Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Qupperneq 6

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Qupperneq 6
Hestasveinniim Eftir Edward Woodward John Gorridge sat í forsalnum á Blakes Hóteli og geyspaði yfir blaði. Honum leiddist. Hann var einn þeirra manna, sem ekki gat lifað án þess að hafa eitthvað fyrir stafni, og það lá við að hann formælti forsjóninni, eða réttara sagt frændanum, sem hafði arf- leitt hann að svo miklum auðæfum, að í raun og veru þurfti hann ekki að dýfa hendi í kait vatn, það sem eftir var ævinnar. í tólf ár hafði hann lifað svo að segja í hnakknum á búgarði frænda síns í Suður Am- eríku en nú sat hann hér í gistihúsi í London, klæddur nýtízku fötum, en langaði mest til að komast aftur í reiðbuxurnar sínar og þeysa af stað á hesti. Út úr leiðindum byrjaði hann að lesa aug- lýsingarnar í blaðinu, en skyndilega rak hann auga í eina sem vakti áhuga hans. Þar stóð: ,Hestasveinn, sem hefur kunnáttu í að ala upp hesta, og einhverja þekkingu í dýralækn- ingum, óskast á fremur lítið hestabú. Verður að vera fús til að annast sölu hesta. Nánari upplýsingar fást hjá Orbridge, Selcombe Grange, Berkshire." Corridge leit upp og sleppti blaðinu. Hann var fæddur í Selcombe og hafði átt þar heima, þar til hann varð 18 ára Auglýsingin vakti hjá honum margar minningar og hann fann til ómótstæðilegrar löngunar til að fara þang- að strax. Honum kom nokkuð í hug. Því ekki að sækja um stöðu sem hestasveinn á Sel- combe Grange? Það gat verið gaman að sjá, hvort þar væri allt enn, eins og þegar hann fór þaðan, og tilhugsunin um að fá tækifæri til að umgangast hesta á nýjan leik, ýtti undir þessa ákvörðun hans. Það tók hann tvo tíma að láta niður far- angur sinn og yfirgefa gistihúsið. Hann hafði sett vönduðu fötin niður í töskur, og farið í gömlu reiðfötin og þegar hann sat á 3. far- rými í lestinni á leið til Selcombe, fann hann til vellíðunar í fyrsta skipti eftir heimkom- una. Gorridge fór inní krána, en þar var kominn nýr eigamdi. Annars var allt eins og það hafði verið, eða svo fannst honum, þegar hann skömmu síðar litaðist um í bænum. Jafnvel Selcombe Grange var sem áður reisuleg bygg- ing, sem hann mundi svo vel eftir, en þegar hann nálgaðist, fannst honum staðurinn vera dálítið niðurníddur. Ef til vill var þetta rang- minni hjá honum eftir öll þessi ár. Gamli ráðsmaðurinn, Mason, opnaði dyrnar. Hann var orðinn hrumur, og starði á John nærsýnum augum. John var strax viss um að hann þekkti hann ekki aftur þegar sá gamli spurði hvers hann óskaði. „Ég er kominn til þess að sækja um stöðu sem hestasveinn. Er sir Orbridge heima?“ „Bæði sir Austin og frúin eru látin, ungi maður,“ svaraði Mason mæðulega. „En ef þér viljið koma með mér til hesthúsanna, skal ég vita hvort núverandi eigandi búgarðsins, ung- frú Diana Orbridge, hefur tíma til að tala við yður.“ John fylgdi gamla manninum eftir gegnum garðinn. Hann tók eftir því, að jakkinn hans var slitinn, og buxurnar trosnaðar að neðan. Allt benti til þess að fátæktin hefði heimsótt Selcombe Grange. Ung stúlka í reiðfötum kom á móti þeim. John hlýðnaði um hjartræturnar, þegar hann sá hana. Þetta var Diana, sem hann hafði verið svo ástfanginn af fyrir tólf árum síðan. Iiún hafði ekki breyzt mikið, en augun voru döpur og þreytuleg. Um stund óttaðist hann að hún mundi þekkja hann, en þegar hún baul honum kuldalega góðan dag, var hann viss um, að hún taldi hann ekki þann John, sem hún hafði eitt sinn þekkt. Til allrar hamingju hafði hann tekið sér ættarnafn frænda síns, svo að hann þurfti ekkert að óttast þegar hann kynnti sig. Hann tók ofan hattinn og sagði: „Góðan dag, ungfrú. Ég heiti John Gor- ridge. Ég er kominn hingað til að sækja um starf hestasveinsins, sem þér auglýstuð." 94 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.