Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 28
fara út og skemmta þér með mönum, sem
dást að þér, eru hrifnir af þér. En einn góð-
an veðurdag vaknarðu af þessum draumi
og lítur ekki lengur á þennan Brad sem guð,
heldur sem mann, og þá . .. “ Hún þagnaði.
En þögnin varð stutt, því Natalie spurði
hörkulega.
„Og þá?“
,,Þá munt þú annað hvort þjást af ást til
hans, eða kveljast af hatri.“
Natalie hló. En það var uppgerðarhlátur.
,,Þú ert meiri bulluskjóðan. Ég er hamingju-
söm í starfi mínu. Mér fellur það vei, og
hefi áhuga á því. Mér fellur mjög vel við
Brad lækni, og ég held að hann sé ánægður
með mig. En þótt okkur falli vel að starfa
saman, er það laust við alla rómantík. Það
er rétt, að ég dáist að honum. Enginn gæti
annað en gert það, eftir að hafa séð allt,
sem hann hefur afrekað við erfiðustu að-
stæður, eða þegar hann berst heilar nætur við
að bjarga mannslífum. Hann er dásamlegur.
Og það er rétt hjá þér, að undir slíkum
kringumstæðum kemur hann ekki fram eins
og venjulegur maður. Réttara sagt, þá er
eins og hann sé yfir alla aðra hafinn. Það
býr einhver kraftur í honum, yfirnáttúr-
leg orka og hæfileikar, sem aðrir hafa ekki.
Og þótt ég sjái hann í einhverjum dýrðar-
ljóma, hvað gerir það til? Hann er heims . ..“
Hún þagnaði og roðnaði.
Annabel stundi. „Ég held að þú sért algjör-
lega glötuð. Settu ketilinn yfir. Við skulum
fá okkur te.“
Natalie hafði leigt herbergi í sama húsi
og Aannabel. Það vera ekki stórt, né íburðar-
mikið, en það var notalegt, með ljósbrúnum
gluggatjöldum, í næstum sama lit og hár
Natalie. Meðal húsgagnanna var djúpur, þægi-
legur hægindastóll og legubekkur, með púð-
um í líflegum litum.
Natalie var hrifin af þessu Þetta var miklu
betra en hún hafði haft nokkru sinni fyr.
Hvílíkur munur, eða í þakherberginu, þar sem
hún hafði búið með Beste. Þvílíkur munaður,
miðað við sjúkrahúsið. Allt svo frjálslegt og
persónulegt miðað við barnaheimilið. Þetta
herbergi var hennar eigin heimur, þar sem
enginn kom óboðinn. Hér gat hún haft þá
muni, sem voru henni kærir. Myndina af
frelsaranum eftir Andre del Sarto, sem hafði
hangið yfir rúmi Beste, og hún hafði alltaf
verið svo hrifin af. Myndin sýndifrelsarann
ganga um meðal smælingjanna.
Fyrir neðan myndina lá gömul símaskrá,
og inni í henni lá alltaf rósin, sem Brad lækn-
ir hafði gefið henni fyrir jólin, löngu áður.
Og það voru fleiri kærir smáhlutir í her-
berginu og dálítið af bókum, en myndin og
pressaða rósin, voru það dýrmætasta.
Annabel hafði oft vakið máls á því við
Natalie, að þær ættu að leigja saman íbúð.
,,Ég held að það sé ekki hyggilegt af okkur,
að búa saman,“ svaraði Natalie. „Við erum
alltof ólíkar.1
„Þú meinar gf til vill að þú gerir þér ekki
sérlega 'náar hugmyndir um vini mína.“ Anna-
bel var óvenjulega höstug. ,En þeir eru ekki
eins afleitir og þú heldur, þessir ríku inn-
kaupastjórar og vinir þeirra, skal ég segja
þér. Þeir drekka kannske of mikið stundum,
en þetta eru beztu menn. Þú ættir bara að
vita hve oft þeir hafa grátið við öxl mína, og
sagt mér langar og sorglegar sögur af konu
og börnum."
„Þessu get ég vel trúað,“ sagði Natalie.
„En ég sækist ekki eftir kunningsskap upp-
skafninga, Aannabel. En — ég er oft þreytt
og útslitin á kvöldin. Þá þykir mér bezt að
fara í rúmið og lesa.“
,Þú ert alveg furðuleg. Eyðir frístundun-
um við að lesa bækur. Ég hefi margoft sagt
það, og endurtek það enn, að þú átt að fara
út með mér, og skemmta þér, meðan þú getur
notið lífsins. Býður þessi læknir þinn þér
aldrei heim, í einhverja af veizlunum sínum?“
„Nei, nei, ... að sjálfsögðu ekki.“
, Hversvegna, „að sjálfsögðu ekki?“ Hvers
vegna í ósköpunum skyldi hann ekki géra það7
Ég hefi heyrt að frúin sé alltaf með veizlur.
Eitt kvöldið borðaði ég með ungum manni,
sem er mikið í skemmtanalífinu, og er þar
oft. Þar flýtur allt í kampavíni, þar er dans-
að og þar er fólk, sem veður í peningum.
Þar gætir þú hitt rétta manninn. Ég vildi
fórna hverju sem væri, til þess að komast í
slíkan félagsskap. Getur þú ekki gefið í skyn,
að þér þætti gaman að því _að fá að koma
í svona samkvæmi, næst þegar konan hans
heldur það? Þú gætir líka sagt, að þú ættir
vinstúlku, sem langaði afskaplega mikið til
að koma með þér “ bætti hún við brosandi.
116
HEIMILISBLAÐIP