Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1948, Page 8

Heimilisblaðið - 01.09.1948, Page 8
148 HEIMILISBLAÐIÐ William Saroyan P í A — Mér finnst ég verða svo skrítinn í hvert skipti sem ég sé píanó, sagði Ben. — Verðurðu það? sagði Emma. — Hvers vegna? -— Ég veit ekki, sagði Ben. — Hvað segirðu um, að við göngum inn í verzlunina og reyn- um það litla í liorninu? — Kanntu að leika á píanó? sagði Emma. — Ég veit ekki, hvort þú kallar það að leika, sagði Ben. — Hvað er það þá? sagði Emma. -— Þú færð nú að sjá, sagði Ben. Þau gengu inn í verzlunina og að litla píanóinu í horninu. Emma sá hann brosa, og hún spurði sjálfa sig, hvort hún mundi nokkurntíma skilja hann. Hún gat gengið lengi með lionum og lialdið, að hún þekkti hann vel, en allt í einu komst hún að raun um að svo var ekki. Hann stóð hjá píanóinu og virti það fyrir sér. Hana grunaði, að liann hefði ef til vill hlustað á fólk, sem lék vel á píanó, því hann kærði sig aðeins um góða músík, og í hvert skipti sem liann sá hljóm- borð á píanói kom honum inúsík í hug, og liann ímyndaði sér, að hann væri píanósnill- ingur. — Kanntu að leika á píanó? sagði hún. Ben horfði í kringum sig. Afgreiðslumað- urinn var hvergi nálægur. — Nei, ég kann ekki að leika, sagði Ben. Hún sá, hvernig hendur hans slruku nót- urnar. Þær voru alveg eins og hendur píanó- leikara. Henni fannst þetta svo undarlegt, það var' rétt eins og hann kynni að leika á píanó. Ben sló varfærnislega nokkrar nótur. Það kom enginn afgreiðslumaður í ljós. Hann hélt því áfram að reyna hljóðfærið. Henni fannst hann leika ágætlega. En leik- ur hans stóð aðeins í hálfa mínútu. Þá skotr- aði hann til liennar augunum og sagði: » — Það hljómar vel. — Mér finnst þetta prýðilegt, sagði Emma- - Ég á ekki við leikinn hjá mér, sagði Ben. — Ég á við píanóið. Það hefur ágætan hljóm, óvanalega góðan af litlu píanói að vera. Miðaldra maður gekk fram í búðina til þeirra og sagði: — Góðan daginn. — Góðan daginn, sagði Ben. Þetta er ágætt píanó. -— Það er mjög gott liljóðfæri, sagði kaup' maðurinn. Sérstaklega þægilegt fyrir heima- hús. Við höfum selt mörg. — Hvað kostar það? sagði Ben. Tvö hundruð fjörutíu og níu dollara' sagði kaupmaðurinn. — En þér getið auðvita* greitt það með mánaðarlegri afborgun. Ilvar er það framleitt, sagði Ben. — Ég veit það ekki með vissu, sagði kaup maðurinn, — en að öllum líkindum í PUila delphíu. En ég get tekið ábyrgð á þvi. — Enga áhættu mín vegna, sagði Bcl1- Leikið þér á píanó? - Nei, því miður, sagði kaupmaðurinn- Hann sá, að Ben vildi gjarnan reyna þa< einu sinni enn. péx — Gjörið þér svo vel, sagði liann. - megið leika á það. — Ég kann ekki að leika, sagði Ben- — En ég heyrði yður þó leika, sagði kaUp maðurinn. —: 0, það var enginn leikur, sagði Bcl1 —- Ég^þekki ekki nóturnar. — Mér fannst þér spila ágætlega, s3?1 kaupmaðurinn. Mér líka, sagði Emma. — Hversu mik1 á að greiða strax? „ — 0, sagði kaupmaðurinn. — Fjörutíu c ^ fimmtíu dollara. Gjörið þér svo vel. væri ganian að heyra yður leika aftur. -— Ef það væri heima, sagði Ben, — þa "x ég leikið í næði.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.