Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 11
Þótt hann hefði svona dýrmæta hnappa í skyrtunni tók ég eftir því, að það vantaði tvo hnappa á hægra stígvélið hans, sem benti á °reiðu, eða kæruleysi. En ljósi sumarfrakkinn sem hann var í, var nýr og vandaður, og bux- urnar voru stífpressaðar. Hann var með háan silkihatt, en það sem undraði mig mest, var það, að hann hafði strútsfjaðraviftu í hend- inni. .,Ég hefi enga regnhlíf,“ sagði hann, eins °g í trúnaði um leið og hann sýndi með vift- Una. „Ég leit hingað inn, af því að það rigndi.“ „Og það rignir enþá,“ sagði ég. „Þér getið beðið hér, meðan skúrinn gengur yfir.“ . Ég þakka. Getið þér selt mér regnhlíf?“ ,,Ég sel ekki regnhlífar,“ svaraði ég svo- htið afundinn. „Ég sel málverk." ,Ég hefi ekki keypt neina regnhlíf ennþá,“ hélt hann áfram. , Ég kaupi aðeins verðmæta hluti, hluti sem hækka í verði. Regnhlífar hækka aldrei í verði Er það?“ Svo lagði hann handlegginn um hálsinn á mér, sem gerði mig dálítið undrandi. Svo hélt hann áfram: „Ég er fjármálasnillingur. Ég hefi mikla viðskiptahæfileika. Allt, sem ég snerti verður að gulli. Ég á milljónir, og þær skulu verða að milljörðum." En skyndilega bætti hann við íhugandi: „Hvernig væri annars að ég keypti málverk. Já. Því ætti ég ekki að kaupa málverk." Ég ýtti undir hann með því að segja að það væri ágæt hugmynd. í raun og veru frábær hugmynd. , Málverk er eitt af því, sem hækkar í verði, ekki rétt?“ „Þau eru eitt af því sem stöðugt verður verðmeira með tímanum," svaraði ég ákveð- 'uu, „ef maður velur rétt.“ „Hver haldið þér að hækki mest af þeim, Sem þér hafið hér núna?“ ,011 herra minn. Bókstaflega öll." Hann baðaði út höndunum, og ég gerði hið Sama, eins og þetta væri smitandi. „En að yðar áliti ... ?“ „Myndir eftir Clouard," hrópaði ég. „Menn eiga að kaupa myndir hans. Þær komast í svimandi verð, það er öruggt.“ ,Gott. Ég kaupi þær. Ég ætla að fá 50 myndir.“ „En 50 myndir á 5000 krónur verða alls 250.000 krónur. En því miður á ég ekki til nema 38 myndir eftir hann.“ „Það var leiðinlegt. Jæja — ég tek þessar 38. Verðir skiptir mig engu máli. Hér er ávís- un fyrir 190.000 krónum. Þér sendið svo myndirnar heim til mín. Hér er heimilisfangið. Augnablik......Ég man það nú ekki í augna- blikinu .... það stendur á nafnspjaldinu mínu ----jú hérna er það.“ Upp úr vasa sínum tíndi hann ávísanahefti, nafnspjaldablokk, nokkra gullpeninga, tvær gullúrkeðjur, barnaflautu, þrjá smásteina og kvenmannshárfléttu. Síðan fór hann að skoða Clouardmyndirnar. , Þær eru fallegar,“ sagði hann sannfærandi. „Þær eru villtar. Ég elska allt sem er villt .... það hækkar í verði. En hinar hækka vafalaust einnig, ekki satt? Sendið mér líka 10 eftir Panturie og 10 eftir Duruty. Með sama verði gera þessi 20 málverk 100.000 krónur. Gjörið svovel. Hér er sú ávísun.“ Það var hætt að rigna og hann fór. Næsta morgun hraðaði ég mér til bankans, sem ávísanirnar voru stílaðar á. Mig var farið að gruna, að ég hefði verið blekktur. En ég fékk mínar 290.000 greiddar umyrðalaust. Ég var lengi að jafna mig eftir undrun mína. Þetta mátti nú kalla heppni, eða finnst þér það ekki? En að átta dögum liðnum kom glæsilega klædd kona inn til mín. „Það voruð þér, sem selduð manninum mínum rusl fyrir 290 þúsund krónur.“ „Kæra frú, ég sel ekki rusl.“ „Skilduð þér ekki að hann er geðbilaður?" Síðan fór hún að útskýra fyrir mér, hvernig geðveiki, sem stafar af heilablæðingu brýst fram í æsingaköstum. Stundum borðar og drekkur sjúklingurinn á við tíu manns, og sér allt í sælu og vellíðan, álítur að hann sé Napó- leon, Vanderbilt eða Victor Hugo, eftir því sem við á. Svo bætti hún við: „Við vorum mjög vel efnuð, en nú hefur hann sóað öllu saman. Sala yðar er ógild.“ , Er hann ekki fjárráða?" Hún varð að viðurkenna að hann var það. Hún strunsaði út öskureið. En vinur minn, tíu árum síðar dó þessi góði maður, af öðru heilablóðfalli. Fjölskyldan seldi málverkasafn- ið hans — safnið mitt — fyrir margar milljón- ir. Og svo segir svona fólk, að ég hafi prett- að það. 11E I M I L I S B L A Ð I Ð 99

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.