Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1920, Page 16

Heimilisblaðið - 01.03.1920, Page 16
48 HEIMILISBLAÐIÐ »Æ-nei. Ekki þori eg það«. »En úr orðunum, sem þú heiir talað ?« »Nei, nei. Eg heíi sagt svo margt, sem betur væri ósagt«. »En úr hugsunum þínum?« »Ekki heldur. Miklu síður úr þeim«. »Viltu þá ekki þiggja eilíft^líf?« »Jú, það veit Guð«. »Viltu skilja likamann eftir? Viltu gleyma honum ?« »Já«. »Viltu gleyma verkum þínum?« »Já«. »Og orðum þínum?« J »Já«. »Og hugsunum þínum?« ».Iá«. »Viltu þá gleyma sjálfri þér?« »Sjálfri mér? Nei«. »Hvað viltu muna?« »Mig sjálfa«. »Engillinn svaraði ekki en bjóst til brott- ferðar. Helga leit til hans biðjandi augum og mælti: »Ætlarðu ekki að taka mig með þér?« »Eg hefl gert eins og þú óskar«, svaraði engillinn. »Enn mátt þú leiðrétta fávizku þína og vel nú líf eða dauða«. »Helga hugsaði sig um litla slund. Hún skildi ekki engilinn. »Eg held eg vilji hvorugt. Pað er bezt að Guð ráði því, hvað um mig verður«, svaraði Helga og rétti englinum aðra höndina og dauðanum hina. Guði hefir nú þóknast að kalla heim til sin báðar stúlkurnar minar, Guðnýju á 5. ári og Guðrúnu á 4. ári. Áður höfðum við hjónin mist 2 drengi á Eyrarbakka. í fyrra birti eg í Heimilisblaðinu minning- arorð þau í ljóðum, sem mér voru gefin eftir konuna mína. Mig langar nú til að láta einn- ig Heimilisblaðið geyma það, er mér hefir verið gefið eftir þessi 4 börn mín. Eg skil það vel, að kaupendum þyki miður, að hlað- ið flytji mikið af »erflljóðum«, en eg vona, að þeir misvirði þetta ekki við mig. Ljóðin eru líka falleg og vel ort og munu margir hafa ánægju af að lesa þau. Jón Helgason. Skrítlur. Garðyrkjumaður sendi dreng með tvær full- þroskaðar perur til jarðareigandans, til að láta hann smakka á hinum nýja ávexti. Þeg- ar drengurinn kom til jarðareigandans, þá t gaf hann drengnum aðra peruna, en át hina sjálfur. Drengurinn tók að afhýða sína mjög vandlega. Jarðareigandinn benti honum á að perur þyrfti aldrei að afhýða. — Jú, dreng- urinn sagðist vita það, en hann hefði mist aðra þeirra á leiðinni ofan í fjóshauginn, en vissi ekki almennilega hvor það hefði verið. Nýi yfirkennarinn var að tala til nemenda sinna fyrstu dagana á skólanum. Meðal ann- ars sagði hann þeim, að hann hefði enga trú á að berja með göngupriki. Þá dundu við fagnaðaróp barnanna í skólanum. Kennarinn brosti og kinkaði kolli, en þegar þau þögn- uðu, bætti hann við: »Þykk ól úr vænu leðri er miklu betri«. Itanpendur blaðsins austanfjalls borgi til Andrésar Jónssonar, kaupm. á Eyrarbakka, þar sem ekki eru innlieimtumenn í hrepp- unum fyrir blaðið. Yandaða og ódýra rokka seiur Markús Maguússou í KirkJ ulœlíjnrlioti £ F'JjótfihHð í R.vaUa»ý»lu* Húnvetningar eru beðnir, eins og að und- anförnu, að greiða andvirði blaðsins til herra Iíristófers Kristóferssonar á Blönduósi. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.