Heimilisblaðið - 01.11.1920, Side 8
168
HEIMILISBLAÐIÐ
Margur er þjóðhetja, þó hann sé ekki
nafnfrægur.
Þjóðhetja er fjölskyldumaður sá, sem
uppelur börn sín vel og lætur heldur lífið
í hættulegri vinnu vegna þeirra en að vera
upp á aðra kominn.
En þótt vér ekki þurfum að fórna lifi,
heilsu eða fé fyrir ættjörðina, þá getum vér
samt gert henni gagn. En ottast kostar það
þó einhverja sjálfsafneitun. Kostar oft það,
að neita sér um næði og nautnir. Kostar
það, að þurfa að vinna hart og lifa spart.
En flestir vilja nú helst eiga hægt og gott.
Þeim finst hörð þraut að fara of snemma
á fætur eða missa af einni máltíð.
En því smærri og veikari sem þjóðin er,
þess meiri sómi er að reynast henni eins
og ástkær og drenglyndur sonur. (Pri».).
rglsku frœnkan mín'.
Nlðurlag.
»Findist yður, kæra Nelly, ekkert i það
varið, ef þér gætuð hengt þessa dýru gull-
festi um hálsinn á yður?«
Og ekki held eg það«, svaraði eg blátt
áfram, því að mér fanst á henni, að hún
mundi vilja gefa mér gullfestina, en það
vildi eg ekki þiggja.
1 sama bili har þar að mann með her-
mannasnið á sér, háan vexti.
»Aktu áfram«, sagði þá Lavinia sviplega
með hásum og höstum rómi, svo að eg
var alveg steinhissa.
»Mér varð snögglega ilt«, sagði hún sér
til afsökunar, þegar eg var komin inn í
hliðargötu með hana.
Maðurinn hávaxni fór leiðar sinnar.
»Það var hann David Phylston, nýi lög-
regluþjónninn«, sagði einhver stúlka við
aðra þar á götunni.
Þegar við komum heim, þá var þar kom-
inn gestur, — það var prestur hár og
grannlegur á vöxt og tignarlegur ásýndum.
Mér sýndust konurnar verða hrifnar af
komu hans.
Seinna um daginn, þegar við vorum
komin út á gangbrautina, þá gáfu menn
okkur heldur en ekki auga; og það voru
engin undur. Það var »hrifandi« að sjá
okkur öll saman á skemtiför; gömlu, elsku-
legu hefðarkonuna í ökustólnum, fylgi-
mey hennar, í blóma æskunnar, og prest-
inn, hávaxinn og tignarlegan.
Það var glatt á hjalla við kvöldverðar-
borðið, þó að úti væri kolniðamyrkur og
beljandi óveður. »Elsku frænka« Lavinía
var á fótum, aldrei þessu vön, og kom þá
i Ijós, að hún kunni margt til skemtunar,
þó roskin væri. Klukkan var orðin 11,
þegar við buðum hvert öðru góða nótt og
frú Graham slökti á gasljósunum, eftir
vanda.
Áður en prestur kvaddi, lagði hann til,
að eg og hann skyldum drekka hvert öðru
til þvl til staðfestu, að við mættum bráð-
lega eiga jafnglatt kvöld saman aftur. Þegar
eg kom upp í herbergið mitt, þá gat eg
varla á fótunum staðið; eg varð alt í einu
svo ákaflega syfjuð og fleygði mér út af í
rúmið i öllum fötunum og sofnaði á auga-
bragði.
Eg veit ekki, hvað eg hefi sofið lengi, en
þegar eg vaknaði, þá var eitthvert óbragð
í munninum á mér og mér fanst mér líða
svo illa. Datt mér þá í hug, að í borðstof-
unni stóð sódavatn og að eg mundi bafa
gott af að fá mér eitt glas af því; opnaði
eg þá hurðina hægt og hljóðlaust og þreif-
aði mig áfram niður stigann með mestu
varúð, því að niðdimt var. En er inn í
borðstofuna kom, aá eg, að gasið logaði
hálfum loga á lampanum og furðaði mig
mjög á þessu, því að eg mundi svo glögt
að frú Graham, hafði slökt á lampanum,
áður en við gengum til rekkju.
Eg ætlaði að fara að rétta fram hendina
til að slökkva á lampanum;*en þá heyri
eg fótatak fram í ganginum og hrökk eg
þá saman. Þjófur! hugsaði eg. Eg opnaði
munninn og ætlaði að fara að hljóða, en