Heimilisblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 12
152
HEIMILISBLAÐIÐ
Ví5 kyrtilfald kardinálans
Framhaldssaga eftir Stanley J. Weyman
1. kafli.
Á veitingahúsi Zatons.
— Merkt spil!
Tveir tugir manna stóðu kringum okkur,
þegar mannbjálfinn, sem lítið þekkti til þess
manns, sem hann átti við að etja, lireytti
þessum orðum í mig. Ég þori að sverja, að
hann hefur haldið, að ég mundi rjúka upp
bölvandi, æstur eins og reiður hani. En þann-
ig hagaði Gil de Berault sér aldrei. Ég leit
ekki einu sinni á hann, fyrst eftir að liann
sagði þetta. Þess í stað renndi ég augunum
— auðvitað brosandi — yfir hópinn og sá,
að þar var enginn, sem ástæða væri til að
óttast, nema de Pombal; og að síðustu stóð
ég á fætur og leit á mannbjálfann með hörku-
svip, sem ég vissi, að hafði sín áhrif á eldri
og vitrari menn en hann var.
— Merkt spil, herra Englendingur? sagði
ég og glotti kuldalega. — Mér er sagt, að
slík spil séu notuð til að leika á spilamenn,
en ekki óharðnaða skóladrengi.
— Ég fullyrði samt, að þau séu merkt!
svaraði hann æstum rómi á hinu skringilega,
erlenda hrognamáli sínu. — Ég liafði ekkert
á liendinni síðast. Þér tvöfölduðuð það sem
í borði var. Þér hafið vitað þetta, herra minn!
Þér hafið beitt mig svikum!
— Það er ekki svo erfitt að leika á yður,
herra minn — þar sem þér gætið þess ekki,
að bak við yður er spegill, svaraði ég liæðn-
islega.
Við þetta ráku allir viðstaddir upp skelli-
hlátur, sem hefði getað heyrzt út á götu,
og nú komu allir þeir gestir að borðinu, sem
ekki voru komnir áður. En ég slakaði ekki
á andlitsdráttum mínum. Ég beið, þangað til
allt var orðið kyrrt aftur, en bægði þá ein-
um eða tveimur mönnum frá, sem stóðu a
milli okkar og dyranna og benti þangað,
alvarlegur í bragði.
— Bak við St. Jacques-kirkjuna er dálítill
blettur, herra útlendingur, sagði ég um
og ég setti upp hattinn og lagði kápu mina
á handlegginn. — Þér komið þangað vafa*
laust með mér?
Hann þreif hatt sinn, blóðrjóður af sneyp11
og reiði.
~ , , , T?f
— Með ánægju! liraut út úr honum. —■ *'
þér viljið, skal ég fylgja yður til fjandans •
Ég áleit þetta útrætt mál, en þá lagð1
markgreifinn höndina á handlegg unga
mannsins og stöðvaði hann.
Þetta má ekki ske, sagði hann og snen
sér frá lionum að mér.
Svipur lians var virðulegur og göfugmann-
legur. — Þér þekkið mig, herra de Berault-
Þetta mál hefur þegar gengið nógu langt-
— Of langt! herra de Pombal, svaraði eg
beisklega. — En ef þér skylduð vilja leysa vin
yðar af hólmi, mun ég ekki koma með nein-
ar mótbárur.
— Uss, maður! svaraði hann og yppti °x}~
um liirðuleysislega. — Ég þekki yður, og eS
berst ekki við menn af yðar tagi. Það þarf þess1
maður lieldur ekki að gera.
— Vafalaust ekki, svaraði ég og hneigði
mig djúpt, — ef hann vill heldur vera lam-
inn með prikum á götunum.
Þetta snart markgreifann.
— Gætið yðar, gætið yðar! hrópaði hann
æstum rómi. — Þér gangið of langt, lierra
Berault.