Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 14
46 HEIMILISBLAÐIÖ inu og hann sá óðara, — en það hafði hann ekki fyr hugsað út í — að þetta ástand alt var til að stofna mannorði dóttur sinnar i hættu. Begar ungfrúin spurði eftir Láru, þá svar- aði hann hiklaust: »Ungfrú Jörgensen er ekki heima«. »Konan yðar sagði þó —« »Eg segi yður eins og er, hún er ekki heima«. »Bá bið eg yður afsökunar og verið þér sælir«, sagði ungfrú Bing með sérstakri á- herzlu og fór leiðar sinnar. Lára heyrði, hvað faðir hennar sagði og þegar hún kom inn, þá varð henni þetta eitt að orði: »Þakka þér fyrir, pabbi«. »Ó, hjálpi mér«, sagði hann, »það var leitt, að alt skyldi vera svona í óreiðu hérna«. »Ja, hvað er nú það«, mælti frúin, »mað- ur getur þó ekki alt af legið í gólfunum, þegar engin er vinnukonan og Lára hugsar ekki um annað en bóknám og því um líkt«. Upp frá þessum degi var úti um það, að Lára sækti námsskeiðið eða sæti á bekk með mentafólki. Hún dró sig út úr öllu og forð- aðist alla, eins og henni var framast unt — alla fyrri kunningja sína, af því að hún vildi enga grein gera nokkrum þeirra fyrir hátta- skiftum sínum. Hún hafði nú kept að markinu um hrið ; en nú var eins og boginn væri brostinn og undarlegt samband af gremju og sorg legðist á huga hennar. En það, sem henni þótti sér vera synjað um að ná raunverulega, leitaðist hún nú við að ná með hægara móti — með því að láta sig dreyma um það í vökunni. ímyndunar- afl var henni mikið gefið; hún gat setið tím- unum saman og látið sig dreyma — sett sér fyrir sjónir alt það, sem hún þráði að öðl- ast, rétt eins og hún væri þegar búin að höndla það i raun og veru. Og það, sem hún kepti að var þetta: að verða eins og hann, sem mestan sýndi henni kærleika á bernskuárum hennar. Hún vildi verða eins og Dr. Wejdel að mentun og andlegum þroska og allri hátt- prýði, svo hún þyrfti ekki sí og æ að vera að hafa gát á sér, — þyrfti eigi sí og æ að vera hrædd um, að hún yrði að undri, ef hún væri með mentafólki, heldur gæti notið samfélags við hann, tekið þátt í öllu, sem hann snerti, og gefið sig af lífi og sál við starfi hans. Hún sá af smágrein einni i blaði, að hann dvaldi á Suður-Pýzkalandi. Og svo dreymdi hana bjarta drauma um samvistir við hann þar og síðan heima fyrir. — — — En það var þungbært fyrir hana, að verða að hverfa úr þessum fagra draumaheimi ást- arsælunnar niður til hins raunverulega lífs að nýju, og sjá þá, að hún var svo fjarska ólík þeirri mynd, eem hún skapaði sér í huganum, Hún var aftur orðin hin sama og hún áður var: ósamkvæm sjálfri sér, reikul í ráði og lét sér alt á sama standa. Nú leit hún aldrei í bók og áhugi hennar á öllu því, sem hún gaf sig við áður af alhuga, var nú eins og kulnandi skar. Svo grét hún stund- um upp úr öllu saman, eða setti hart á móti hörðu, með því að láta líklega við þennan Möller; en hann varð þá eins og »viðutan« við þá breytingu á framkomu hennar við hann, og vissi hvorki upp né niður um, hvern hug hún bæri til hans í raun og veru. Og i raun réttri feldi hún alls engan ást- arhug til hans, þó hún léti svona líklega, því að allur hennar hugur og hjarta var hjá honum, sem uú dvaldi f fjarlæga landinu. Og þessvegna var það venjulega athvarfið hennar, þegar hún var lengi búin að vera með Möller úti og inni, að ganga í sjálfa sig og lifa aftur draumlífi sínu; það var eina lífið, sem henni þótti þó vert að lifa. En þessir ástardraumar hennar voru svik- ulir; þegar hún vaknaði af þeim, þá fann hún svo sárt til einstæðingsskapar síns. Hún átti engan, sem hún gæti sagt þessa drauma sína i fullum trúnaði. Hún gat sagt með skáldinu: »Brestur festin ein og ein á sem vonin hangir«. Og þá bar hugann aftur að þessu gamla:

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.