huga hennar. Hún vissi hvað hið siðarnefnda var, en hitt var henni ókunnugt. Hún vissi það ofboð vel, að hún var dáð- lítil, hana skorti þetta að beina öllum sínum vilja og þreki að ákveðnu verkefni — leggj- ast öll á eitt. Hún mintist þess meðal annars, frá þeim dögum, er hún gekk á dansskóla, að danskennarinn hennar sagði einusinni við hana: »Það er oflítil dáð í dansinum yðar; þér eruð fótlipur, en þér beitið þeim eigi vel að því skapi«. Nú var hins sama krafist af henni frá annari hálfu; steig hún þá stundarkorn fót- unum fast og þétt á steinbrúna, sem hún stóð á, rétt eins og hún væri að bjóða dáð- leysinu byrginn; en það stóð ekki lengi, hún tók brátt upp aftur gamla göngulagið; öll stæling var horfin henni úr vöðvum. »Mentun? — hvað var það og hvar átti hún að nema? Hvaðan átti sú »mentun« að koma ? Hún vildi ekki spyrja — en hún hugs- aði sér, að »mentun« væri sama sem að læra eitthvað til hlítar; en faðir hennar hafði víst ekki efni á að veita henni það. Hún lét því ekkert uppi um þetta við for- eldra sfna; en jafnframt vaknaði hjá henni leyniþrá í þessa átt og loks læsti sú hugsun sig í gegn um líf hennar og sál: Eg vil fara

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.