Heimilisblaðið - 01.05.1972, Side 24
lega prýðileg systir. Ó, Bob, — vertu nú góð-
ur og taktu ekki of alvarlega það sem ég var
að segja.“
7. kafli.
Næstu daga gekk Natalie um, eins og i
draumi. Hvað hafði gerzt? Það sem hún hafði
þráð, og beðið eftir í mörg ár, hafði virkilega
skeð. Hún átti að vinna með Brad lækni.
Hún sagði engum á sjúkrahúsinu frá þessu.
Þetta var svo merkilegt að hún vildi vita það
ein, fyrst um sinn.
Nokkrum dögum síðar leit hún inn til
Annabel. Annabel teigði makindalega úr sér
uppi í sófa, með svörtu silkiáklæði, klædd
fallegum purpurarauðum kvöldslopp, sem hún
hafði keypt nýlega á útsölu.
Hún reykti vindling.
Furðulegt, hugsaði Natalie, þegar hún sá
hana þannig, og bar hana saman við Annabel
í bláa búningnum á „heimilinu". Þarna lá hún
eins og hún væri auðmannsdóttir. Henni hafði
tekizt að gera sjálfa sig eftirtektarverða.
,,Ef maður ætlar sér að verða sýningar-
stúlka, verður maður að kunna að velja sér
þann klæðnað sem vekur athygli. Það skiptir
ekki máli hvaða klæðnaður það er,“ sagði hún.
Annabel var léttlynd, og Natalie hafði það
á tilfinningunni, að hún myndi vera mikið úti
að skemmta sér. Ekki svo að skilja, að Anna-
bel segði ekki Natalie allt um sína hagi, en
þótt þær væru næstum jafnaldra, leit Annabel
næstum á Natalie eins og yngri systur sína.
Að sumu leyti var hún fullorðin, en í öðrum
efnum óþroskuð, fannst Natalie, og þekkti of
lítið af lífinu. Sjálfri fannst Annabel hún
þekkja næsta lítið til karlmanna. Natalie,
aftur á móti var dul, og lifði í sínum eigin
hugarheimi.
„Ég hefi fengið vinnu,“ hrökk allt í einu
út úr Natalie, þar sem hún sat og drakk te.
Hún gat ekki þagað yfir þessu lengur. „Þegar
ég hefi lokið störfum á sjúkrahúsinu, fer ég
að vinna hjá Brad lækni.“
„Brad lækni? Er það ekki maðurinn sem
þú varst svo skotin í, þegar þú varst krakki?“
„Ég var ekkert skotin í honum,“ svaraði
Natalie áköf. „Mér bara féll mjög vel við
hann.“
Annabel minntist þess allt í einu, þegar
Natalie hafði slegið hana, og horfði aðeins á
hana þegjandi.
„Reyndar ætti ég ekki að kalla hann Brad
lækni lengur," hélt Natalie áfram. „Hann er
orðinn sérfræðingur í skurðlækningum og er
nú kallaður herra Róbert Bradburn."
„Róbert Bradburn? Þú meinar þó ekki ná-
ungann, sem ætlar að fara að kvænast Mar-
jorie Dav, dóttur húsgagnkóngsins?"
„Jú, einmitt hann.“
Annabel horfði dálítið vantrúuð á hana.
„Þarna geturðu séð hvað lánið getur leikið
við suma. Hugsa sér, þegar hann var að koma
til þín á „heimilinu“, og á jólunum færði hann
þér blóm. Manstu eftir því?“
Natalie roðnaði lítið eitt. „Já, víst man ég
eftir því.“
Annabel sagði ekkert langa stund. Hún
reykti vindlinginn þegjandi, þangað til hann
var farinn að svíða munnstykkið.
„Heldurðu að þú ættir að taka að þér þetta
starf, Natalie? Ég væri ekki viss um það, eí
ég væri í þínum sporum.“
Natalie starði furðu lostin á hana. „Ekki
taka að mér starfið?" Hvað meinti hún? Og
þetta var það eina, sem hún hafði stefnt að,
beðið eftir og hlakkað til árum saman. Natalie
varð svvo undrandi, að hún vissi ekki hvort
hún ætti að hlægja eða reiðast. „En ég verð
að gera það. Þetta er það sem ég vil, fremur
en nokkuð annað. Skilurðu það ekki?“
Annabel kinkaði aðeins kolli. „Ég býst við
því. En samt sem áður finnst mér að þú eigir
ekki að taka þetia starf að þér.“
„Og hvers vegna ekki?“
„Er það starfið eða maðurinn, sem þú hefur
svo mikinn áhuga á?“
„Auðvitað starfið.“ Natalie virtist skelkuð.
„Hvers vegna reynir þú ekki heldur að -fá
vinnu hjá einhverjum öðrum skurðlækni?"
„Ja-----nei-------það mundi ekki vera —
ekki vera eins áhugavert starf,“ svaraði Nata-
lie, dálítið vandræðaleg.
„Þvættingur. Þú meinar að aðrir séu ekki
eins freistandi. Gættu nú að þér, barnið mitt.
Það er ekki sérlega skemmtilegt að verða ást-
fangin af kvæntum manni.“
„Ég ætla mér alls ekki að verða ástfangin
af Brad lækni. Það er — það væri hreint og
beint hlægilegt," hálf hrópaði hún kuldalega.
112
HEIMILISBLAÐIÐ