Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1920, Qupperneq 15

Heimilisblaðið - 01.03.1920, Qupperneq 15
ÍÍÍEMÍLÍSBLAÖIÖ 4? »Eg vil fara að heiman«. . Og nú settu foreldrar hennar sig ekki lengur á móti því, því að þau fundu það sjálf, að það hlaut að vera hið eina rétta. Hún hafði nokkrum sinnum farið á sam- komur ungra kvenna þar í sókninni að til- laðan Haars prests. Henni féll séra Haar vel í geð; en þann anda, sem ríkti á samkom- um hans, þann blæ, sem þar var yfir öllu, kannaðist hún ekki við — alls ekki, það var eins og þar lykist upp fyrir henni nýr heim- ur; en enga verulega þrá fann hún þó hjá sér til að veita fagnaðarerindinu viðtöku. Oft spurði hún sjálfa sig, hvers vegna hún væri nú eiginlega að sækja þessar samkomur áfram, en því gat hún ekki svarað En hún kom engu að síður, og fanst hún laðast að, því meira því oftar sem hún kom; en jafn- framt var hún við öllu búin, ef svo skyldi fara, að gengið yrði of nærri henni. Allir höfðu mestu mætur á henni og sökn- uðu hennar alt af, ef það kom fyrir, að hana vantaði, ekki sízt vegna þess, að hún söng svo yndislega. Nú var hún eins og fyr var frá sagt, bú- in að kjósa sér samastað á Fjóni, og þegar komið var að veturnóttum; þá hlakkaði hún mjög til fararinnar. Síðasta kvöldið sem hún var á stúlkna- fundunum, þá var hún mjög klökk, þegar hún kvaddi og lagsystur hennar eigi síður, og það, sem beinlínis kom tárunum út á Láru var það, að þær höfðu skotið saman og keypt minnisbók til að gefa henni og i bókinni voru myndir af sumum þeim stúlk- um, sem hún hafði mest hallast að og þar að auki mynd af séra Haar, prestinum hennar. (Frh). ||u5 roxSur. Eftir Sig. Heiðdal. Helga gamla opnaði augun rauð og þrútin. Öðrum megin við rúmið stóö dauðinn, svart- ur frá hvirfli til ilja, hinum megin snjóhvítur engill. Helga kom fyrst auga á dauðann. Hann þokaðist hægt og hægt nær henni með út- rétta arma. »Þú er þá kominn«, sagði Helga. »Vertu velkominn. Mér er mál að fá að hvilast«. Dauðinn bærði höfuðið hægt og tignarlega og þagði. »Já«, hélt Helga áfram. »Eg verð fegin lausninni og eg kvíði ekkert burtför minni. Eg er sátt við alla menn og hefi jafnan reynt að vera öðrum til ánægju. Presturinn sagði í dag, þegar hann var að þjónusta mig, að það mundu fáir hafa lifað eins grand- vöru lffi og eg«. Og þetta var ekki hræsni. Helga hafði alt- af verið talin guðhrædd og góð kona. Helga leit við og sá engilinn. Engillinn mælti: »Eg er sendur lil þin frá Drotni himn- anna og á að bjóða þér eilíft líf. Viltu lifa«. »það veit hinn alskygni Guð, sem rann- sakar hjörtun, að það hefir jafnan verið mín heitasta þrá«, svaraði Helga. »Komdu þá með mér«. »Ekki get eg farið svona á mig komin. Fæturnir kaldir og máttvana af bjúgnum, og líkami minn allur úttærður«. »Viltu vera eins og þú varst, þegar þú varst barn?« Ef þú óskar þess, þá verður þér veitt það«. Helga hugsaði sig um nokkra stund, svo mælti hún: »Æ-nei. Það var svo margt leiðinlegt i fari minu þá«. »ViItu vera eins og þú varst, þegar þú varst í blóma lífsins?« spurði engillinn, Það var rétt komið já fram á varir Helgu, en svo áttaöi hún sig og svaraði: »Ekki er það æskilegra. Þá átti eg erfið- ast með að hafa vald á mér, og þá voru freistingarnar áleitnastar«. wÞá kemurðu eins og þú ert nú«. »Eg get það ekki«. »Viltu að eg geri þér líkama úr verkum þínum á liðinni æfl«.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.