Heimilisblaðið - 01.01.1981, Side 20
ekki haft viðþol til morg’uns.
Þetta raus í þrælunum endaði með hróp-
unum: Lifi Vespasianus! eins og venja var
til, fyrir það að hann hafði efnt til slíkr-
ar hátíðar handa þeim.
Rut gramdist svo hjartanlega allt þetta
raus. Þegar þeir hættu að hrópa: lifi! þá
sagði hún í gremjutón:
— Og þetta ge’tið þig haft ykkur til gam-
ans! Það vekur ekki gremju í hjörtum
ykkar að horfa á alla þessa grimmd. Hafið
þið þá ekki nokkurn neista af samúð með
þeim, veslings mönnum, sem svona eru
kvaldir til bana?
Þeir horfðu á hana steinhissa. Það var
þeim hrein nýung, að svona væri litið á
málið. En Rut hélt áfram:
— Mér virðist, að við eigum jafnvel að
hafa meðaumkvun með villidýrunum, sem
verða að bíða kvalafullan dauða á leiksvið-
inu — hversu miklu fremur ættum við þá
ekki að kenna í brjósti um menn, sem
varpað er varnarlausuum fyrir óargadýr-
in, til þess að þau rífi þá í sundur. Það
mætti þó halda, að hverjum manni mundi
hrylla við að vera sjónarvottur að slíku.
En þið æpið af fögnuði við að heyra og
sjá allar þessar kvalir. Hafið þið alls eng-
ar mannlegar tilfinningar?
Þegar Rut hafði lokið máli sínu, varð
augnabliksþögn. Allir þrælarnir voru hljóð-
ir af undrun yfir þessari ræðu. En síðan
fóru þeir allir að hlæja mikinn hlátur;
þeim varð meira að segja svo skemmt við,
hve hlægilega hún leit á málið, að nærri
lá að af því yrði hinn mesti gauragangur.
— Hvað gengur á, þrælar? var þá kall-
að með myndugum rómi fram við dyrnar.
Allir litu þangað og þögnuðu, eins og selgn-
ir töfrasprota.
Það var húsmóðir þeirra, sem stóð þar
fasmikil og skipandi.
— Nei, Flavius, svara þú, hvað voruð
þið að hafast að?
Flavius herti upp hugann og sagði
frúnni alla söguna.
Þá skellihló Klaudia líka. Síðan benti
hún Rut að koma til sín og mælti:
— Þú ert ung enn, barnið mitt; þess
vegna eru skoðanir þínar svona bjánaleg-
ar; en samt ræð ég þér til að halda þeim
með sjálfri þér. En hvernig sem þú ann-
ars lítur á málið, þá skaltu samt sem áðui’
verða samferða til leikhússins á morgun.
Þú átt að fara með mér.“
Og með þessu var svo rnálið til lykta leitt.
Rut gekk þá aftur út í aldingarðinn í
þungum hug.
Þegar Júlíus sá hana, kom hann hlaup-
andi til hennar og ætlaði að leika sér við
hana. Rut varð að láta að vilja hans með
það, þótt henni væri enginn leikur í hug-
Hana langaði miklu meira til þess að gráta.
En hve hún fann sárt til þess, að hún vai'
ein og aðkomandi. Enginn skildi hana. Af
öllum þessum mikla þrælagrúa var ekki
einn einasti, sem hún gat sagt allan hug'
sinn. Jú — Ástríður. En henni virtist hún
lítið sinna hjartans málum. Hún var eins
og vél — leysti starf sitt af hendi fra
morgni til kvölds og hafði engin mök við
nokkurn mann og vildi einhver reyna að
sýna henni meiri trúnað og hlýju, þá vís-
aði liún þeim á bug með kulda og sáryi'ð-
um. Allir báru lotningu fyrir henni, þv1
að þeir vissu að húsfreyjan hafði hana 1
hávegum. Þar að auki var einhver dulai’-
fullur blær yfir henni; þeir vissu, að hún
hafði einhvern tíma komið.norðan úr lönd-
um, en enginn vissi hvenær. Þeir vissu
það eitt, að það var fyrir morgum, mörg-
um árum, sumir þóttust jafnvel vita, að
hún hefði komið fyrir „meira en hundrað
árum“.
Rut gat alls engu tauti komið við Júlíus
litla þennan daginn. Hann vildi alltaf það>
sem hún vildi ekki. Þegar hún ætlaði að
segja honum einhverja sögu, þá vildi hann
leika sér, og ef hún reyndi að leika við
20
HEIMILISBLAÐIÐ