Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1920, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.03.1920, Qupperneq 12
44 HEIMILISBLAÐIÐ butr, burlu frá öllu þessu alkunna, eitthvað út i heiminn; hún var ekki nema átján ára; hún gat enn unnið margt og mikið og þótt hún ætti að vísu erfitt með að gera sér það ljóst, hvað. henni var nú eiginlega helzt í mun, þá var eins og hún sæi bjarma fyrir því á bak við alt og það var þetta, að hún mætti verða eins og annað mentað fólk, til þess hún þyrfti ekki að vera hrædd um, að hún yrði hjáleit, eða ganga eins og á glóð- um um, að hún kynni að segja einhverja vitleysu. Hún vildi helzt koma fram, eins og henni var eiginlegast, en ef hún gerði það, þá væri hún ekki »mentuð« manneskja, en það vildi hún nú framar öllu vera. ★ ★ / ★ * ★ ★ * * * Þegar Láraa hafði í fyrsta skifti orð á þvi við foreldra sína, að hún vildi fara að heim- an, þá horfðu þau á hana, eins og þau vissu eigi hvaðan á þau stóð veðrið; þau trúðu varla sínum eigin eyrum. En þegar þau sáu, að Láru var þetta fylsta alvara, þá börðust þau beiulínis á móti því með hnúum og hnefum. Pað mátti ekki nærri því koma, að þau létu hana frá sér fara og reyndu bæði með illu og góðu að fá liana ofan af þeim heimskulega ásetningi. Þeim fanst beinlínis, að þau gætu eigi án hennar verið. Og þó að þau hefðu eklci nema ymprað á því við Láru, þá hefði hún óðara látið undan; en í þess stað sögðu þau við hana, að henni væri gagnslaust að fara frá þeim; það væri ekki til annars en að eyða tímanum til ónýtis, og hvað ætti hún svo sem að læra ? Höfðu þau ekki látið hana ganga á góðan skóla — einhvern hinn bezta skóla, sem unt var að kjósa sér; þeim fanst hún vera nógu vel að sér til þess, sem hún átti að verða. Svo var líka mál með vexti, að foreldrar liennar, og sér í lagi móðir hennar, vildi að Lára tæki bónorði hr. Möllers, ef bónorð skyldi kalla, þess hins sama, er sat með hana í fanginu á fermingardagskvöldið sæla. Möller hafði haklið áfram kunningsskapn- um þessi árin, þrátt fyrir það, þó að Lára hefði eigi lagt neinn sérstakan hug á hann, heldur þvert á móti forðaðist öll náin kynni af honum. Annars var hún ekkert frábitin því að gefa yngispiltunum undir fótinn í ástasökum, og hug hafði hún haft á ýmsum þeirra um tíma, en aldrei í fullri alvöru. Og elskusemi Möll- ers| við foreldra hennar var svo úr öllu hófi keyrandi — hann var eiginlega mun elsku- legri við þau en hana — að henni sárleidd- ist það stundum — þótti það svo ósmekk- legt. Af þessu kom foreldrum hennar svo illa, að Lára skyldi vilja fara að heiman og þess vegna gerðu þau alt, sem þau gátu til að fá hana ofan af þvi. það var ekki laust við, að frúin ýtti undir Möller með það, að reyna að ná hylli Láru, þó að hún hinsvegar vissi, að það kæmi fyrir ekki. því vildi enginn neita, að Möller væri gott mannsefni, þegar einn af húsbændum hans féll frá, þá lagði Möller alt sitt fé í verzlun- ina og góðar horfur voru á, að hann mundi komast i stjórn verzlunarinnar, einkum af því, að hann gerði sitt ýtrasta til að efla verzlunina meira og meira. En þrátt fyrir þelta — og það var þeim Jörgensens-hjónum alls eigi ókunnugt um — þá var sem hvíslað væri að Láru: Láttu ekki binda þig! þú ert eklci nema 18 ára. Og jafnframt óx henni dáð og dugur til að hafa sitt fram. Öllum til hinnar mestu furðu útvegaði hún sér aðgang að námsskeiði og lagði þar stund á almennar námsgreinar og tungumál. Nú sá hún það glögt, þrátt fyrir alt, hver styrkur henni var i þvi, að hún hafði gengið á góðan skóla, því þó að margt af því, sem hún lærði þá, væri nú farið i mola, þá var þó talsvert líf í því enn. Og nú vaknaði námslöngunin og lék um alt, sem hún hafði numið eins og ylhýr vorblæi'> svo að það vaknaði alt af dvala; hún fann með sjálfri sér, að það var alt að gróa upp í sálu hennar, og bezta uppskera fór í hönd. Aldrei hafði hún baft jafnmikið yndi af að starfa og ekkert féll henni sárara en það, að

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.