Heimilisblaðið - 01.01.1981, Qupperneq 2
srinn við hafið
Á rinda við hafi'ð stó'ð rislítill bær,
í ræktuðu túni er á sumrinu grær.
Vr torfi o(j grjóti, hálf grafinn í jörð,
grindin úr rekavið, þakin með svörð.
Baðstofa þiljuð með skarsúð á ská,
skindaufur gluggi var þilstafni á.
Eldhús með hlóðum og bak við það búr,
í búrinu geymdur var matur í súr.
Skáli var frammi og skemma út á hól,
í skálanum geymd voru amboð og tól.
I skemmunni reiðingar, reipi og skreið,
í rjáfrinu hékk þar og notkunar beið.
Á bak vi'ö er fjósið með bása og kýr,
bíslag og hlaða er að hafinu snýr.
Skúr niður á bakka og bátur í vör
með borðrónum árum til sjófanga gjör.
Fjárhús á velli og búfé á beit,
í bithaga grænum er að heiðinni veit.
Hesthús og tóftarbrot forntímum frá,
fallin og vallgróin túninu á.
/ austri er fjörðurinn fengsæll og lygn,
fjallgarður handan við í blámóðu skygn.
Málmey og Drangey með sjófugla söng,
sjónum í speglast um vorkvöldin löng.
í suðri er Tindastóll tiginn og hár,
traustur í sessi, fjarlægur, blár.
1 vestri eru heiðarlönd vordraumi lík,
með vötnum og árósum tilbrigðarík.
/ norðri er úthafið úfið og grátt,
endalaust hafsvæði skapillt og flátt.
Við ströndina kyrjar það kuldarikt lag,
við klettana er brimsúgur nætur og dag.
Nú öll eru mannvirkin jöfnuð vi'ð jörð,
jarðvegi sameinuð, hulin í svörð.
En umhverfið sama er ennþá í dag,
úthafið raular sitt góðkunna lag.
Freysteinn A. Jónsson.