Heimilisblaðið - 01.05.1972, Side 4
lega og skilningsríkt og frú Mclntosh? Var
ég virkilega svo tilfinningalaus, að ég gat ekki
sett mig í spor annarra?
Þetta gerði ég mér ljóst, að oftar en í þetta
skipti hafði ég brugðist fólki sem þarfnaðist
skilnings og stuðnings, og varð fastákveðin
í því að bæta fyrir þessi brot mín.
Hvernig hafði frú Mclntosh farið að því að
breyta þessum vesalings vanskapaða dreng i
stoltan mann, með örfáum orðum? Hvað hafði
orsakað það á hvern hátt hún gerði þetta?
Var það ósjálfrátt eða yfirvegað? Var það af
vinsemd, meðaumkun eða háttvísi — eða sam-
eining af þessu öllu? Mér komu í hug orð,
sem sóknarpresturinn okkar hafði einu sinm
notað, þegar hann talaði um þá tegund mann-
kærleika, sem hann kallaði á líkingamáli
„vizku hjartans".
Þegar ég leit til baka yfir minn eigin lífs-
feril, skildi ég hversu oft ég sjálf hafði verið
uppörvuð af manneskjum, sem áttu þessa
vizku. Móðir mín hafði ótal sinnum hjálpað
mér, þegar ég var ung og viðkvæm, með því
að veita mér þær ómetanlgeu gjafir, sem sjálf-
stjórn og sjálfsvirðing er.
Ég man eftir því, að þegar ég var sjö ára.
var mamma önnum kafin við að undirbúa
teboð, og ég vildi gjarnan hjálpa henni. Ég
fór út og tíndi stærðar vönd af fíflum, sem
ég færði henni með miklu stolti. Flestar mæð-
ur hefðu aðeins þakkað vingjamlega fyrir, en
síðan stungið illgresinu niður í mjólkurflösku
og falið það í eldhúsinu. En móðir mín setti
fíflana í einn af sínum fallegustu blómstur-
vösum, og setti hann á slaghörpuna, milii
tveggja kertastjaka. Og hún var ekki að af-
saka þetta fyrir gestunum með hinum venju-
legu, heimskulegu skýringum á því, að þetta
væru blómin „hennar Lísu litlu.“
Enn þann dag í dag get ég ekki séð blóma-
vönd í samkvæmi, án þess að minnast stolts-
ins sem ég fylltist, þegar mamma setti fíflana
mína á heiðursstaðinn, en ekki rósirnar.
„Vizka hjartans" merkir fyrst og fremst
djúpan skilning á tilfinningum annarra. Það
kenndi bróðir minn mér, kvöld eitt, þegar
hann, átján ára gamall, breytti „bekkvermu“
í eftirsótta stúlku. Hún var Íítil, óásjáleg
skólastúlka, sem faldi sig feimnislega í einu
horninu á danssalnum, til þess að enginn tæki
eftir því að henni var ekki boðið upp í dans-
inn. Þegar bróðir minn tók eftir þessu, varð
hann svo hrærður yfir umkomuileysi hennar,
að hann gekk til hennar og bauð henni í dans.
Og þá gerðist kraftaverkið. Hún varð svo
hamingjusöm að hún varð bókstaflega falleg.
Annar ungur maður bauð henni í næsta dans,
og eftir það dansaði hún hvern einasta dans
það sem eftir var kvöldsins.
Tillitssemi af þessu tagi getur útbreitt
skilning milli manneskjanna á öllum sviðum
lífsins. Hún getur t. d. varpað nýjum ljóma
á hjúskaparlífið. Vinkona mín ein hafði sagt
mér — eins og raunar fleiri — að hún kviði
fyrir fjörutíu ára afmælisdeginum sínum. Að
sjálfsögðu vissi hún, að framundan gátu ver-
ið mörg hamingjusöm og árangursrík ár, en
slíkt vill oít gleymast nú á tímum, þegar allt
þjóðfélagið liggur marflatt fyrir æskunrii.
Hún nefndi þetta ekki við mann sinn við
morgunverðarborðið, en þegar hann var far-
inn leyfði, hún tárunum að streyma. Hún
hugsaði með skelfingu um það, sem framtíð-
in mundi færa henni, grátt hár, hrukkur og
látlausa baráttu við að halda líkama sínum
grönnum. Þegar maður hennar kom heim frá
vinnu sinni um kvöldið, var hún róleg í ytra
útliti en í sál hennar var nagandi kvíði.
Eftir matinn sagði maður hennar: „Komdu
nú inn í stofu og líttu á gjafirnar. Þau höfðu
alltaf gefið hvort öðru gagnlega hluti, og nú
gerði hún helzt ráð fyrir að verða sýnd ný
ryksuga, sem þau höfðu mikla þörf fyrir. En
sér til mikillar undrunar fékk hún pakka með
skrautlegum, útsaumuðum inniskóm, og ann-
an með knipplinganáttjakka og tilheyrandi
kjól. „Hann sagði ekki hvers vegna hann
hafði valið þetta “ útskýrði vinkona mín, „og
það var heldur ekki nauðsynlegt. Ég vissi að
hann meinti: Þú ert falleg og verður það
alltaf. Og það merkilega var, að samstundis
fór mér sjálfri að finnast það.“
Fólk sem á „vizku hjartans" hefur alltaf
tíma til að sjá vandamál annarra. Einkenn-
andi dæmi þess, er sagan um litla, einmana
drenginn, sem þótti svo vænt um slitinn, ein-
eygðan „banga“ sem hann átti, að hann tók
hann með sér á sjúkrahús þegar hann var
fluttur þangað til þess að teknir væru úr
honum hálseitlar.
Morguninn sem læknirinn kom að rúminu
og sagði honum, að nú ætti hann að koma
92
H E I M I L I S B L A Ð I *>