Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Síða 4
148 HEIMILISBLAÐIÐ is er sett »!eidsl'a« úr jámsteinsteypu í skuróinn, os>' liaú'ur sú ieiðsla stundum þvert yfir hin natturiegu fljót. Ennfrem- ur er skurðurinn látinn hvíia á dalbrúm yfir þjóðvegum og járnbrautarleiðum. Stórkositlegastur liessara skurðarpunkta er hjá Magdeburg, þar sem skurðurinn er með sérstöku feikna mannvirki lagður yf- ir Elben; en skamt fyrir vestan fljótið er gerður annar minni skurður með flóðgátt- um svo að samband kemst á milli skurðs- ins og fljótsins. Þegar þessu sfórvirki er lokið, kom.ast á beinar samgöngur milli höfuðborgarinnar (Berlín) og miðstööva iðnaðarins í Rinar- héruðunum; hins, vegar eru beinar sam- göngur milli Berlínog Eystrasaltsins; mæt- ast þá hvorutveggja skipaleiðirnar í Bei- lín, svo að samband verður milli Eystra- saltslandanna og Rínarhéraðanna. Árið 1940 á þessu stórvirki að veralokið. Þegar svo er komið, þá, getur skip siglt inn í Þýskaland hjá Stettin og síðan í gegnum. Berlín og annaðhvort langleiðis til ein- hverrar borgar í Þýskalandi, sem liggur við eitthvert, fljótið eða þvert í gegnum Þýskaland inn í Holland og Belgíu og alla leið út í Englandssundið (den engelske Kanal). Alt til þessa hefir verið fylgt áætlun mec» stórvirki þetta, og má því ætla að það verði gert framvegis uns því er lokið. En þad kostar ógrynni fjár og veit. enginn hve mikið það kann að verða. Skrítla frá ftalíu. Konungur ftalfu missir vasaklútinn sinn. Musso- lini beygir sig til að taka klútinn upp, en kon- ungur varnar jiess og segir: »Nei, nei, ég get jiað sjálfur — það er nefnflega einasti hlutur- inn, sem ég má reka nefið I nú á tímum«. A: »f gær var mér sagt frá sjötugri konu, sem hefði átt tvíbura«. B: »Dettur j)ér í hug að ég trúi þessu?« A: »t>etta er nú samt satt. En jiað eru fjöru- tíu ár sfðan það skeði, að jiessi kona, sem nú er sjötug, átti tvíburana«. Listin sú að varðyeita æskufjörið. Þið hafið sjálfsagt. margsinnis tekið eft- ir mönnum, sem eru orðnir lotnir og grá- hærðir á ungum aldri og virðast yfirleitt miklu eldri en þeir eru í raun og veru. En hinsvegar m,unuð þið áreiðanlega, oft hafa séð menn, sem halda sér sí.ungum og eru símóttækilegir fyrir áhrif og varðveita hæfileikann til að verða hrifnir fyrir trúna og vonina á hið góða í lí.finu, og þeir eru hamingjusömustu menn undir sólinni. Alf eru þetta gæði, seanj vert er að gera, sér far um að varðveita, og þegar við vinnum að því skynsamlega, þá getur okkur orðið mikið ágengt í því að öðlast það, sem við gætum kallað ævarandi æsku. Með þessu eigum við ekki við það, að nokkur geti haldið líkama sínum jafnung- um alla æfina. Við eigum í fyrsta lagi viö það, að maðurinn haldi sér ungum, og starf- fúsum í anda sínum og sálarlífi fram á elliár og skilyrði fyrir því að hann geti gjört þetta, eru líffæri líkamans, heiibrigð og vel starfandi. Það á sínar eðlilegu orsakir, er margir verða gamlir fyrir aldur fram. Það má t. d. segja að sumir verði gamlir af því að þegar þeir hafa náð sextugsaldri, þá, hafi þeir þá trú„ að þeir séu orðnir gamlir og haga sér svo eftir þeirri trú. En fiestir vilja hafa eitthvað upp úr lí.iinu eins f.yrir því, þó að þeir hafi náð háum aldri. Af þeim ýmsu orsökum, sem samverk- andi eru að því, að menn verða gamiir fyr- ir aldur fram, viljum við fyrst, og fremst nefna eiturefni þau, ýmsrar tegundar, sem komast inn í. líffærin með ýmsu móti og vinna þar sitt eyðingarverk. Það eru eink- um þrennskonar eiturefni. Hin algengu nautnaefni, eiturefni, sem komast. inn í líí'- færin þegar um smitun er að ræða, og rotnunargerlar í, þörmunum. Til fyrsta flokksins heyra vínandi, tó-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.