Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 14
62 HEIMILISBLAÐIÐ átt gott athvarf; en honum leizt ekki á prests- setrið, þó að það stæði honum næst. Hann kom þangað aldrei; hann fann, að hann mundi ekki geta haft ánægju af því til lang- frama að vera samvistum við fólk, sem ekki var vel kristið, heldur miklu fremur illa kristið. En hann var að eðlisfari starfhneigður maður og því óaði hann við að hafast ekk- ert að og láta alt fara sem verkast vildi. Hon- um fanst öll þörf á að starfað væri af kappi, bæði meðal eldri og yngri manna; en alt það, sem hann vildi byrja á, fanst honum sem dauðadæmt fyrir fram, því að alstaðar var sami þrándur í götu — presturinn. Hann gat ekki felt sig við prestinn. Auð- vitað prédikaði hann Guðs orð rétt oghreint; en af allri prédikun hans skein þetta: »noli me tangere« (snertu mig ekki). Svo hafði það verið öll þessi 19 ár. En einu sinni kemur hraðboði frá presli og biður hann koma. Yngsta barnið presls- ins hafði drukkið »joð« úr flösku, sem Lára hafði til að bera á sig. Til allrar hamingju hafði józka stúlkan ráðlagt að gefa barninu volgt saltvatn; var það til þess, að barnið kastaði upp mestöllu joðinu; en læknirinn kom og tæmdi magann með dælu til vonar og vara og skipaði að láta það engu nærast í þrjá daga. Annars hélt hann að maginn hefði ekki brunnið og það væri saltvatninu að þakka. Lára var ákaflega leið út af þvi, að hún hefði látið flöskuna standa opna; en íæknir- inn reyndi að friða samvizku hennar, eins og honum var unt. Hann lofaði nú að vitja barnsins aftur eftir tvo daga — ef prestur vildi ekki heldur láta sækja héraðslækninn, heimilislækni sinn. En prestur vildi það engan veginn, heldur kvaðst vona, að hann liti til barnsins svo lengi sem þörf krefði. Einusinni fékk prestur bréf frá Jörgensen. þar sem hann bað prest með mörgum fögr- um orðum að afsaka, að hann hefði nú sent honum nokkrar flöskur af reglulega góðu sjerríi og konjaki til reynslu, eins og þeir hefðu talað um; auðvitað ætlaðist hann ekki endilega til, að hann keypti þær; en hins- vegar kvaðst hann vera viss um, að óhætt væri að mæla með gæðum þessara vínteg- unda — að hann talaði nú ekki um rauð- vínið, sem væri alveg einstakt, 12 flöskur á 65 aura hver. ' Af því að jólin og embættispróf sonar hans fóru nú í hönd, þá sá prestur að þetta fram- boð Jörgensens mundi koma sér vel og þar sem dófflr Jörgensens var nú til heimilis hjá honum, þá var hann nokkurnveginn viss um, að hann mundi komast að góðum kaup- um og vínið féll honum ágætlega. Hann falaði því talsvert af víni, en enginn fékk um það að vita, þó að hann feldi nokkrar flöskur af sjerríi og konjaki í her- bergisskápnum sínum; hann hafði það á laun handa sjálfum sér. Kona hreppstjórans kom til að vita, hvern- ig barninu liði, sem drakk joðið. Hún var næstum eina manneskjan í sókninni, sem vandi þangað komur sínar; kom það sér- staklega til af því, að sonur hennar og prests- ins gengu saman undir embættispróf. Hún var ágætis kona og því nær öllum fanst til um hana og ekki sízt Jörgen, syw hennar. Flestum fanst, að hún ætti að láta sér finnast til um Jörgen; nú var bráðum von á honum heim frá embættisprófi; en það var alt annað en svo væri. »Jæja, séra Kursen! þá er nú komið að þvi, að drengirnir okkar gangi undir skrif' lega prófið«. »Já, það byrjar með desember«, svaraði prestur. »Jörgen heldur það muni ganga vel«. »Já, hann getur það leikandi, en Emil —<( »Hann getur það áreiðanlega líka; við tök- um ekki gáfurnar hjá sjálfum okkur, séra Kursen, svo Jörgen hefir ekki neitt að hrósa sér af«. »Nei, að vísu«, svaraði prestur, »Guð gefur ekki öllum jafnt«. »Hví eruð þér að kenna Guði um þetta?«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.