Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1920, Page 7

Heimilisblaðið - 01.11.1920, Page 7
HEIMILISBLAÐIÐ 167 ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■ ♦ ♦ | Trygð YÍð ættjörð og hugsjónir f ♦ ♦ | iftir ♦ ♦ Guðmund Hjaltason. ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■ 1T. Mestn íslenzkir þjóðrinir á 19. öld ▼oru þeir Magnús Stephensen í Viðey og Jón Sigurðsson. En mikill raunur var á þeim. Magnús hafði marga á móti sér og gat því ekki sameinað þjóðarkraftana að gagni. Magnús fræddi og vakti mjög vel með ritum sinum, þá sem annars lásu þau eða urðu snortnir af skoðunuin þeirra. En þeir urðu samt offáir sem Magnús fékk með sér. — Magnús elskaði þjóðina, og varði miklu fé, miklu erflði og löngum tíma til þess að hvetja hana og fræða. Og fremur tapaði hann en græddi fé á þessu starfi sínu og enn meira tapaði hann við það af hvíld og næði. En hann gal ekki metið þjóðlegar stofnanir (t. d. alþingið) og þjóðlegar ment- ir (t. d. tslenzkar bókmentir) eins vel og þjóðin vildi. Þessvegna urðu sumir þjóð- legir þjóðrinir óyinir hans. En þá voru nú engir »Fjölnismenn« farnir að kenna þjóðrækni og þingrækni, bæta bókmentirnar og fegra málið. Magnús hefði YÍst kunnað að meta Jónas, euda vottar Magnúsarkviða Jónasar, að hann kunni að meta Magnús. Jón attur á móti hafði næstum alla með sér og gat því sameinað beztu þjóðarkraft- ana. Hann kom á eftir »Fjölni«. Brautin var orðin betur rudd fyrir hann en Magn- ús. Hann fræddi líka og vakti þjóðina manna bezt. Hann elskaði þjóðina og hafn- aði hvað eftir annað góðri stöðu til þess að geta altaf verið að vekja hána, fræða hana og sameina hana i því sem gott var °g gagnlegt. Hann gat metið sögu vora, þjóðfræði og skáldskap, frelsi vort og rétt- indi vor eins og allflestum likaði. Þessvegna urðu allflestir þjóðvinir með honum. (En hann fór ekki með þá út i neinar hættur eins og margar þjóðhetjur hafa orðið að gera. Þessvegna stóðu þeir stöðugir). Hann gat það sem enginn gat áður: Kent lönd- um að verða góðir félagsmenn, sameinað þjóðina i 30 ár, sameinað heldrimenn og alþýðu í eitt. Og samtökum þessum eigum vér að þakka frelsi vort og margar aðrar fr^mfarir. (En litið þurfum vér nú að mikl- ast af samtökum þessum — þau kostuðu oss sama sem enga áhættu eða sjálfsafneit- un). Og fgrirmgndarlíf Jóns, forgsta hans og frœðslustarf hans verða oss altaf ljós, sem aldrei slokna. En ljós þessi þrjú gagna oss þvi aðeins, að vér fylgjum þeim, eða með öðrum orð- um, reynum að likjast Jóni, leggja eitthvað í sölurnar eins og hann gerði, hafna upp- hefð og auði, embættum og þægindum þjóðfrelsisins vegna, eins og hann gerði hvað eftir annað. — Já, það var meiri á- hætta að vera móti Jóni en með. Það fengu þeir Glsll Brgnjólfsson og Arnljótur ólajs- son að reyna. Vóru þeir þó afbragðsmenn báðir. Þeir mistu vinsældir sínar af því að þeir voru á móti Jóni. Margar þjóðir þurftu og þurfa enn að berjast fgrir ætijörðina. Norðmenn t. d. mjög oft. ótal Norðmenn hafa látið lifið, þegar þeir vörðu Noreg fyrir yfirgangi Svia, 1563-1570, 1611-1613, 1645 og 1657-1660 og einnig 1675, 1716—1718, 1809 og 1814. Átta höfuðstríð með mörgum smáorustum. Þessi mikla þjóðvörn hefir stælt alla þjóð- arkraftana. En þótt vér aldrei þurfum að fara i bardaga til að bjarga þjóð vorri, þá þurfum vér samt að starfa fyrir hana: rækta landið, leggja vegi og fleira. En friðsamleg störf kosta stundum heils- una og enda lifið, eins og Bjarni segir: »Embættismaður embætti stýrir fyrir föð- urland; deyi hann fyrir embættið, deyr hann einnig fyrir föðurland«. En allir sem deyja fyrir einhverja góða og gagnlega starfsemi, deyja líka fyrir ætt- jörðina, Til dæmis: sjómaður á sæ i stormi, fjármaður á heiði í hrið o. s. frv.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.