Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Side 15

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Side 15
HEIMILISBLAÐIÐ 159 Lágur illgirríislegur kurr sannaði þes,si orð. »Já, en þið neyðist,. nú samt til að bíða, svo lengi«, sagði stúlkan. »Nema þið ætl- ið kannske að kveikja í kjarrinu. En guð gefi, að það sé enginn á meðal ykkar, sem hefir svo litla sómatilfinningu! Þið eruð ekki svo ragir að svæla hann út! Og ef þið gerið það, þurfið þið hvort sem er a J bíða í tvö dægur. Eftir tvo daga get ég verið kominn aftur. Captain er íljóíasti hestur í heimi«. Hún rétti hendurnar biðjandi til þeirra. »Ef nokkur ykkar elskar«, sagði hún, þá hjálpið mér! Hvort sem ykkur finst þa J íét,t eða ekki, sem ég er að gera, þá hjálpið þér mér, af því ég elska hann. Gefið mér þenna frest í tvo d iga. Aðeins tvo daga, er of mikið að biðja um, það?« En nú kallaði Jim Cochrane, hrædduv um að hún mundi fá sínu framgengt. »Ætlið þið að láta hana sleppa meó hestinn? Hafið þið hugsað ykkur það?« »Átt þú hann,?« spurði unga stúlkan æst. »Er þetta hesturinn þinn, ertu hrædd- ur við að sjá af honum?« Andúðin, sem myndast hafði gegn Jim. Cochrane um daginn, br. ust nú út í krÖftugum mótmælum, frá þeim, er stóðu næst sheriffanum. og heyrt höfðu bæn hennar og tillögu Skuggans við henni. »Burt með þig!« æptu þeir að Skuggan- um. »Farðu í burtu frá henni! Hver gefui þér leyfi til að rífa kjaft hér«. Cochrane sneri sér undan. Hann þorði ekki að láta hina sjá framan í sig, svo aó þeir sæu ekki hið morðfýkna andlit hans. En það var heimska, að láta manninn, sem var svo að segja kominn í snöruna, sleppa á síðustu stundu, af því að stúlkukind skír- skotaði til drenglyndis þeirra. Og þar að auki var Captain nú svo nálægt honum atí hann gat náð í hann með því að rétta út hendina, en samt var það eins og hann vieri margar mílur í burtu. Hann heyrði, að þ'ir gerðust nú háva- ari í hópnum, er fyl’du henni. »Við viijum bíða,«, scgðu þer. »Hvað er það, þó það séu tveir dagar, þegar lífió liggur við!« Hefði hún hikað, hefði hópurinn kann- ske tekið sig á þessu, en Sylvia beið ekki brot, úr sekúndu. »Félagar — vinir«, sagði hún »ætlið þití að gefa mér þessa tvo daga, sem ég bití ykkur um? Aðeins tvo daga?« Þeir svöruðu henni á þann hátt, sem hafði verið siður í gegnum marga ættiiði, þegar stúlka bað um eitthvað. Þeir sögðu já og þeir hrópuðu það allir í einu. Áður en þeir gætu hugsað sig betur um, var hún þotin í burtu, Captain hljóp á harðaspretti yfir hið flata landslag. Skugginn starði á eftir henni. Hann hafði hreyft sig, eins og hann ætlaði að stökkva á bak þeim hesti, er næstur stóö og elta hana, en hann fann, að augu Algie Thomas hvíldu á honum og því stóð hann kyr. Iíann sá nú, að Sylvia Rann hafði þrifið pálmann úr höndum hans, þrátt fyrir alla hans fyrirhöfn og kænsku. Hún mundi halda beina leið á járnbraut- arstöðina hinum megin við Carlton, og þaðan mundi hún senda óteljandi skeyti til þess þorps, sem Tom átti heima í. Hún mundi koma aftur löngu áður en tveir dag- ar væru liðnir með margLaldar sannanir fyrir því hver hann væri. Og þegar þær sannanir kæmu, hver mundi þá ekki trúa því, er hún hafði fyr sagt, að hann sjálfui væri sá maður, er allir hötuðu — Skugg- inn? Hún var nú þegar komin langt í. burtu. Hún var komin niður á þjóðveginn og sneri lítið eitt til vinstri í ógna flýti. Að stund- arkorni liðnu væri hún horfin. Á meðan hinir fóru hver í sinn stað er þeir höfóu áður verið, gekk Skugginn frá og .hugsaði um kringumstæðurnar. Framhcdd.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.