Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1920, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.11.1920, Qupperneq 10
170 HEIMILISBLAÐIÐ Eg hratt upp glugganum — regnið dundi með svo miklum glymjanda, að það tók langt yfir hriktið i glugganum og eg stökk út í garðinn. Eg þaut af stað, eins og illir andar væru á hælunum á mér og hafði bara þetta tvent í huga: að bjarga sjálfri mér og teáhöldunum þingmannsins. Eg var skólaus og vot inn að skinni, þegar eg kom á lögreglustöðina. Eg ætlaði eitthváð að segja, en gat engu orði upp komið. Þá kom maður með stól handa mér. »Er ekkí þetta unga stúlkan, sem ekur gömlu konunni á ökustólnum?* heyrði «g þá alt i einu einhvern segja. í*á rankaði eg við mér. »f*að er ekki kona, heldur karlmaðurk hrópaði eg hásum rómi, »hún er búin að stela teáhöldum úr silfri úr skartgripabúð Qastangs. Það eru þjófar einir, sem búa í Beach Cottage — rummungs-þjófark Eg er hingað kominn til bjarga sjálfri mér og segja yður frá þessu!« Nú fór mig að svima. Hið síðasta sem eg man eftir var það, að maðurinn með hermannasniðinu, er eg hafði séð á göt- unni, stóð fyrir framan mig og leit á mig vingjarnlega og með meðaumkvun. Svo tók einhver mig á trausta arma. Meira man eg ekki. Þegar eg vaknaði aftur, þá sá eg, mér til hinnar mestu gleði, að móðir mín sat hjá rúminu mínu. Hjá henni var móðir Davíðs Rhylstons, roskin kona, hann hafði falið mig henni til varðveizlu þessa skelfllegu nótt — og nú var vika liðin frá þvi. Það var einusinni seint á degi um haust- ið, að eg heimsótti frú Rhylston. Þá sagði sonur hennar mér, að hann og menn hans hefðu skriðið inn um sama gluggann, sera eg stökk út um, og sem eg hafði látið standa opinn, og komið þjófunum á óvart og handtekið þá. Eg gat ekki stilt mig um að brosa að þeirri hugsun minni, að nú mundu þeir varla kalla mig: »Saklausu dúfuna ljúfu«. Fyrirmyndarheimili, Hvernig á að fara að því að stofna fyrir- myndarheimili? Það er erfið list, enginn kann hana að vorri hyggju til fulls. Heimili, eins og það á að vera, verður eigi stofnað, nema hug- sjónir og framkvæmdir fari saman. Og nú á dögum gengur það seigt og seint að þokast áleiðis til fullkomnunar í þessu efni. Nú eiga menn fyrst og fremst erfitt með að elska, og vanti kærleikann, þá verður heimilið, aldrei það sem það á að vera. Og kærleikurinn, sem hér er um að ræða er alt annað en að leggja ástarhug á annan. Ekkert í heiminum er jafn einstrengingslegt og ástarhugir, hversu heitir sem þeir kunna að vera og áfjáðir. Þar á móti felur kær-' leikurinn i sér heilan heim. Ástaþátturinn í mannlegu lífi er sterkur, en hann er ekki sterkasti né göfugasta aflið í lífi manna; hann getur ekki einn fyrir sig hjálpað tveim- ur manneskjum til að komast farsællega gegnum örðugleika lífsins. Ástarhugirnir eru eigingjarnir, en kærleikurinn fórnar sjálfum sér. Það er ekki sannur málsháttur, að kærleikurinn sé blindur. Það er ástin, sem er blind. Kærleikanum er traust og góð lagsmenska samfara. Og til þess að stofna fyrirmyndarheimili, þá er alsendis ómiss- andi, að góð lagsmenska sé milli hjónanna. Og svo eiga maður og kona helst að standa á sama menningarstigi. Hvergi á það orðtak betur við en í hjónabandinu, að lík börn leika bezt. Auðvitað eru til undantekn- ingar frá þessari reglu. En standi hjónin á ólíku menningarstigi, þá fara áhugaroál þeirra ekki saman og þá getur hið bezta á heimilinu: samúðin, samlyndið, samstarfið — ekki notið sfn að sjálfsögðu. Næsta atriðið er það, að maðurinn verður að gæta þess vel, að meta konu sína hvorki of mikils né of lítils. Oft fer grundvöllur góðs heimilis út um þúfur af þvf, maðurinn hefir í sæludraumi tilhugalífsius þótt konuefnið sitt vera eins og einhver

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.