Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 8
ég hef fyrirhitt um dagana,“ tautaið hann, um leið og hann lyfti hattinum og hraðaði sér burt. Skömmu seinna rakst hann á Diönu. Upplit hennar var keki eins djarflegt og venjulega, og það skein ótti úr augum hennar þegar hún spurði: „Gorridge. Er maður að nafni Blaw hér ennþá?“ „Nei hann er farinn,“ svaraði John. „Farinn. Hvernig stendur á því?“ „Það veit ég ekki. Sennilega hefur hann orð- ið leiður á að bíða.“ „Það var furðulegt." Diana snerist á hæli, og gekk hugsandi leiðar sinnar. Hún skildi ekki hvað hafði gerst, en hafði óþægilegan grun um að ekki væri allt með felldu. Það var eitthvað við þennan nýja hesta- svein, sem vakti undrun hennar og forvitni. Hann hafði þannig framkomu, að hún fann til löngunar til að trúa honum fyrir öllum áhyggjum sínum, og biðja hann hjálpar. En hún var of stolt til að biðja hestasvein sinn um hjálp. Hún varð að berjast við erfiðleika sína ein. John hugsaði mikið um Diönu þetta kvöld. Ást hans til hennar hafði blossað upp aftur, eftir tólf ára lægð, og hugsuninu um alla erfiðleika hennar olli honum sárum kvölum. Hann óskaði þess að fá tækifæri til að veita henni hjálp, sem um munaði. Og svo undar- lega vildi til að þessi ósk hans rættist þegar næsta morgun. Diana hafði lagt af stað til Wantham snemma um morguninn, og eftir að John hafði liðkað hestana, fór hann að hreinsa til í hest- húsunum, svo að allt væri í lagi, þegar Diana kæmi heim. Allt í einu kemur Arnold Baxter, sem John hafði séð einu sinni áður og ekki geðjast að 'nanninum. Baxter var klæddur fínum nýtízku fötum, og spígsporaði um, eins og búgarðurinn væri hans eign. Þegar hann gekk fram hjá John spurði hann hæðnislega: „Er ungfrú Orbridge heima, hestasveinn?" „Nei,“ svaraði John. „Ungfrúin er í Want- ham.“ Baxter leit upp og glotti. ,Ég ætla að ganga dálítið um hérna og líta á eignina," sagði hann með rembingi. Han ætlaði að ganga inn í hesthúsin, en John varnaði honum leiðarinnar. „Það fer enginn hingað inn nema með leyfi ungfrúarinnar,“ sagði hann með áherzlu. „Heyrið þér nú, góði maður,“ svaraði Bax- ter drembilega. , Ég get tilkynnt yður það, að þessi hesthús eru ekki síður mín eign en henn- ar. Ég hefi hátt veð í ættaróðalinu, og þar sem ég hefi í huga að segja því upp, þarf ég að gera mér grein fyrir hvers virði það er í raun og veru.“ John stillti sig af fremsta megni, og spurði varlega: „Veit ungfrúin að þér hafið í hyggju að segja upp veðinu og krefjast greiðslu eða uppboðs?" „Nei. En ég kom hingað að þessu sinni tii þess að tilkynna henni þetta.“ „Það var heppilegt að hún er ekki heima. Hvað er veðskuldin há?“ ,Hvað kemur það yður við?“ „Ég hefi talsverðan áhuga á eigninni.“ „Jæja. Veðskuldin hljóðar upp á 80.000 krónur og áfallnir vextir eru um 3000 krónur. Eruð þér ef til vill að hugsa um að kaupa bú- garðinn?" Baxter glotti hæðnislega. John brosti. „Já. Ég hefi einmitt verið að hugsa mér það,“ svaraði John rólega. „Bíðið þér augna- blik, meðan ég skrifa ávísun fyrir upphæðun- um sem þér nefnduð. Þegar þér hafið fengið ávísunina greidda í banka mínum, sendið þér viðkomandi skjöl til ungfrú Orbridge." Áður en Baxter fékk tíma til að svara, fór John inn í hús sitt, og kom brátt aftur með ávísun. „Hérna eru peningarnir yðar,“ sagði hann kuldalega. „Svo vil ég ráðleggja yður að hypja yður héðan hið skjótasta. Maður, sem kemur lágkúrulega, svo ekki sé meira sagt fram við unga stúlku, af því hún á í erfiðleikum, fær mig alltaf til að klæja í hnefana, svo að ég fái að slá hann niður.“ Baxter tók við ávísuninni og færði sig fjær John. „Leyfið þér yður að ógna mér?“ hvæsti hann. „Nei en ég ráðlegg yður að fara héðan.“ „Ég leyfi mér að efast um að þsesi ávísun yðar sé nokkurs virði,“ sagði hann meinlega. „Hver eruð þér, ef ég má spyrja? Ef þér eruð 96 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.