Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 15

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 15
),Ég hefi aldrei sagt annað,“ svaraði hún stolt. Þessi orð hennar orkuðu eins og hnífsstunga 1 hjarta hans, og hann æpti upp: ,Ég efast Þá ekki um að þú viljir heldur giftast honum en mér.“ Hún sló út höndunum í ráðaleysi. „Þú veizt sjálfur, Andrew, að það sem þú segir nú í reiði þinni eru ósannindi." „Það er ég síður en svo viss um,“ svaraði hann fokvondur. „Það er ekki annað að sjá en þegar um það er að ræða að velja milli niín og hans, þá veljurðu hann.“ Hún gekk til hans, lagði hendurnar á axiir hans og horfði beint framan í hann. Hún var mjög föl, en augnaráð hennar var rólegt og ákveðið. „Þú veizt að ég elska þig, Andrevv. Ég vil nllt fyrir þig gera nema það sem ég tel rangt. Ég get ekki látið sem ekkert sé, þegar dauð- v°na manneskja þarfnast mín. Fari ég ekki sjúkrahússins, mun ég aldrei nokkurn tíma Sleyma því og þú ekki heldur.“ Hann hristi hendur hennar af sér. >,Þú vilt sem sagt hafa mig að fífli. Er það ekki svo?“ „Þú veizt vel að það vil ég sízt af öllu,“ Svaraði hún. „Andrew. Þú eri mesti mann- hostamaður sem ég hefi kynnzt í lífinu. Sýndu þá manngæzku . . . . “ „Manngæzku? Er það manngæzka eða ^annkostir að láta sér nægja að eiga helm- lng tilvonandi eiginkona sinnar móti öðrum ntanni. Ég játa, að ég hefði aldrei átt að Hiðja þig að giftast mér. Ég hefi alltaf fundið lnnst inni, að það er hann sem þú elskar. Og Þar hef ég rétt fyrir mér. Nú færðu leyfi til ap Velja. Þennan náunga eða mig. Ef þú ferð ^l hans í kvöld, hefur þú valið hann, og þá getur þú- verið hjá honum.“ „Andrew!“ Gráturinn næstum kæfði rödd hennar. Hann stóð frammi fyrir henni, ógnandi og rauður af reiði. Það var ekki að sjá, að hún fyrir nokkrum mínútum hafði hvílt höfuð sitt 1 trausti og gleði við brjóst hans. Með grát- staf í kverkunum stundi hún upp. „Gerðu þetta ekki svona erfitt.“ , Vel þú,“ svaraði hann óbifanlegur. Hún gekk að arinhillunni, studdi handleggj- Unum á hana og faldi andlitið í höndum sér. „Andrew. Hugsaðu þig um. Þú mátt ekki koma svona fram við mig. Það er hræðilega ranglátt af þér. Hugsaðu um hvað þetta hefur allt verið yndislegt, þangað til . .. . “ „Vel þú,“ endurtók hann ákveðinn. Hún leit upp, lét hendurnar falla niður með síðunum, eins og í uppgjöf og sagði: ,Ég verð að gera það sem ég tel rétt.“ Ljósið í fordyri sjúkrahússins var sterkt og skerandi í augu Nancy Hjúkrunarkona kom til hennar og gekk með henni upp breiðar steintröppur. „Honum líður mjög illa,“ sagði hún. „Þýðir það að . .. .“ hvíslaði Nancy. „Maður vonar alltaf það bezta, en ég held að líkurnar séu ekki miklar. Mótstöðuafl hans er mjög lítið.“ Hún leit á Nancy, eins og hún vildi segja: Það vitið þér sjálfar fyrst þér þekkið hann. Þér vitið vel hverskonar lífi hann hefur lifað. Þetta verður honum ofraun. Það höfðu verið settir skermar við rúmið, sem stóð fjærst í horninu á fjölbýlisstofu. Þangað gekk Nancy. Hún ætlaði varla að þekkja Philip, þar sem hann lá þögull, hreyfingarlaus og vafin sjúkra- bindum. Það hafði gerzt á honum einhver óhugnanleg breyting síðan hún sá hann síð- ast. Það var næstum sem ókunnugur maður lægi þarna, maður, sem kominn var hálfa leið þess langa vegar sem enginn snýr til baka á. „Þlann er undir sterkum lyfjaáhrifum,“ sagði hjúkrunarkonan. „En talaðu til hans ef hann skyldi þekkja þig. Það breytir engu.“ Það breytir engu.. — Nancy skildi þýðingu orðanna og beygði sig yfir sængina. „Philip,“ hvíslaði hún. Hægt og hægt opnaði hann augnn. Það var auðséð að hann þekkti hana aftur, því hann hvíslaði lágum rómi. „Fyrirgefðu-------allt.“ Þau horfðust í augu og með þessu, langa þögla augnaráði var allt skilið og fyrirgefið. Nancy sagði blíðlega: Ég er alls ekkert reið við þig, Philip.“ Hún beygði sig niður og kyssti hann. Augu hans lokuðust aftur, og hönd hans á sænginni fálmaði eftir hennar. Hún tók í hönd hans og hjúkrunarkonan færði henni stól. „Ég held að hann vilji gjarnan að þér séð- uð hjá honum,“ hvíslaði hún. 11 E I M I L I S B L A Ð I Ð 103

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.