Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Page 5

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Page 5
HEIMILISBLAÐIÐ 149 bak, kaffi og te. Og það er áreiðanlega tó- bakið, sem vinnur mest að því að eyða æskufjörinu og valda elli fyrir aldur fram, eins og það er áreiðanlegt að þess er lang- mest neytt. Með tilraunum á dýrum hefir það komið \ ljós, að það veldur fljótlega æóakölkun. Og næg reynsla er fengin fyr- ir því, að það hefir svipuð áhrif á menn. Vínandi veldur víst eigi jafnmikið æða- kölkun, eins og kaffi, te og tóbak, en hann hefir bein og mjög skaðvæn áhrif á lifr- ina og nýrun og taugakerfið og stuðlar mjög að því að veikla, líffærin og gjöra menn óeðlilega fljótt gamla. Og daglegt viðurværi varðar líka næsta miklu, vilji menn varðveita æskufjör sitt. Það er ómögulegt að halda eðlilegu starfs- þreki og lífslöngun, lifi menn á óhollri og ónógri fæðu. Þá eru það hinir smitandi sjúkdómar. Þeir eru líka óvinir æskufjörsins. Viljí m.enn því varðveitast ungir í anda, þá verða þeir að gera, það, sem þeir geta til að forðast smitandi sjúkdóma. Eins og kunnugt er, þá eru það ekki svo mjög sjálfar sóttkveikjurnar, sem valda ýmsum sjúkdómum, eins og efna- skiptaframleiðsla þeirra, sú sem altekur líffærin og skemmir þau. Svo er því hátt- að um alvarlega sjúkdóma, eins og tauga- veiki, barnaveiki, skarlatssótt, o. s. frv.; en hið sama er líka að segja um inflúensu og algengt kvef, sem menn gefa að jafn- aði engar. gaum. En áríðandi er að halda öllu þessu svo langt frá. sér, sem mögulegt er, og það gjöra menn sumpart með því, að auka mótstöðukraftinn og sumpart með því að fylgja skynsamlegum heilbrigðis- reglurn. Það er næsta mikilsvert að halda blóðinu hreinu íneð því að eta hollan mat og með því að herða líkamann daglega með köldu vatni. Loks vil ég nefna sýkjandi rotnun í þörmunum; það er mikilvæg orsök þess, að menn verða snemma gamlir. Það er því miður mjög algengur kvilli á vorum dög- um; margir þjást af hægðaleysi eða hafa mjög tregar hægðir; liggur saurinn þá alt. of lengi í endaþarminum og rotnar þar af völdum gerla og sýkla, og eiturefnin, sem myndast við þetta, fara út í blóðið og ber- ast með því um allan líkamann og hafa skaðleg áhrif á líffærin, og starfsemi þeirra. Það er því næsta áríðandi að halda hægðunum í góou lagi. Sé það rétt, sem, oft er sagt: Ha,nn er útslit.inn«, »já, hún er búin að slíta sér út sjálf«, o. þvíuml., þá, gætum, við hæglega skilið það svo, að stritvinna sé einna skæð- ust í því að gjöra menn gamla, fyrir aldur fram. En það er sjaldnast erfiðinu einu að kenna. Með þyí að gjörskoða lifnaðar- háttu gamla fólksi,ns, þá verður það ofan á, að flestir hafa lifað starfsömu og at- orkusömu lífi. Sé unnið um of, þá hefir það auðvitao skaðleg áhrif, einkum. ef menn unna sér ekki neinnar hvíldar. En vér fullyrðum hinsvegar að starfsampr menn og iðnir lifi lengst og lifi best.. Að vinna er að lifa og reglubundin hóf- leg störf auka heilbrigði manna. Strit- vinna er uppbyggilegri í heilbrigðislegu tilliti en iðjuleysi; en samtímis verður að sjá fyrir reglubundinni hvíld og upplyft- ingu. Nóg eru þess dæm.i í sögunni, að menn hafi getað yarðveitt æskuþróttinn fram á elliár, en hitt er líka jafnvíst, að menn geta orðið gamlir, þótt þeir séu ekki nema 40—50 ára, og sumir taka jafnvel að ger- ast gamlir á þrítugsaldri, því ellimörkin get,a þá þegar farið að gera vart við sig: minkandi vinnuþrek, þreyta, veiklunartii- finning, mæði, minnissljóleiki, æðakölkun o. s. frv. — ef menn brjóta heilbrigðislög- málið. Svo segja læknarnir, og þeim er málið kunnugast.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.