Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1948, Síða 3

Heimilisblaðið - 01.09.1948, Síða 3
37. árg. Reykjavík, september 1948 9. tbl. á T IL Á N T Eru pýramídarnir og bananatrén sannanir fyrir því að Atlantis hafi verið til? J hinu fagra kvæði „Atlantis“ liefur sænska stórskáldið Gustaf Fröding gert grein fyrir 'lraumsýnum sínum ttm Atlantis, heimsveld- 1 Atlantsliafi, sem sökk í sæ, „dag nokkurn pg örlagaríka nótt“, eins og gríski lieimspek- Uigurinn Platon segir í einu rita sinna, um 400 árum fyrir Krists burð. Goðsögnin um Atlantis hefur öldum saman verið þakksamlega þegin af skáldum, dul- spekingum og vísindamönnum í ýmsum lönd- l,ut. Það var lengi óbrúandi djúp á milli ^raumórakenndrar lýsingar Platons á dag- egu lífi í beimsríkinu Atlantis og hinna raunsæju vísinda, en djúp þetta hefur brú- azt síðustu mannsaldrana. Dýpi Atlantshafs- 1118 hefur verið kannað og uppdráttur gerð- Ur- Það verk hafa enskir, amerískir, þýzkir ug norskir vísindamenn unnið. Nú mun tæp- e8a nokkur nútíma jarðfræðingur lialda því rant, að það sé fjarri sanni, að Atlantis hafi ' erið til. Grein þessi á að f jalla um sannleiks- gílcli þeirrar skoðunar Platons, að Atlantis a‘i verið „paradísargarður" og vagga menn- ^garinnar. Hér er um yfirgripsmikið efni ‘l ræða og verður því ekki gerð full skil stuttri blaðagrein. ^g^ýpkunarrannsóknir í Atlantshafi sanna, 50°St°r miki11 bálendishrvggur liggur frá norðlægrar hreiddar til suðvesturs í átt- ina að strönd Ameríku, en þar beygir liann í suðaustur til Afríku og endar hjá eldfjalla- eynni Tristan da Cunha. Azoreyjarnar, St. Paul og Ascension eru hæstu tindar þessa mikla hálendis, er gnæfa yfir sjávarflötinn. Hið sokkna meginland er hulið þykku lagi af eldfjallaösku, sem sannar, að voldug eldgos hafa átt sér stað einhverntíma í fyrndinni. Lönd jarðarinnar hafa frá fyrstu tíð sokkið og risið á víxl, og gerist það enn þann dag í dag. Áður fyrr var Stóra-Bretland að minnsta kosti 600 metra í sjó niðri. Sahara, stærsta eyðimörk í heimi, var einu sinni sjávarhotn. í frásögn Platons, sem er samhljóða fom- um munnmælum frá Mið-Ameríku í ýmsum atriðum, er talið, að eyjan Atlantis liafi sokk- ið um 11 500 árum fyrir Krists burð. Frá jarðfræðilegu sjónarmiði er stutt síðan þetta skeði, en eyjan Atlantis var síðustu leifar voldugs meginlands, sem áður fyrr var áfast ströndum Afríku og Suður-Ameríku. Við munum seinna atliuga, hvað margt er áþekkt í menningu og dýra- og jurtalífi heims- álfanna tveggja. En það getur einmitt fært okkur sannanir fyrir tilveru meginlandsins, sem sökk í sæ. Hin ýtarlega frásögn Platons af Atlantis — eða Poseidonis, eins og eyríkið nefndist einnig eftir sjávarguðnum Poseidon, sem álit-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.