Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1981, Side 12

Heimilisblaðið - 01.01.1981, Side 12
— Hvað kostar þetta, spurði ég. Hann tiltók upphæðina. — Uss, hrópaði ég og fór út. Ha.nn kom hlaupandi á eftir mér. Ég hafði ætlað mér að kaupa sjónauka, sem væri reglulega vandaður og dýr. Að lokum keypti ég sjón- aukann fyrir lítið verð. Ég skildi sjónauk- ann eftir hjá honum, en borgaði hann. Hver myndi svo sem kaupa hann af hon- um hér í Bralavan. Hann vildi kaupa þurrkaðan fisk af mér um haustið. Þar sem hann vildi kaupa mikið, þá vissi ég, að það var vegna þess, að hann gat ekki fengið hann eins hvítan cg vel beinhreins- aðan og hjá mér. Þar að auki þurrkaði ég aðeins það stærsta af fiskinum. — Arpad, Arpad, ræninginn þinn, hróp- aði hann og baðaði út báðum höndum. Er það alvara þín, að rýja fátækan kaupmann inn að skyrtunni? — Ég skal reyna að geyma þennan fisk handa þér, svaraði ég rólega. Ég sel hann allan fyrir sama verð. Ég dýfi þeim í mjólk, áður en ég þurrka þá. Sýndu mér nú efni í vinnuföt og einnig í spariföt. Hann sýndi mér þau efni, sem fiskimenn- irnir voru vanir að nota. Okkur kom fljótt saman um verðið. Ég ætlaði að láta sauma handa mér gulbrúnar, víðar buxur og stutt- an jakka. Auk þess ætlaði ég að fá mér rauðan silkilinda um mittið svona til há- tíðabrigða. Hann höfðu allir fiskimenn, sem ekki drukku. Armeninn hinum megin við götuna tók mál af mér. Hann skoðaði efnin og sagði þau vera góð. Iíann sýndi mér myndir í bók, svo að ég gæti séð, hvernig fötin litu út. Ég spurði hann að því, hvort ég ætti að borga þau strax. — Nei, þú getur borgað þau, þegar vel stendur á fyrir þér. Ég borgaði honum þrátt fyrir þetta, en ég varð hrifinn af greiðvikni hans. Teppasalinn átti heima í löngu steinhúsi. Það var orðið mjög gamalt og þar að auki var það baklnis við trjátorgið. Hann ók sjálfur vatninu í tunnum frá vatninu. Og hann átti jafnvel hey handa gripunum- Bjölluhljómur, sem minnti á gamla geita- bjöllu, kvað við langt inni í húsinu, þegai' ég opnaði hurðina. Ég nam staðar í dyr- unum og virti fyrir mér stórt herbergið- Mér flaug í hug, að þarna inni mætti koma fyrir að minnsta kosti þrem kofum eins og kofanum mínum. Yfir við vegginn lá stór stafli af teppum. Hann var ríkasti maður í Bralavan. Þarna inni var ekkert að sjá nema teppi og lítið, fagurlega gyllt borð úti í horni. Lítil skálavog stóð á borð- inu. Ég beið út við dyi’nar . . . Ef til vill fylgdist hann með mér gegnum lítið op á einhverjum veggnum. Hann kom. inn. Hann var lítill, gráhærð- ur og það léku dálitlar viprur um rautt andlitið. — Nú, sagði hann og horfði á mig- — Ég ætla að selja dálítið af þurrkuð- um fiski í haust, sagði ég hikandi. — Viltu, að þér sé borgað í peningum? — Það nægir að hálfu. Ég tiltók upp- hæðina. Ég hafði ekki selt honum fisk áð- ur. Hann hugsaði sig um. Jú, hann vildi kaupa fisk af mér og greiða hann í pen- ingum. Ég var ánægður. — Ég þarf ekki frekar að fá peningm svaraði ég. Hann brosti og virti mig forvitnislegn fyrir sér. Ég fann, að þeir báru traust til mín, þrátt fyrir að faðir minn vseH drykkjumaður. Fötin mín voru ósköp venjuleg, brún og slitin fiskimannaföt. Ég tók tíu perlur upp úr beltispokanum og sýndi honum þær. Hann gekk að borðinu og skaðaði hverjn þeirra fyrir sig í stækkunargleri. Því næst vó hann þær hverja fyrir sig á skálavog' inni. — Áttu margar ? — Ég get náð í fleiri, en það er seinlegt- — Hvar finnirðu skeljarnar? — Hingað og þangað. Ég þekki vatnið- 12 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.